Innlent

Rýmdu fjölbýlishús þegar eldur kom upp

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Frá vettvangi í nótt.
Frá vettvangi í nótt. Aðsend

Eldur kom upp í bíl sem stóð inni á verkstæði sem jafnframt er íbúðarhús í Reykjanesbæ í nótt. Slökkviliðsmenn fengu tilkynningu um eldinn skömmu eftir klukkan þrjú í nótt og héldu þegar á vettvang.

Ásgeir Þórisson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir í samtali við fréttastofu að greiðlega hafi gengið að slökkva eldinn.

Samkvæmt upplýsingum var aðkoman ekki góð. Mikil svartur steig frá byggingunni en á verkstæðinu voru tveir bílar, dekk og gaskútar. Eldurinn náði þó ekki að læsa sig í hinn bílinn eða dreifa frekar úr sér. 

Mikill reykur myndaðist sem náði inn á efri hæðir þar sem íbúðir eru og því þurfti að rýma húsið.

Húsið sem er gamalt frystihús hýsir í dag á þriðja tug fólks en húsinu hefur að hluta verið íbúðarhús. Þar búa á þriðja tug manns sem þurftu að yfirgefa íbúðir sínar á meðan slökkvistarf fór fram.

Ekki liggur fyrir hversu miklar skemmdir urðu en málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurnesjum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.