Kórónuveirusmit á sængurlegudeild Nadine Guðrún Yaghi og Andri Eysteinsson skrifa 29. mars 2020 12:00 Faðirinn hafði verið á sængurlegudeild og vökudeild Landspítalans. vísir/vilhelm Kórónuveirusmit kom upp á sængurlegudeild Landspítalans í gærkvöldi. Nýbakaður faðir, sem reyndist smitaður, hafði verið á spítalanum með móður og barni í fimm daga - meðal annars verið á vökudeild. Yfirljósmóðir segir að reglur hafi nú verið hertar. Barn fólksins fæddist síðasta þriðjudag. Fjölskyldan var send á sængurlegudeildina en þar dvelja börn og foreldrar sem geta ekki farið strax heim eftir fæðingu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði fólkið verið nokkuð mikið á vökudeild síðustu daga. Í gærmorgun fékk maðurinn einkenni COVID-19 sjúkdómsins og var prófaður fyrir veirunni. Í gærkvöldi var smit svo staðfest. Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir, staðfestir að smit hafi komið upp á sængurkvennadeildinni. „Þegar grunur kemur upp um smit og við getum staðfest smit erum við í samstarfi við farsóttarnefnd Landspítala og það er farið í að rekja ferðir þeirra. Það eru allir skoðaðir sem viðkomandi hefur hitt og sett í sóttkví sá hópur sem viðkomandi hefur verið í námunda við,“ segir Ingibjörg. „Þetta getur verið alveg töluvert stór hópur. Starfsemin er mjög viðkvæm, hún er mjög sérhæfð eins og öll önnur starfsemi á spítalanum og við getum auðveldlega misst niður alla starfsemi ef að smit breiðist víða út“ Ingibjörg segir að þetta sé mikið áhyggjuefni. „Þetta er langur tími og við þurfum nú að fara vel yfir hverjir hafa verið að hitta viðkomandi. Auðvitað er þetta virkilega mikið áhyggjuefni en við verðum bara að taka einn dag í einu.“ Sem fyrr segir hafði maðurinn verið á spítalanum í fimm daga. Ingibjörg segir að nú þegar hafi verið búið að gera miklar ráðstafanir. Nú hafi reglur verið hertar. „Ég get staðfest að sú erfiða ákvörðun var tekin af stjórnendum fæðingarþjónustunnar að makar geta ekki móður og nýbura á meðgöngu- og sængurlegudeildina eftir fæðingu. Þetta er ekki auðveld ákvörðun en hún er talin nauðsynleg til að sporna við útbreiðslu af COVID-19,“ segir Ingibjörg. Reglurnar séu í stöðugri endurskoðun. „Eftir því sem á gengur faraldurinn verðum við að endurskoða hvernig staðan er hjá okkur með tilliti til þess að vernda þennan viðkvæma hóp sem er móðir og barn. Makar fá að vera til staðar við fæðingu eins og staðan er í dag, ef þeir eru ekki með smit eða grun um smit en það er endurmetið dag frá degi. Það gæti breyst, þess vegna á morgun,“ sagði Ingibjörg Hreiðarsdóttir yfirljósmóðir í hádegisfréttum Bylgjunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Kórónuveirusmit kom upp á sængurlegudeild Landspítalans í gærkvöldi. Nýbakaður faðir, sem reyndist smitaður, hafði verið á spítalanum með móður og barni í fimm daga - meðal annars verið á vökudeild. Yfirljósmóðir segir að reglur hafi nú verið hertar. Barn fólksins fæddist síðasta þriðjudag. Fjölskyldan var send á sængurlegudeildina en þar dvelja börn og foreldrar sem geta ekki farið strax heim eftir fæðingu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði fólkið verið nokkuð mikið á vökudeild síðustu daga. Í gærmorgun fékk maðurinn einkenni COVID-19 sjúkdómsins og var prófaður fyrir veirunni. Í gærkvöldi var smit svo staðfest. Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir, staðfestir að smit hafi komið upp á sængurkvennadeildinni. „Þegar grunur kemur upp um smit og við getum staðfest smit erum við í samstarfi við farsóttarnefnd Landspítala og það er farið í að rekja ferðir þeirra. Það eru allir skoðaðir sem viðkomandi hefur hitt og sett í sóttkví sá hópur sem viðkomandi hefur verið í námunda við,“ segir Ingibjörg. „Þetta getur verið alveg töluvert stór hópur. Starfsemin er mjög viðkvæm, hún er mjög sérhæfð eins og öll önnur starfsemi á spítalanum og við getum auðveldlega misst niður alla starfsemi ef að smit breiðist víða út“ Ingibjörg segir að þetta sé mikið áhyggjuefni. „Þetta er langur tími og við þurfum nú að fara vel yfir hverjir hafa verið að hitta viðkomandi. Auðvitað er þetta virkilega mikið áhyggjuefni en við verðum bara að taka einn dag í einu.“ Sem fyrr segir hafði maðurinn verið á spítalanum í fimm daga. Ingibjörg segir að nú þegar hafi verið búið að gera miklar ráðstafanir. Nú hafi reglur verið hertar. „Ég get staðfest að sú erfiða ákvörðun var tekin af stjórnendum fæðingarþjónustunnar að makar geta ekki móður og nýbura á meðgöngu- og sængurlegudeildina eftir fæðingu. Þetta er ekki auðveld ákvörðun en hún er talin nauðsynleg til að sporna við útbreiðslu af COVID-19,“ segir Ingibjörg. Reglurnar séu í stöðugri endurskoðun. „Eftir því sem á gengur faraldurinn verðum við að endurskoða hvernig staðan er hjá okkur með tilliti til þess að vernda þennan viðkvæma hóp sem er móðir og barn. Makar fá að vera til staðar við fæðingu eins og staðan er í dag, ef þeir eru ekki með smit eða grun um smit en það er endurmetið dag frá degi. Það gæti breyst, þess vegna á morgun,“ sagði Ingibjörg Hreiðarsdóttir yfirljósmóðir í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira