Innlent

Rýmdu fjölbýlishús þegar eldur kom upp

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Frá vettvangi í nótt.
Frá vettvangi í nótt. Aðsend

Eldur kom upp í bíl sem stóð inni á verkstæði sem jafnframt er íbúðarhús í Reykjanesbæ í nótt. Slökkviliðsmenn fengu tilkynningu um eldinn skömmu eftir klukkan þrjú í nótt og héldu þegar á vettvang.

Ásgeir Þórisson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir í samtali við fréttastofu að greiðlega hafi gengið að slökkva eldinn.

Samkvæmt upplýsingum var aðkoman ekki góð. Mikil svartur steig frá byggingunni en á verkstæðinu voru tveir bílar, dekk og gaskútar. Eldurinn náði þó ekki að læsa sig í hinn bílinn eða dreifa frekar úr sér. 

Mikill reykur myndaðist sem náði inn á efri hæðir þar sem íbúðir eru og því þurfti að rýma húsið.

Húsið sem er gamalt frystihús hýsir í dag á þriðja tug fólks en húsinu hefur að hluta verið íbúðarhús. Þar búa á þriðja tug manns sem þurftu að yfirgefa íbúðir sínar á meðan slökkvistarf fór fram.

Ekki liggur fyrir hversu miklar skemmdir urðu en málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurnesjum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×