Bubbi Morthens hefur staðið fyrir tónleikum í beinni á Vísi í hádeginu á föstudögum undanfarnar vikur.
Tónleikunum hefur verið streymt af sviðinu í Borgarleikhúsinu en að þessu sinni verður þeir klukkan 20:30 á Vísi og Stöð 2 Vísir á rás 5 á myndlyklum Vodafone og rás 8 á myndlyklum Símans.
Bubbi hefur flutt lög úr verkinu Níu Líf á hádegistónleikunum og verður enginn undantekning þar á í kvöld. Tónleikar Bubba hafa vakið mikla athygli á Vísi og þjóðin greinilega lagt við hlustir síðustu vikur.
Á síðustu tónleikum frumflutti Bubbi meðal annars nýtt lag sem hann kallar Sjö dagar og kallast það á við atburðina sem við erum öll að upplifa þessa dagana. Hægt er að hlusta á lagið hér fyrir neðan.