Er Suðurland ekki hluti af landsbyggðinni? 8. febrúar 2020 12:30 Eva Björk Harðardóttir, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi gefa ekki mikið fyrir nýja skýrslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um „Eflingu starfsemi stofnana sjávarútvegs og landbúnaðar á landsbyggðinni fram til ársins 2025“, því þar er ekki minnst á Suðurland í einu orði. Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga tók skýrsluna fyrir á fundi um miðjan janúar og varð fyrir vonbrigðum. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um fjölgun starfa á landsbyggðinni fram til ársins 2025 en þar er hvergi talað um fjölgun starfa á Suðurlandi. Á svæðinu eru 15 sveitarfélag og íbúarnir eru um 30 þúsund. Eva Björk Harðardóttir er formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. „Mig grunar að ríkið telji það að Suðurland sé að tikka í einhver box og því sé hægt að setja það svolítið til hliðar en við erum að glíma við sömu vandamál og allt landið. Það eru sömu vandamálin í sjávarútvegi á Suðurlandi eins og annars staðar. Landbúnaðurinn er að glíma við sömu vandamál og ferðaþjónustan er að glíma við mjög mikil vandamál en á sama tíma erum við að horfa á innviðina hjá okkur að sligast. Íslendingunum fjölgar ekki að sama skapi og útlendingum. Við erum svolítið í varnarbaráttu og það er komin þreyta í okkar helstu innviði“, segir Eva. Eva Björk er oddviti Skaftárhrepps, ásamt því að vera formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Einkasafn Eva Björk heldur að sveitarfélögin á Suðurlandi líði fyrir það að vera eins nálægt höfuðborgarsvæðinu og raun ber vitni. „Já, ég er svolítið hrædd um það, við köllum á samtal því það er ekki svo. Suðurlandið er stærra heldur en Hveragerði, Árborg og Ölfus, við erum að tala um fimmtán sveitarfélög og 375 kílómetra loftlínu austur, þannig að þetta er ekki, þarna er verið að bera saman epli og appelsínur“. Eva Björk segir að Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafi skrifað bréf til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og óskað eftir formlegum skýringum á því af hverju Suðurland er hvergi nefnt á nafn í nýju skýrslu ráðuneytisins. Í því sambandi áréttar Eva Björk að landshlutinn sé hluti af landsbyggðinni og þar þurfi nauðsynlega að fjölga opinberum störfum líkt og í öðrum landshlutum. Skaftárhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi gefa ekki mikið fyrir nýja skýrslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um „Eflingu starfsemi stofnana sjávarútvegs og landbúnaðar á landsbyggðinni fram til ársins 2025“, því þar er ekki minnst á Suðurland í einu orði. Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga tók skýrsluna fyrir á fundi um miðjan janúar og varð fyrir vonbrigðum. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um fjölgun starfa á landsbyggðinni fram til ársins 2025 en þar er hvergi talað um fjölgun starfa á Suðurlandi. Á svæðinu eru 15 sveitarfélag og íbúarnir eru um 30 þúsund. Eva Björk Harðardóttir er formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. „Mig grunar að ríkið telji það að Suðurland sé að tikka í einhver box og því sé hægt að setja það svolítið til hliðar en við erum að glíma við sömu vandamál og allt landið. Það eru sömu vandamálin í sjávarútvegi á Suðurlandi eins og annars staðar. Landbúnaðurinn er að glíma við sömu vandamál og ferðaþjónustan er að glíma við mjög mikil vandamál en á sama tíma erum við að horfa á innviðina hjá okkur að sligast. Íslendingunum fjölgar ekki að sama skapi og útlendingum. Við erum svolítið í varnarbaráttu og það er komin þreyta í okkar helstu innviði“, segir Eva. Eva Björk er oddviti Skaftárhrepps, ásamt því að vera formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Einkasafn Eva Björk heldur að sveitarfélögin á Suðurlandi líði fyrir það að vera eins nálægt höfuðborgarsvæðinu og raun ber vitni. „Já, ég er svolítið hrædd um það, við köllum á samtal því það er ekki svo. Suðurlandið er stærra heldur en Hveragerði, Árborg og Ölfus, við erum að tala um fimmtán sveitarfélög og 375 kílómetra loftlínu austur, þannig að þetta er ekki, þarna er verið að bera saman epli og appelsínur“. Eva Björk segir að Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafi skrifað bréf til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og óskað eftir formlegum skýringum á því af hverju Suðurland er hvergi nefnt á nafn í nýju skýrslu ráðuneytisins. Í því sambandi áréttar Eva Björk að landshlutinn sé hluti af landsbyggðinni og þar þurfi nauðsynlega að fjölga opinberum störfum líkt og í öðrum landshlutum.
Skaftárhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma Sjá meira