Menning

Bein útsending: Ólafur Darri og Vala Kristín á stóra sviðinu

Tinni Sveinsson skrifar
Ólafur Darri og Vala Kristín Eiríksdóttir.
Ólafur Darri og Vala Kristín Eiríksdóttir. Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanninu.

Ólafur Darri Ólafsson og Vala Kristín Eiríksdóttir spjalla saman um lífið og listina. Þau fara yfir leikritið Oleanna eftir David Mamet sem þau munu frumsýna á næsta leikári, muninn á því að vinna leikhúsi og kvikmyndum, og margt fleira.

Klippa: Listamannaspjall - Ólafur Darri og Vala Kristín

Hægt er að horfa hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir, sem er á kerfum Vodafone og Símans og í Stöð 2 appinu.

Fleira skemmtilegt efni frá Borgarleikhúsinu má sjá á Instagram og Facebook-síðum leikhússins en þær síður eru uppfærðar nær daglega með efni tengdu starfsemi og sýningum. Einnig er hægt að finna atburði leikhússins úr samkomubanninu á öllum helstu hlaðvarpsveitum.


Tengdar fréttir

Bein útsending: Mávurinn

Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanninu. Í dag klukkan 20 er komið að Mávinum eftir Anton Tsjékhov.

Bein útsending: Pétur Pan

Í dag klukkan tólf á hádegi les Sigurður Þór Óskarsson leikari ævintýrið um Pétur Pan.

Bubbi í beinni á Vísi í kvöld

Bubbi Morthens hefur staðið fyrir tónleikum í beinni á Vísi í hádeginu á föstudögum undanfarnar vikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×