Óttast að vera knésettir af verksmiðjufjósum Snærós Sindradóttir skrifar 18. ágúst 2016 04:00 Landbúnaður Kúabændur eru uggandi yfir þeim möguleika að stór verksmiðjufjós muni gera út af við hefðbundin fjölskyldubýli á næstu árum. Dótturfélag útgerðarinnar Skinney-Þinganes rekur eitt stærsta kúabú landsins á Flatey á Mýrum en þegar það verður komið til fullra afkasta verða um 240 kýr í fjósinu. Vonir standa til að það muni framleiða tvær milljónir mjólkurlítra á ári. „Þetta er vissulega ákveðið umhugsunar og áhyggjuefni. Þetta er á skjön við það sem við köllum fjölskyldubú enda eru þetta miklar stærðir,“ segir Valdimar Guðjónsson, formaður Félags kúabænda á Suðurlandi. Sterkur orðrómur hefur verið uppi á meðal bænda að uppbygging Skinneyjar-Þinganess á Flatey á Mýrum sé aðeins fyrsti áfangi af þremur og áform séu um að fjölga mjaltaróbótum verulega. Stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess, Gunnar Ásgeirsson, hafnar því þó alfarið í samtali við Fréttablaðið að slík áform séu uppi. Fjósið sé enn ekki komið í full afköst en nú eru um 160 kýr í því. Ekki standi til að stækka enn frekar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er búið að mestu rekið með starfsfólki og vinna á jörðinni, svo sem sláttur, sé keypt þjónusta af verktökum. Valdimar segir að samkvæmt nýjum búvörusamningum sé miðað við að skerða beingreiðslur til bænda eftir stærð búanna. Það muni hjálpa smærri býlum að keppa við stór verksmiðjufjós. Hann segir mjólkurbúskap ekki sérstaklega ábatasaman bransa. „Stórir aðilar hafa áður reynt að koma inn á þennan markað en afkoman hefur ekki þótt þvílík uppgrip að fáir hafa enst. Hvað sem verður núna. Það þurfa að vera fjársterkir aðilar til þess að þetta gangi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Landbúnaður Kúabændur eru uggandi yfir þeim möguleika að stór verksmiðjufjós muni gera út af við hefðbundin fjölskyldubýli á næstu árum. Dótturfélag útgerðarinnar Skinney-Þinganes rekur eitt stærsta kúabú landsins á Flatey á Mýrum en þegar það verður komið til fullra afkasta verða um 240 kýr í fjósinu. Vonir standa til að það muni framleiða tvær milljónir mjólkurlítra á ári. „Þetta er vissulega ákveðið umhugsunar og áhyggjuefni. Þetta er á skjön við það sem við köllum fjölskyldubú enda eru þetta miklar stærðir,“ segir Valdimar Guðjónsson, formaður Félags kúabænda á Suðurlandi. Sterkur orðrómur hefur verið uppi á meðal bænda að uppbygging Skinneyjar-Þinganess á Flatey á Mýrum sé aðeins fyrsti áfangi af þremur og áform séu um að fjölga mjaltaróbótum verulega. Stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess, Gunnar Ásgeirsson, hafnar því þó alfarið í samtali við Fréttablaðið að slík áform séu uppi. Fjósið sé enn ekki komið í full afköst en nú eru um 160 kýr í því. Ekki standi til að stækka enn frekar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er búið að mestu rekið með starfsfólki og vinna á jörðinni, svo sem sláttur, sé keypt þjónusta af verktökum. Valdimar segir að samkvæmt nýjum búvörusamningum sé miðað við að skerða beingreiðslur til bænda eftir stærð búanna. Það muni hjálpa smærri býlum að keppa við stór verksmiðjufjós. Hann segir mjólkurbúskap ekki sérstaklega ábatasaman bransa. „Stórir aðilar hafa áður reynt að koma inn á þennan markað en afkoman hefur ekki þótt þvílík uppgrip að fáir hafa enst. Hvað sem verður núna. Það þurfa að vera fjársterkir aðilar til þess að þetta gangi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira