„Þarna verða allir kvaddir til sem vettlingi geta valdið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 12:45 Frá fjölmennum íbúafundi í Grindavík í gær þar sem viðruð var sú hugmynd að stofna varalið í bænum. vísir/egill Sú hugmynd kom fram á íbúafundinum í Grindavík í gær að stofna sérstakt varalið í bænum sem gæti aðstoðað björgunarsveitarmenn við rýmingu og annað viðbragð ef til eldgoss kemur á því svæði þar sem óvenjulegt landris er vestan við fjallið á Þorbjörn. Slysavarnafélagið Landsbjörg skoðar það nú með almannavörnum hvernig hægt væri að nýta slíkt lið sem best og hvernig skipulagi væri háttað. Guðbrandur Örn Arnarson hjá Landsbjörg segir málið snúast um það að fyrsta viðbragð verði alltaf heimamenn. „Sérstaklega líka, sama í hvaða nágrenni þú ert þá tekur alltaf að minnsta kosti 20 til 30 mínútur að komast á staðinn. Við erum búin að ræða þessi mál ég og formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Björgunarsveitin fagnar þessu mikið og þetta er bara hið besta mál. Það þarf bara að gefa okkur aðeins tíma til að vinna þetta og þetta snýst náttúrulega um það að þetta er bakland sem hægt er að sækja í. Þarna verða allir kvaddir til sem vettlingi geta valdið, sama hversu lítið verkefni er,“ segir Guðbrandur.Sjá einnig: Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi „Þessu var hent fram í gær og þetta er fín pæling. Við erum að meta það hvernig við getum nýtt þetta best og erum að byrja í viðræðum við almannavarnir um það hvort við getum nýtt þetta eða hvernig þetta myndi nýtast. Hvað væri best. Það má heldur ekki vera þannig að við stofnum eitthvað varalið en það verði svo margir að það kemst enginn fram hjá því,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, léttur í bragði, en bætir við að það þurfi að hugsa þetta vel. Hann segir það síðan ekki á forræði hans að ákveða að virkja slíkt lið heldur yrði það líklegast lögreglan sem tæki ákvörðun um það ásamt almannavörnum. Bogi segir allt til skoðunar í tengslum við mögulegt viðbragð á svæðinu og það besta við þetta allt saman sé kannski að viðbragðsaðilar hafi tíma. „Svo kannski skeður ekki neitt en þá erum við komnir með góða beinagrind til að vinna með í öllu,“ segir Bogi. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. 28. janúar 2020 13:00 Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49 Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. 28. janúar 2020 11:53 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Sjá meira
Sú hugmynd kom fram á íbúafundinum í Grindavík í gær að stofna sérstakt varalið í bænum sem gæti aðstoðað björgunarsveitarmenn við rýmingu og annað viðbragð ef til eldgoss kemur á því svæði þar sem óvenjulegt landris er vestan við fjallið á Þorbjörn. Slysavarnafélagið Landsbjörg skoðar það nú með almannavörnum hvernig hægt væri að nýta slíkt lið sem best og hvernig skipulagi væri háttað. Guðbrandur Örn Arnarson hjá Landsbjörg segir málið snúast um það að fyrsta viðbragð verði alltaf heimamenn. „Sérstaklega líka, sama í hvaða nágrenni þú ert þá tekur alltaf að minnsta kosti 20 til 30 mínútur að komast á staðinn. Við erum búin að ræða þessi mál ég og formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Björgunarsveitin fagnar þessu mikið og þetta er bara hið besta mál. Það þarf bara að gefa okkur aðeins tíma til að vinna þetta og þetta snýst náttúrulega um það að þetta er bakland sem hægt er að sækja í. Þarna verða allir kvaddir til sem vettlingi geta valdið, sama hversu lítið verkefni er,“ segir Guðbrandur.Sjá einnig: Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi „Þessu var hent fram í gær og þetta er fín pæling. Við erum að meta það hvernig við getum nýtt þetta best og erum að byrja í viðræðum við almannavarnir um það hvort við getum nýtt þetta eða hvernig þetta myndi nýtast. Hvað væri best. Það má heldur ekki vera þannig að við stofnum eitthvað varalið en það verði svo margir að það kemst enginn fram hjá því,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, léttur í bragði, en bætir við að það þurfi að hugsa þetta vel. Hann segir það síðan ekki á forræði hans að ákveða að virkja slíkt lið heldur yrði það líklegast lögreglan sem tæki ákvörðun um það ásamt almannavörnum. Bogi segir allt til skoðunar í tengslum við mögulegt viðbragð á svæðinu og það besta við þetta allt saman sé kannski að viðbragðsaðilar hafi tíma. „Svo kannski skeður ekki neitt en þá erum við komnir með góða beinagrind til að vinna með í öllu,“ segir Bogi.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. 28. janúar 2020 13:00 Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49 Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. 28. janúar 2020 11:53 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Sjá meira
Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. 28. janúar 2020 13:00
Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49
Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. 28. janúar 2020 11:53