Innlent

Tóku ratsjármyndir af Bárðarbungu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bárðarbunga í gær.
Bárðarbunga í gær. Mynd/Landhelgisgæslan

Landhelgisgæsla Íslands flaug yfir Bárðarbungu í gær og tók ratsjármyndir eftir jarðskjálftann sem varð við Bárðarbungu í fyrrinótt.

Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd sýnir myndin katlana í Bárðarbungu ágætlega en skjálftinn í gær, 4,8 að stærð, var einn sá stærsti á svæðinu frá því í Holuhraunsgosinu árið 2014. Engin merki eru þó um gosóróa í Bárðarbungu.

Í sömu ferð flaug Landhelgisgæslan yfir Öskju og tók myndir af Öskjuvatni en á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig jarðhiti hefur myndað vakir á nokkrum stöðum í ísilögðu vatninu.

Myndirnar eru birtar á Facebook-síðu Eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands og í ummælum við myndina af ísilögðu Öskjuvatni útskýra síðuhaldarar að þessar vakir séu nokkuð vel þekktar og myndist flest ef ekki öll á ár á vatninu.

Öskjuvatn í gær.Mynd/Landhelgisgæslan


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×