Formaðurinn býðst til að stíga til hliðar og vonar að Valgerður snúi aftur Sylvía Hall skrifar 28. mars 2020 17:20 Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir stöðuna hættulega og vonar að stjórnvöld bregðist við. Vísir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir snúi aftur. Valgerður sagði upp á fimmtudag eftir að átta starfsmönnum var sagt upp án samráðs við hana eða aðra yfirmenn. Í yfirlýsingu frá Arnþóri segir hann ástæðu uppsagnanna vera aukinn rekstrarkostnað og yfirvofandi erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins sem veldur COVID-19 og aðgerðir sem honum fylgja. Með tilkomu hans hverfi stór hluti sjálfsaflafé SÁÁ og reksturinn verði þar með of dýr. „Um leið og þessi staða varð ljós var forstjóri Vogs upplýstur um að grípa þyrfti til aðgerða. Forstjórinn hafði í framhaldi samband við heilbrigðisráðherra og óskaði eftir fjárstuðningi en hafði því miður ekki erindi sem erfiði,“ segir í yfirlýsingunni þar sem stjórnvöld eru gagnrýnd harðlega. „Fyrirfram hefði mátt búast við því að stjórnvöldum rynni blóðið til skyldunnar í þessari ógnvænlegu stöðu og rétti SÁÁ hjálparhönd. Á uppreiknuðu verðlagi, allt frá árinu 1996, hafa SÁÁ samtökin greitt meira en 4 milljarða króna til heilbrigðisþjónustu meðferðarsviðs SÁÁ og skapað með því verðmæti og lífsgæði sem íslenskt samfélag nýtur góðs af í dag.“ Í gær sögðu þrír stjórnarmenn sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ eftir uppsögn Valgerðar. Uppsögnin var harðlega gagnrýnd, bæði af fyrrum skjólstæðingum sem og fjölmörgum innan læknasamfélagsins. Arnþór atburðarásina hraða og stöðuna hættulega. Því hafi þurft að taka erfiðar ákvarðanir til þess að bregðast við rekstrarerfiðleikum. Hann viðurkennir mikinn óróleika innan samtakanna en bætir þó við að enginn einstaklingur sé mikilvægari en SÁÁ. „Mikill óróleiki er innan samtakanna og ég hef því ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að forstjórinn dragi uppsögn sína til baka og finni betri lausn á rekstrarvanda samtakanna.“ Heilbrigðismál Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04 Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03 Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 12:49 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir snúi aftur. Valgerður sagði upp á fimmtudag eftir að átta starfsmönnum var sagt upp án samráðs við hana eða aðra yfirmenn. Í yfirlýsingu frá Arnþóri segir hann ástæðu uppsagnanna vera aukinn rekstrarkostnað og yfirvofandi erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins sem veldur COVID-19 og aðgerðir sem honum fylgja. Með tilkomu hans hverfi stór hluti sjálfsaflafé SÁÁ og reksturinn verði þar með of dýr. „Um leið og þessi staða varð ljós var forstjóri Vogs upplýstur um að grípa þyrfti til aðgerða. Forstjórinn hafði í framhaldi samband við heilbrigðisráðherra og óskaði eftir fjárstuðningi en hafði því miður ekki erindi sem erfiði,“ segir í yfirlýsingunni þar sem stjórnvöld eru gagnrýnd harðlega. „Fyrirfram hefði mátt búast við því að stjórnvöldum rynni blóðið til skyldunnar í þessari ógnvænlegu stöðu og rétti SÁÁ hjálparhönd. Á uppreiknuðu verðlagi, allt frá árinu 1996, hafa SÁÁ samtökin greitt meira en 4 milljarða króna til heilbrigðisþjónustu meðferðarsviðs SÁÁ og skapað með því verðmæti og lífsgæði sem íslenskt samfélag nýtur góðs af í dag.“ Í gær sögðu þrír stjórnarmenn sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ eftir uppsögn Valgerðar. Uppsögnin var harðlega gagnrýnd, bæði af fyrrum skjólstæðingum sem og fjölmörgum innan læknasamfélagsins. Arnþór atburðarásina hraða og stöðuna hættulega. Því hafi þurft að taka erfiðar ákvarðanir til þess að bregðast við rekstrarerfiðleikum. Hann viðurkennir mikinn óróleika innan samtakanna en bætir þó við að enginn einstaklingur sé mikilvægari en SÁÁ. „Mikill óróleiki er innan samtakanna og ég hef því ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að forstjórinn dragi uppsögn sína til baka og finni betri lausn á rekstrarvanda samtakanna.“
Heilbrigðismál Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04 Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03 Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 12:49 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04
Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03
Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 12:49