Fáar breytingar á stjórn Ríkisútvarpsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. apríl 2020 16:31 Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Vísir/vilhelm Alþingi hefur tilnefnt þá níu einstaklinga sem skipa munu þorra stjórnar Ríkisútvarpsins. Auk þeirra voru tilnefndir níu varamenn á þingfundi nú síðdegis. Þau tilnefndu sátu flest þegar í stjórn Ríkisútvarpsins en Jóhanna Hreiðarsdóttir og Björn Gunnar Ólafsson koma þar ný inn, verði tilnefningarnar samþykktar á aðalfundi í apríl. Þau höfðu bæði verið varamenn áður. Kári Jónasson, fyrrverandi stjórnarformaður, og Birna Þórarinsdóttir kveðja stjórnina. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, las upp tilnefningarnar í þingsal rétt fyrir klukkan fjögur. Þær voru framreiddar á tveimur listum, sem Steingrímur flokkaði sem A og B. Tilnefningarnar voru sem fyrr segir samþykktar því ekki voru fleiri einstaklingar tilnefndir en þeir níu sem Alþingi ber að útnefna. Listann yfir þau sem samþykkt voru má lesa hér að neðan. Listi A Aðalmenn: Ragnheiður Ríkharðsdóttir Jón Ólafsson Brynjólfur Stefánsson Elísabet Indra Ragnarsdóttir Jóhanna Hreiðarsdóttir Varamenn: Jón Jónsson Bragi Guðmundsson Sjöfn Þórðardóttir Marta Guðrún Jóhannesdóttir Jónas Skúlason Listi B Aðalmenn: Mörður Árnason Guðlaugur G. Sverrisson Lára Hanna Einarsdóttir Björn Gunnar Ólafsson Varamenn: Margrét Tryggvadóttir Sigríður Valdís Bergvinsdóttir Mörður Áslaugarson Kolfinna Tómasdóttir Auk þeirra tilnefna starfsmannasamtök Ríkisútvarpinu einnig einn mann og annan til vara í stjórnina. Stjórnin kemur sér svo saman um formann og varaformann á fyrsta fundi sínum. Reynt hefur á stjórn Ríkisútvarpsins í hinum ýmsu málum, ekki hvað síst þegar kom að ráðningu útvarpsstjóra. Stjórnin sætti gagnrýni fyrir að birta ekki lista yfir umsækjendur auk þess sem kærunefnd jafnréttismála er með tvær kærur til meðferðar vegna ráðningarinnar. Stjórn Ríkisútvarpsins greindi síðar frá ráðningarferlinu og rökstuðningi fyrir ráðningu Stefáns í starfið. Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Vistaskipti Ríkisútvarpið Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Alþingi hefur tilnefnt þá níu einstaklinga sem skipa munu þorra stjórnar Ríkisútvarpsins. Auk þeirra voru tilnefndir níu varamenn á þingfundi nú síðdegis. Þau tilnefndu sátu flest þegar í stjórn Ríkisútvarpsins en Jóhanna Hreiðarsdóttir og Björn Gunnar Ólafsson koma þar ný inn, verði tilnefningarnar samþykktar á aðalfundi í apríl. Þau höfðu bæði verið varamenn áður. Kári Jónasson, fyrrverandi stjórnarformaður, og Birna Þórarinsdóttir kveðja stjórnina. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, las upp tilnefningarnar í þingsal rétt fyrir klukkan fjögur. Þær voru framreiddar á tveimur listum, sem Steingrímur flokkaði sem A og B. Tilnefningarnar voru sem fyrr segir samþykktar því ekki voru fleiri einstaklingar tilnefndir en þeir níu sem Alþingi ber að útnefna. Listann yfir þau sem samþykkt voru má lesa hér að neðan. Listi A Aðalmenn: Ragnheiður Ríkharðsdóttir Jón Ólafsson Brynjólfur Stefánsson Elísabet Indra Ragnarsdóttir Jóhanna Hreiðarsdóttir Varamenn: Jón Jónsson Bragi Guðmundsson Sjöfn Þórðardóttir Marta Guðrún Jóhannesdóttir Jónas Skúlason Listi B Aðalmenn: Mörður Árnason Guðlaugur G. Sverrisson Lára Hanna Einarsdóttir Björn Gunnar Ólafsson Varamenn: Margrét Tryggvadóttir Sigríður Valdís Bergvinsdóttir Mörður Áslaugarson Kolfinna Tómasdóttir Auk þeirra tilnefna starfsmannasamtök Ríkisútvarpinu einnig einn mann og annan til vara í stjórnina. Stjórnin kemur sér svo saman um formann og varaformann á fyrsta fundi sínum. Reynt hefur á stjórn Ríkisútvarpsins í hinum ýmsu málum, ekki hvað síst þegar kom að ráðningu útvarpsstjóra. Stjórnin sætti gagnrýni fyrir að birta ekki lista yfir umsækjendur auk þess sem kærunefnd jafnréttismála er með tvær kærur til meðferðar vegna ráðningarinnar. Stjórn Ríkisútvarpsins greindi síðar frá ráðningarferlinu og rökstuðningi fyrir ráðningu Stefáns í starfið.
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Vistaskipti Ríkisútvarpið Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira