Fólkið í einna mestri smithættu: Sumir ókurteisir en fá líka þakkir fyrir að standa vaktina Stefán Árni Pálsson skrifar 21. apríl 2020 11:30 Fólk í heilbrigðisgeiranum, læknar, hjúkrunarfræðingar og fleiri hafa staðið sig gríðarlega vel í faraldrinum svo ekki sé talað um þríeykið Ölmu Möller, Þórólf Guðnason og Víði Reynisson. Starfsfólk margra annarra greina hefur einnig staðið vaktina og má þar nefna starfsfólk matvöruverslana sem er í mikilli hættu á að smitast, stendur þó vaktina og sér til þess að við sjáum ekki tómar hillur eins og gerst hefur víða. Í Íslandi í dag hitti Sindri Sindrason þetta fólk, heyrði sögur af viðskiptavinum, í hverju starfsfólk er að lenda, hvernig andrúmsloftið er, hvort viðskiptavinir séu að fara eftir reglum og hvað gerist ef viðskiptavinir neita að fara eftir þeim. „Þetta er ótrúlega skrýtið ástand en ég finn það að fólk er orðið almennt kurteisara,“ segir Tómas Ó. Malmberg, starfsmaður Nettó, og bætir við. „Það kemur alltaf einn og einn sem hefur bara dottið vitlausu megin fram úr rúminu, því miður. Þeir eru alltaf til en almennt hefur fólk verið yfirmátta kurteist.“ „Maður fær jafnvel þakkir fyrir að standa vaktina og mér þykir voðalega vænt um það. Sumir lifa í ótta „Þetta hefur bara gengið þokkalega vel. Þetta og góð verslun alla dagana og fólk er aðallega að kaupa í mat. Einnig spil og leikföng og allir heima að skemmta sér,“ segir Gunnar Steinn Þórsson, verslunarstjóri Hagkaups. „Já og nei. Það eru sumir kannski stressaðri en aðrir og sumir lifa kannski smá í ótta. Við vinnum bara með það. Ég er ekki hræddur við að smitast en þetta er bara upp á öryggis,“ segir Milan Medic, starfsmaður Nettó, sem er ávallt í hönskum. „Við sem erum í búðinni þurfum að passa extra vel upp á fjarlægðina við kúnnann og upp á handþvottinn,“ segir Magnús Gunnarsson, verslunarstjóri hjá Bónus. „Flestir eru kurteisir. Sumum finnst óþægilegt þegar maður labbar inn í búð og víkur svona kannski smá frá þér,“ segir Marín Imma Richards, starfsmaður hjá Hagkaup. „Það er einn og einn sem vill ekki spritta sig og segir kannski ha? Af hverju? Og ég svara þá oftast, horfir þú ekki á fréttir elskan,“ segir Ingibjörg Eir Sigurðardóttir, öryggisvörður í Bónus. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísland í dag Verslun Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Sjá meira
Fólk í heilbrigðisgeiranum, læknar, hjúkrunarfræðingar og fleiri hafa staðið sig gríðarlega vel í faraldrinum svo ekki sé talað um þríeykið Ölmu Möller, Þórólf Guðnason og Víði Reynisson. Starfsfólk margra annarra greina hefur einnig staðið vaktina og má þar nefna starfsfólk matvöruverslana sem er í mikilli hættu á að smitast, stendur þó vaktina og sér til þess að við sjáum ekki tómar hillur eins og gerst hefur víða. Í Íslandi í dag hitti Sindri Sindrason þetta fólk, heyrði sögur af viðskiptavinum, í hverju starfsfólk er að lenda, hvernig andrúmsloftið er, hvort viðskiptavinir séu að fara eftir reglum og hvað gerist ef viðskiptavinir neita að fara eftir þeim. „Þetta er ótrúlega skrýtið ástand en ég finn það að fólk er orðið almennt kurteisara,“ segir Tómas Ó. Malmberg, starfsmaður Nettó, og bætir við. „Það kemur alltaf einn og einn sem hefur bara dottið vitlausu megin fram úr rúminu, því miður. Þeir eru alltaf til en almennt hefur fólk verið yfirmátta kurteist.“ „Maður fær jafnvel þakkir fyrir að standa vaktina og mér þykir voðalega vænt um það. Sumir lifa í ótta „Þetta hefur bara gengið þokkalega vel. Þetta og góð verslun alla dagana og fólk er aðallega að kaupa í mat. Einnig spil og leikföng og allir heima að skemmta sér,“ segir Gunnar Steinn Þórsson, verslunarstjóri Hagkaups. „Já og nei. Það eru sumir kannski stressaðri en aðrir og sumir lifa kannski smá í ótta. Við vinnum bara með það. Ég er ekki hræddur við að smitast en þetta er bara upp á öryggis,“ segir Milan Medic, starfsmaður Nettó, sem er ávallt í hönskum. „Við sem erum í búðinni þurfum að passa extra vel upp á fjarlægðina við kúnnann og upp á handþvottinn,“ segir Magnús Gunnarsson, verslunarstjóri hjá Bónus. „Flestir eru kurteisir. Sumum finnst óþægilegt þegar maður labbar inn í búð og víkur svona kannski smá frá þér,“ segir Marín Imma Richards, starfsmaður hjá Hagkaup. „Það er einn og einn sem vill ekki spritta sig og segir kannski ha? Af hverju? Og ég svara þá oftast, horfir þú ekki á fréttir elskan,“ segir Ingibjörg Eir Sigurðardóttir, öryggisvörður í Bónus. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísland í dag Verslun Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Sjá meira