Segja mikilvægt að íslensk yfirvöld láti í sér heyra vegna stöðunnar í Téténíu Anton Egilsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 6. maí 2017 14:07 Samtökin '78 lýsa yfir áhyggjum af stöðunni. vísir/vilhelm Formaður samtakanna 78 segir mikilvægt að yfirvöld á Íslandi láti í sér heyra vegna ofbeldis sem samkynhneigðir menn eru beittir í sjálfsstjórnarlýðræðinu Téténíu. Hún segir að yfir standi útrýmingarherferð gegn mönnunum og að ástandið versni með deginum. Samtökin 78 hafa staðið svokallaða mótmælavakt við rússneska sendiráðið í Reykjavík þar sem ástandinu í Téténíu er mótmælt. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að í Téténíu fari nú fram útrýmingarherferð gegn hommum og tvíkynhneigðum körlum. Þar séu þeir beittir grófu ofbeldi af hálfu yfirvalda. „Það er verið að taka þessa einstaklinga og aðra sem eru grunaðir um að vera hinsegin og hneppa þá í varðhald, pynta þá, svelta þá, beita á þá raflosti og fleira.” Téténía er að nafninu til hluti af Rússlandi en þar stjórnar Ramzan Kadyrov harðri hendi með blessun Vladímír Pútin, forseta Rússlands. Téténsk yfirvöld visa öllum ásökunum um útrýmingu á bug og hefur Kadyrov sagt að þær standist enga skoðun þar sem engir samkynhneigðir menn séu í Téténíu. „Og að það ætti að útrýma þeim ef þeir væru til sem er ekki beinlínis traustvekjandi svar. Á sama tíma hefur breska utanríkisráðuneytið staðfest það að Khadyrov hafi í huga að útrýma þessum samfélagshópi fyrir upphaf Ramadan sem er 26. maí. Allar okkar fregnir frá fólki sem hafa starfað á svæðinu eru á þann veg að það versnar bara og versnar,” segir María. Íslensk stjórnvöld þrýsti á rússnesk yfirvöldSamtökin 78 skora á rússnesk yfirvöld að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar á sviði mannréttinda og tryggja að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og að þeir sem fremja þessa glæpi verða sóttir til saka. „Við óttumst að þetta verði fordæmi fyrir önnur svæði sem gætu litið á þetta sem tækifæri til þess að fara í sams konar hreinsanir í sínum samfélögum. Því er mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld leggi fullan þunga í að þrýsta á rússnesk yfirvöld. Fram til þessa hafa rússnesk stjórnvöld látið sem ekkert sé að ske í Téténíu og hefur Pútín sagt að um sé að ræða sögusagnir. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Formaður samtakanna 78 segir mikilvægt að yfirvöld á Íslandi láti í sér heyra vegna ofbeldis sem samkynhneigðir menn eru beittir í sjálfsstjórnarlýðræðinu Téténíu. Hún segir að yfir standi útrýmingarherferð gegn mönnunum og að ástandið versni með deginum. Samtökin 78 hafa staðið svokallaða mótmælavakt við rússneska sendiráðið í Reykjavík þar sem ástandinu í Téténíu er mótmælt. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að í Téténíu fari nú fram útrýmingarherferð gegn hommum og tvíkynhneigðum körlum. Þar séu þeir beittir grófu ofbeldi af hálfu yfirvalda. „Það er verið að taka þessa einstaklinga og aðra sem eru grunaðir um að vera hinsegin og hneppa þá í varðhald, pynta þá, svelta þá, beita á þá raflosti og fleira.” Téténía er að nafninu til hluti af Rússlandi en þar stjórnar Ramzan Kadyrov harðri hendi með blessun Vladímír Pútin, forseta Rússlands. Téténsk yfirvöld visa öllum ásökunum um útrýmingu á bug og hefur Kadyrov sagt að þær standist enga skoðun þar sem engir samkynhneigðir menn séu í Téténíu. „Og að það ætti að útrýma þeim ef þeir væru til sem er ekki beinlínis traustvekjandi svar. Á sama tíma hefur breska utanríkisráðuneytið staðfest það að Khadyrov hafi í huga að útrýma þessum samfélagshópi fyrir upphaf Ramadan sem er 26. maí. Allar okkar fregnir frá fólki sem hafa starfað á svæðinu eru á þann veg að það versnar bara og versnar,” segir María. Íslensk stjórnvöld þrýsti á rússnesk yfirvöldSamtökin 78 skora á rússnesk yfirvöld að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar á sviði mannréttinda og tryggja að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og að þeir sem fremja þessa glæpi verða sóttir til saka. „Við óttumst að þetta verði fordæmi fyrir önnur svæði sem gætu litið á þetta sem tækifæri til þess að fara í sams konar hreinsanir í sínum samfélögum. Því er mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld leggi fullan þunga í að þrýsta á rússnesk yfirvöld. Fram til þessa hafa rússnesk stjórnvöld látið sem ekkert sé að ske í Téténíu og hefur Pútín sagt að um sé að ræða sögusagnir.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira