Grunur um að fyrirtæki misnoti ríkisaðstoð vegna faraldursins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. mars 2020 18:23 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Stéttarfélaginu Eflingu hafa borist ábendingar um að starfsfólk fyrirtækja sem sett hefur verið á hlutabætur vegna skerts starfshlutfalls sé enn látið vinna fullt starf. Þannig færi fyrirtækin launakostnað yfir á ríkið en þiggi þó vinnu starfsmanna sinna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. ASÍ mun óska eftir ábendingum um svik af þessu tagi. Í tilkynningu Eflingar er háttsemi sem þessi kölluð „gróf misnotkun á almannafé“ og hún sögð ganga þvert á markmið hlutabótaleiðréttingar. Bæturnar séu aðgerð yfirvalda vegna yfirstandandi faraldurs kórónuveiru. Fyrirtæki, sem orðið hafi að draga saman segl sín vegna faraldursins, geti með bótunum haldið ráðningarsambandi við fólk sem ekki hefur verkefni. Aðgerðin sé þannig ekki hugsuð sem niðurgreiðsla á launakostnaði við starfsmenn sem geti unnið, og færi þannig fyrirtækinu arð. „Sumir atvinnurekendur ætla greinilega að notfæra sér þann harmleik sem þessi faraldur er til að ríkisvæða kostnaðinn en halda tekjunum. Þetta er geysilega ósvífið gagnvart atvinnuleysistryggingasjóði, og kaldranaleg eigingirni á hættutímum,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í tilkynningunni. Þá segir Sólveig einnig að spjótum hafi oft verið beint að fátæku fólki sem sakað sé um að svindla á bótakerfum. Nú séu hins vegar dæmi um það að vellauðug fyrirtæki, sem greitt hafi sér milljarða króna í arð, séu að nýta sér neyðarúrræði ríkisins. Það sé eitthvað sem stjórnvöld verði að koma í veg fyrir. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Vilhelm Forseti ASÍ vonar að um misskilning sé að ræða Í samtali við Vísi segir Sólveig að málið sé litið afar alvarlegum augum innan Eflingar. Félagið sé ekki það eina sem hefur fengið verður af þessu framferði fyrirtækjaeigenda og segir hún að um sé að ræða töluverðan fjölda tilkynninga. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir í samtali við fréttastofu að ASÍ muni fyrst um sinn kalla eftir því að fólk láti vita af háttsemi eins og þeirri sem lýst er í tilkynningu Eflingar. Hún segist vona að um misskilning sé að ræða, og vonast til að hægt verði að uppræta hann. „Í lögunum kemur mjög skýrt fram, að þá sem eru í 25 prósent starfshlutfalli er ekki hægt að krefja um meiri vinnu. Við höfum fengið nokkrar ábendingar í dag um að það sé einmitt raunin. Við munum óska eftir að ábendingum verði komið til okkar hratt og örugglega þannig að stéttarfélögin geti brugðist við því.“ Tuttugu þúsund sótt um skert starfshlutfall Um 20 þúsund manns hafa sótt um bætur vegna skerts starfshlutfalls sökum heimsfaraldursins. Yfir 50 prósent þeirra eru í 25 prósent starfi. Umsóknir um skert starfshlutfall eru enn að berast Vinnumálastofnun í stórum stíl, flestar frá fólki innan ferðaþjónustunnar. Þetta hefur RÚV eftir Unni Sverrisdóttur, forstjóra stofnunarinnar. Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Stéttarfélaginu Eflingu hafa borist ábendingar um að starfsfólk fyrirtækja sem sett hefur verið á hlutabætur vegna skerts starfshlutfalls sé enn látið vinna fullt starf. Þannig færi fyrirtækin launakostnað yfir á ríkið en þiggi þó vinnu starfsmanna sinna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. ASÍ mun óska eftir ábendingum um svik af þessu tagi. Í tilkynningu Eflingar er háttsemi sem þessi kölluð „gróf misnotkun á almannafé“ og hún sögð ganga þvert á markmið hlutabótaleiðréttingar. Bæturnar séu aðgerð yfirvalda vegna yfirstandandi faraldurs kórónuveiru. Fyrirtæki, sem orðið hafi að draga saman segl sín vegna faraldursins, geti með bótunum haldið ráðningarsambandi við fólk sem ekki hefur verkefni. Aðgerðin sé þannig ekki hugsuð sem niðurgreiðsla á launakostnaði við starfsmenn sem geti unnið, og færi þannig fyrirtækinu arð. „Sumir atvinnurekendur ætla greinilega að notfæra sér þann harmleik sem þessi faraldur er til að ríkisvæða kostnaðinn en halda tekjunum. Þetta er geysilega ósvífið gagnvart atvinnuleysistryggingasjóði, og kaldranaleg eigingirni á hættutímum,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í tilkynningunni. Þá segir Sólveig einnig að spjótum hafi oft verið beint að fátæku fólki sem sakað sé um að svindla á bótakerfum. Nú séu hins vegar dæmi um það að vellauðug fyrirtæki, sem greitt hafi sér milljarða króna í arð, séu að nýta sér neyðarúrræði ríkisins. Það sé eitthvað sem stjórnvöld verði að koma í veg fyrir. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Vilhelm Forseti ASÍ vonar að um misskilning sé að ræða Í samtali við Vísi segir Sólveig að málið sé litið afar alvarlegum augum innan Eflingar. Félagið sé ekki það eina sem hefur fengið verður af þessu framferði fyrirtækjaeigenda og segir hún að um sé að ræða töluverðan fjölda tilkynninga. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir í samtali við fréttastofu að ASÍ muni fyrst um sinn kalla eftir því að fólk láti vita af háttsemi eins og þeirri sem lýst er í tilkynningu Eflingar. Hún segist vona að um misskilning sé að ræða, og vonast til að hægt verði að uppræta hann. „Í lögunum kemur mjög skýrt fram, að þá sem eru í 25 prósent starfshlutfalli er ekki hægt að krefja um meiri vinnu. Við höfum fengið nokkrar ábendingar í dag um að það sé einmitt raunin. Við munum óska eftir að ábendingum verði komið til okkar hratt og örugglega þannig að stéttarfélögin geti brugðist við því.“ Tuttugu þúsund sótt um skert starfshlutfall Um 20 þúsund manns hafa sótt um bætur vegna skerts starfshlutfalls sökum heimsfaraldursins. Yfir 50 prósent þeirra eru í 25 prósent starfi. Umsóknir um skert starfshlutfall eru enn að berast Vinnumálastofnun í stórum stíl, flestar frá fólki innan ferðaþjónustunnar. Þetta hefur RÚV eftir Unni Sverrisdóttur, forstjóra stofnunarinnar.
Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira