Birgitta þakkar lögreglunni fyrir að upplýsa hvarf föður hennar Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2020 20:44 Birgitta Jónsdóttir, fv. þingmaður, greinir frá því á Facebook að kennsl hafi verið borin á líkamsleifar föður hennar. Myndin er úr safni. Vísir/Stöð 2 Maður sem hvarf fyrir þrjátíu árum og kennsl voru borin á í dag var faðir Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi þingmanns Pírata. Birgitta þakkar lögreglunni á Suðurlandi fyrir að hafa loks skorið úr um afdrif föður hennar í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í kvöld. Lögreglan á Suðurlandi tilkynnti í dag að tekist hefði að bera kennsl á höfuðkúpu manns sem var talinn hafa fallið í Sogið á aðfangadag árið 1987. Hluti höfuðkúpunnar fannst við Ölfusá árið 1994. DNA-sýni úr kúpunni sem var sent til rannsóknar í Svíþjóð leiddi í ljós að hún var úr Jóni Ólafssyni, föður Birgittu. Í Facebook-færslunni skrifar Birgitta að faðir hennar hafi nú loks fundið frið. „Við systkinin erum óendanlega þakklát yfirlögregluþjóni Suðurlands Oddi Árnasyni fyrir að fylgja þessu máli eftir alla leið svo að loks sé hægt að jarðsetja pabba og vera fullviss um afdrif hans,“ skrifar hún. Ekki reyndist hægt að bera kennsl á höfuðkúpuna með tækni þess tíma þegar hún fannst árið 1994. Ákveðið var að reyna aftur í lok mars í fyrra og var þá tekið sýni úr höfuðkúpunni til aldursgreiningar. Niðurstaðan barst í haust um að beinin væru að öllum líkindum frá árunum um og eftir 1970. Þá var sýnið sent til DNA-rannsóknar í Svíþjóð og barst niðurstaða úr henni í þessum mánuði. Í tilkynningu lögreglu kom fram að börn Jóns verði afhentar jarðneskar leifar föður þeirra á næstu dögum. Árborg Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. 23. janúar 2020 15:17 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira
Maður sem hvarf fyrir þrjátíu árum og kennsl voru borin á í dag var faðir Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi þingmanns Pírata. Birgitta þakkar lögreglunni á Suðurlandi fyrir að hafa loks skorið úr um afdrif föður hennar í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í kvöld. Lögreglan á Suðurlandi tilkynnti í dag að tekist hefði að bera kennsl á höfuðkúpu manns sem var talinn hafa fallið í Sogið á aðfangadag árið 1987. Hluti höfuðkúpunnar fannst við Ölfusá árið 1994. DNA-sýni úr kúpunni sem var sent til rannsóknar í Svíþjóð leiddi í ljós að hún var úr Jóni Ólafssyni, föður Birgittu. Í Facebook-færslunni skrifar Birgitta að faðir hennar hafi nú loks fundið frið. „Við systkinin erum óendanlega þakklát yfirlögregluþjóni Suðurlands Oddi Árnasyni fyrir að fylgja þessu máli eftir alla leið svo að loks sé hægt að jarðsetja pabba og vera fullviss um afdrif hans,“ skrifar hún. Ekki reyndist hægt að bera kennsl á höfuðkúpuna með tækni þess tíma þegar hún fannst árið 1994. Ákveðið var að reyna aftur í lok mars í fyrra og var þá tekið sýni úr höfuðkúpunni til aldursgreiningar. Niðurstaðan barst í haust um að beinin væru að öllum líkindum frá árunum um og eftir 1970. Þá var sýnið sent til DNA-rannsóknar í Svíþjóð og barst niðurstaða úr henni í þessum mánuði. Í tilkynningu lögreglu kom fram að börn Jóns verði afhentar jarðneskar leifar föður þeirra á næstu dögum.
Árborg Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. 23. janúar 2020 15:17 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira
Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. 23. janúar 2020 15:17