Lífið

Kepp­endur í Euro­vision koma fram í tveggja klukku­stunda þætti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daði Freyr og Gagnamagnið munu væntanlega koma fram. 
Daði Freyr og Gagnamagnið munu væntanlega koma fram. 

Aðstandendur Eurovision-keppninnar, sem fram átti að fara í Rotterdam, vinna nú að þætti sem sýndur verður þegar úrslitkvöld keppninnar hefði að óbreyttu farið fram þann 16. maí. Í þættinum, sem fengið hefur heitið Eurovision: Europe Shine A Light, verða lög ársins heiðruð - á „ókeppnislegan hátt“ eins og það er orðað í yfirlýsingu EBU vegna málsins.

Stefnt er að því að þátturinn verði um tveggja klukkustunda langur og munu allir flytjendur, Daði Freyr og Gagnamagnið væntanlega þar með talin, taka þátt í að flytja sígildn Eurovision-smell hver í sínu horni.

Þá verða margvísleg skemmtiatriði og gamlir Eurovision-farar fengnir til að sameina Evrópu í söng. Nánari upplýsingar um útsendinguna verða aðgengilegar á næstu vikum.

Haft er eftir Jon Ola Sand, fráfarandi framkvæmdastjóra keppninnar, að hann voni að sem flestir meðlimir EBU sjónvarpi þættinum þann 16. maí. Þannig megi stuðla að aukinni samheldni í Evrópu, sem er jú aðalsmerki Eurovision.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.