

Kísilverksmiðjan vill samráð við Umhverfisstofnun og segist tilbúin til að greiða allan tilfallandi kostnað.
Eins og vitað var eru það óvæntar stöðvanir ljósbogaofnsins í verksmiðju United Silicon í Helguvík sem veldur hinni miklu loftmengun sem stafað hefur frá verksmiðjunni að undanförnu.
United Silicon hefur ákveðið að leita til norsku loftrannsóknarstofnunarinnar til að framkvæma mælingar á loftgæðum í nágrenni við kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík þegar ljósbogaofn verksmiðjunnar verður ræstur að nýju. United Silicon hefur engin áform um að ræsa ofninn aftur án samráðs við Umhverfisstofnun.
Talsmaður United Silicon segir að enginn starfsmaður muni missa vinnuna þrátt fyrir að kísilmálmframleiðsla sé stopp og ekki ljóst hvenær starfsemi geti hafist aftur.
"Við viljum auðvitað bara komast til botns í málinu og munum taka ákvörðun um framhaldið á þriðjudaginn,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.
Þegar staðhæfingar United Silicon um að búið væri að leysa vissa tæknilega erfiðleika reyndust innistæðulausar greip Umhverfisstofnun til aðgerða.
Starfsemi United Silicon hefur verið stöðvuð.