Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Heimir Már Pétursson skrifar 30. mars 2020 12:07 Fimm frumvörp koma til annararr og þriðju umræðu á Alþingi í dag og þingsályktun til annarar umræðu og lokaafgreiðslu. Vísir/vilhelm Stefnt er að því að afgreiða sex stjórnarfrumvörp um auknar aðgerðir vegna áhrifa kórónuveirunnar á efnahagslífið frá Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan skorar á stjórnarmeirihlutann að styðja tillögur hennar um rúmlega tvöföldun á framlögum til fjárfestinga á þessu ári. Alþingi kom saman til fundar klukkan tíu í morgun til að ræða sex stjórnarfrumvörp að lokinni nefndarvinnu. Þar munar mest um bandorminn svo kallaða þar sem kveðið er á um breytingar á ýmsum lögum til stuðnings við fyrirtæki og heimili, sérstakt tímabundið fjárfestingarátak á þessu ári og frumvarp til fjáraukalaga þessa árs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir sameiginlegar tillögur stjórnarandstöðuflokkanna allar til úrbóta og skorar á stjórnarflokkana að styðja þær.vísir/vilhelm Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um fjárfestingarátak var gert ráð fyrir 15 milljörðum en meirihluti nefndarinnar hækkar framlögin í 20 milljarða. Stjórnarandstaðan stendur hins vegar saman að tillögum sem myndu auka framlögin um 30 milljarða að sögn forsætisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræddi tillögurnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Er hæstvirtur forsætisráðherra tilbúin til að leyfa sínu þingliði, þingliði meirihlutans, að styðja þessar breytingartillögur séu þær mönnum að skapi. Mun hæstvirtur forsætisráðherra að minnsta kosti gefa sínum þingflokki leyfi til að styðja við þessar breytingartillögur sem horfa mjög til úrbóta," sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra sagði þingmenn nú sem áður aðeins bundna af samvisku sinni í atkvæðagreiðslum um mál og þakkaði stjórnarandstöðunni þá samstöðu sem hún hefði sýnt í nefndum þingsins við afgreiðslu mála. Hlustað hafi verið eftir tillögum hennar þar engu síður en meirihlutans. „Og um það vil ég segj að við erum núna stödd í lok marsmánaðar 2020 og ég hef lagt á það áherslu að það sem við erum að leggja í fjárfestingar núna geti nýst á þessu ári," sagði Katrín. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata sögðu tillögur stjórnarandstöðunnar einnig miða við þetta. Halldóra sagði aðgerðir stjórnvalda flestar bundnar við steynsteypu og saknaði framlaga til græna hagkerfisins og atvinnusköpunar fyrir konur. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði að gera þyrfti meira heldur en minna núna strax. Forsætisráðherra þakkar stjórnarandstöðunni þá samstöðu sem hún hafi sýnt við afgreiðslu mála í nefndum. Hlustað sé eftir sjónarmiðum hennar eins og annarra og boðar fleiri aðgerðir.Vísir/Frikki „Þess vegna brýni ég hæstvirtan forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar til þess að taka í þá útréttu hönd sem er hér frá minnihlutanum. Það er ríkur vilji hér í þessum sal að gera það sem gera þar," sagði Þorsteinn. „Við erum mjög meðvituð um að það munað öllum líkindum þurfa að framlengja hlutabótaleiðina. Við þurfum að sjálfsögðu líka að meta hvernig hún hefur reynst. Við erum meðvituð umað þetta er einn áfangi í dag og það mun meira koma til og það skiptir máli hvað hver og einn hefur verið að segja í þessum sal," sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Sjá meira
Stefnt er að því að afgreiða sex stjórnarfrumvörp um auknar aðgerðir vegna áhrifa kórónuveirunnar á efnahagslífið frá Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan skorar á stjórnarmeirihlutann að styðja tillögur hennar um rúmlega tvöföldun á framlögum til fjárfestinga á þessu ári. Alþingi kom saman til fundar klukkan tíu í morgun til að ræða sex stjórnarfrumvörp að lokinni nefndarvinnu. Þar munar mest um bandorminn svo kallaða þar sem kveðið er á um breytingar á ýmsum lögum til stuðnings við fyrirtæki og heimili, sérstakt tímabundið fjárfestingarátak á þessu ári og frumvarp til fjáraukalaga þessa árs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir sameiginlegar tillögur stjórnarandstöðuflokkanna allar til úrbóta og skorar á stjórnarflokkana að styðja þær.vísir/vilhelm Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um fjárfestingarátak var gert ráð fyrir 15 milljörðum en meirihluti nefndarinnar hækkar framlögin í 20 milljarða. Stjórnarandstaðan stendur hins vegar saman að tillögum sem myndu auka framlögin um 30 milljarða að sögn forsætisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræddi tillögurnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Er hæstvirtur forsætisráðherra tilbúin til að leyfa sínu þingliði, þingliði meirihlutans, að styðja þessar breytingartillögur séu þær mönnum að skapi. Mun hæstvirtur forsætisráðherra að minnsta kosti gefa sínum þingflokki leyfi til að styðja við þessar breytingartillögur sem horfa mjög til úrbóta," sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra sagði þingmenn nú sem áður aðeins bundna af samvisku sinni í atkvæðagreiðslum um mál og þakkaði stjórnarandstöðunni þá samstöðu sem hún hefði sýnt í nefndum þingsins við afgreiðslu mála. Hlustað hafi verið eftir tillögum hennar þar engu síður en meirihlutans. „Og um það vil ég segj að við erum núna stödd í lok marsmánaðar 2020 og ég hef lagt á það áherslu að það sem við erum að leggja í fjárfestingar núna geti nýst á þessu ári," sagði Katrín. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata sögðu tillögur stjórnarandstöðunnar einnig miða við þetta. Halldóra sagði aðgerðir stjórnvalda flestar bundnar við steynsteypu og saknaði framlaga til græna hagkerfisins og atvinnusköpunar fyrir konur. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði að gera þyrfti meira heldur en minna núna strax. Forsætisráðherra þakkar stjórnarandstöðunni þá samstöðu sem hún hafi sýnt við afgreiðslu mála í nefndum. Hlustað sé eftir sjónarmiðum hennar eins og annarra og boðar fleiri aðgerðir.Vísir/Frikki „Þess vegna brýni ég hæstvirtan forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar til þess að taka í þá útréttu hönd sem er hér frá minnihlutanum. Það er ríkur vilji hér í þessum sal að gera það sem gera þar," sagði Þorsteinn. „Við erum mjög meðvituð um að það munað öllum líkindum þurfa að framlengja hlutabótaleiðina. Við þurfum að sjálfsögðu líka að meta hvernig hún hefur reynst. Við erum meðvituð umað þetta er einn áfangi í dag og það mun meira koma til og það skiptir máli hvað hver og einn hefur verið að segja í þessum sal," sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Sjá meira