Ekki tilbúin að hefja mótefnamælingar ennþá Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2020 15:33 Sóttvarnayfirvöld eru ekki tilbúin að hefja mótefnamælingar vegna nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum strax. Beðið er eftir því að besta aðferðin til að mæla mótefni hjá þeim sem hafa smitast verði fundin. Mótefnamæling er talin geta gefið betri mynd af því hversu útbreidd kórónuveiran er á Íslandi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að yfirvöld bíði nú niðurstöðu rannsókna áður en þau hefja slíkar mælingar á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. „Það er verið að reyna að finna bestu aðferðina til að mæla þessi mótefni. Það eru fjöldamörg próf í boði en þau eru misjöfn, mismunandi næm og mismunandi áreiðnaleg. Við viljum vera viss um það að við munum nota bestu prófin þegar við förum að mæla,“ sagði sóttvarnalæknir. Önnur lönd fást nú við sama vandamál og sagði Þórólfur að einhvern tíma gæti tekið að fá botn í málið. Ein af ástæðunum væri sú að sennilega væri ekki sama magn af mótefninu í fólki sem hefði orðið mikið veikt og hjá því sem hefði veikst minna. Ekki væri heldur víst hvort að það myndaði með sér sömu mótefnin. „Við þurfum að tryggja það að við getum verið með próf sem nær bæði til þeirra sem veikjast mikið og til þeirra sem veikjast lítið,“ sagði Þórólfur. Víðtæk skimun sem hefur farið fram á Íslandi geri sóttvarnayfirvöldum kleift að bera saman mótefnapróf hjá þeim sem hafa veikt mikið annars vegar og lítið hins vegar. „Það er ekki fyrr en við fáum niðurstöðu í þetta sem við getum farið af stað,“ sagði Þórólfur. Aðeins tvö ný smit greindust frá sunnudegi til mánudags og hafa nú alls 1.773 greinst með kórónuveiruna á Íslandi. Þórólfur sagði að þó að faraldurinn væri áfram í mikilli niðursveiflu þurfi svo lágar tölur ekki að þýða mikið. Benti hann þannig að óvenjulega fá sýni hafi verið tekin á milli daga, aðeins tæplega 400. Horfa þyrfti á faraldurinn í stærra samhengi og fylgjast áfram með þróun hans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06 Svona var 50. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í dag í Skógarhlíð 14. 20. apríl 2020 13:31 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Sóttvarnayfirvöld eru ekki tilbúin að hefja mótefnamælingar vegna nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum strax. Beðið er eftir því að besta aðferðin til að mæla mótefni hjá þeim sem hafa smitast verði fundin. Mótefnamæling er talin geta gefið betri mynd af því hversu útbreidd kórónuveiran er á Íslandi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að yfirvöld bíði nú niðurstöðu rannsókna áður en þau hefja slíkar mælingar á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. „Það er verið að reyna að finna bestu aðferðina til að mæla þessi mótefni. Það eru fjöldamörg próf í boði en þau eru misjöfn, mismunandi næm og mismunandi áreiðnaleg. Við viljum vera viss um það að við munum nota bestu prófin þegar við förum að mæla,“ sagði sóttvarnalæknir. Önnur lönd fást nú við sama vandamál og sagði Þórólfur að einhvern tíma gæti tekið að fá botn í málið. Ein af ástæðunum væri sú að sennilega væri ekki sama magn af mótefninu í fólki sem hefði orðið mikið veikt og hjá því sem hefði veikst minna. Ekki væri heldur víst hvort að það myndaði með sér sömu mótefnin. „Við þurfum að tryggja það að við getum verið með próf sem nær bæði til þeirra sem veikjast mikið og til þeirra sem veikjast lítið,“ sagði Þórólfur. Víðtæk skimun sem hefur farið fram á Íslandi geri sóttvarnayfirvöldum kleift að bera saman mótefnapróf hjá þeim sem hafa veikt mikið annars vegar og lítið hins vegar. „Það er ekki fyrr en við fáum niðurstöðu í þetta sem við getum farið af stað,“ sagði Þórólfur. Aðeins tvö ný smit greindust frá sunnudegi til mánudags og hafa nú alls 1.773 greinst með kórónuveiruna á Íslandi. Þórólfur sagði að þó að faraldurinn væri áfram í mikilli niðursveiflu þurfi svo lágar tölur ekki að þýða mikið. Benti hann þannig að óvenjulega fá sýni hafi verið tekin á milli daga, aðeins tæplega 400. Horfa þyrfti á faraldurinn í stærra samhengi og fylgjast áfram með þróun hans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06 Svona var 50. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í dag í Skógarhlíð 14. 20. apríl 2020 13:31 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06
Svona var 50. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í dag í Skógarhlíð 14. 20. apríl 2020 13:31