Gagnrýna fyrirhuguð bílastæðagjöld Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. maí 2017 07:00 Einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna á Íslandi er Þingvellir. Þar er þegar byrjað að innheimta bílastæðagjöld á grundvelli sérlaga. vísir/pjetur Samtök ferðaþjónustunnar leggjast alfarið gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld. Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að ráðherra og sveitarstjórnir fái heimild til að setja reglur um og innheimta gjald fyrir bílastæði og þjónustu sem því tengist, svo sem viðveru bílastæðavarða og salernisaðstöðu. „Það er ólíðandi að stjórnlaus gjaldtaka af hálfu opinberra aðila geti viðgengist hér á landi og gildir þá einu hvort um bílastæðagjöld eða aðra innheimtu sé að ræða,“ segja Samtök ferðaþjónustunnar í umsögn um frumvarpið. Auknar álögur og gjaldtaka á greinina sé það eina sem stjórnvöld leggi áherslu á að koma í framkvæmd án samtals eða samráðs við hagsmunaaðila og það sé ámælisvert. Samtökin hafi vissulega talað á þeim nótum að gjaldtaka sé eðlileg ef greitt sé hóflegt og sanngjarnt gjald fyrir virðisaukandi þjónustu á viðkomustöðum ferðamanna um landið. „Hins vegar er það algerlega óásættanlegt ef stjórnvöld eða sveitarfélög ætla að nýta sér gjaldheimtu og skattheimtu í ferðaþjónustu, umfram samkeppnishæfni greinarinnar til að byggja upp aðra innviði og almannaþjónustu,“ segir í umsögninni. Samtökin kalla eftir samstarfi við samgönguráðherra og stjórnvöld um að fara í greiningar á gjaldtökunni og samræma framkvæmd bílastæðagjalda með það að markmiði að koma í veg fyrir að sett verði lög sem festa ferðaþjónustufyrirtæki í viðjum óþarfa gjaldtöku. Að því loknu sé hægt að fara í ofangreindar breytingar á umferðarlögum. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugir milljóna innheimtar í bílastæðagjöld á Þingvöllum Sveitarfélög fá heimild til að leggja á bílastæðagjöld á ferðamannastöðum. Tekjunum skal varið í uppbyggingu á stöðunum og gæslu. Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir vel hafa gengið að innheimta bílastæðagjöld þar. Tekjur 4. mars 2017 07:00 Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30 Prófessor í hagfræði: Villt gjaldtaka í ferðaþjónustu fráhrindandi hugmynd Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, hefur fjallað nokkuð um gjaldtöku á ferðamönnum og hélt meðal annars erindi um málið á fundi Félags viðskipta-og hagfræðinga á dögunum. 10. apríl 2017 21:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar leggjast alfarið gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld. Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að ráðherra og sveitarstjórnir fái heimild til að setja reglur um og innheimta gjald fyrir bílastæði og þjónustu sem því tengist, svo sem viðveru bílastæðavarða og salernisaðstöðu. „Það er ólíðandi að stjórnlaus gjaldtaka af hálfu opinberra aðila geti viðgengist hér á landi og gildir þá einu hvort um bílastæðagjöld eða aðra innheimtu sé að ræða,“ segja Samtök ferðaþjónustunnar í umsögn um frumvarpið. Auknar álögur og gjaldtaka á greinina sé það eina sem stjórnvöld leggi áherslu á að koma í framkvæmd án samtals eða samráðs við hagsmunaaðila og það sé ámælisvert. Samtökin hafi vissulega talað á þeim nótum að gjaldtaka sé eðlileg ef greitt sé hóflegt og sanngjarnt gjald fyrir virðisaukandi þjónustu á viðkomustöðum ferðamanna um landið. „Hins vegar er það algerlega óásættanlegt ef stjórnvöld eða sveitarfélög ætla að nýta sér gjaldheimtu og skattheimtu í ferðaþjónustu, umfram samkeppnishæfni greinarinnar til að byggja upp aðra innviði og almannaþjónustu,“ segir í umsögninni. Samtökin kalla eftir samstarfi við samgönguráðherra og stjórnvöld um að fara í greiningar á gjaldtökunni og samræma framkvæmd bílastæðagjalda með það að markmiði að koma í veg fyrir að sett verði lög sem festa ferðaþjónustufyrirtæki í viðjum óþarfa gjaldtöku. Að því loknu sé hægt að fara í ofangreindar breytingar á umferðarlögum.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugir milljóna innheimtar í bílastæðagjöld á Þingvöllum Sveitarfélög fá heimild til að leggja á bílastæðagjöld á ferðamannastöðum. Tekjunum skal varið í uppbyggingu á stöðunum og gæslu. Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir vel hafa gengið að innheimta bílastæðagjöld þar. Tekjur 4. mars 2017 07:00 Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30 Prófessor í hagfræði: Villt gjaldtaka í ferðaþjónustu fráhrindandi hugmynd Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, hefur fjallað nokkuð um gjaldtöku á ferðamönnum og hélt meðal annars erindi um málið á fundi Félags viðskipta-og hagfræðinga á dögunum. 10. apríl 2017 21:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Tugir milljóna innheimtar í bílastæðagjöld á Þingvöllum Sveitarfélög fá heimild til að leggja á bílastæðagjöld á ferðamannastöðum. Tekjunum skal varið í uppbyggingu á stöðunum og gæslu. Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir vel hafa gengið að innheimta bílastæðagjöld þar. Tekjur 4. mars 2017 07:00
Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30
Prófessor í hagfræði: Villt gjaldtaka í ferðaþjónustu fráhrindandi hugmynd Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, hefur fjallað nokkuð um gjaldtöku á ferðamönnum og hélt meðal annars erindi um málið á fundi Félags viðskipta-og hagfræðinga á dögunum. 10. apríl 2017 21:30