Innlent

Segja fólk áfram stunda íþróttir í litlum hópum

Samúel Karl Ólason skrifar
Fólk hefur hringt í UMFÍ og sent myndir af æfingahópum.
Fólk hefur hringt í UMFÍ og sent myndir af æfingahópum. Vísir/Getty

Framkvæmdastjóri UMFÍ segir vísbendingar um að íþróttafólk sé að stunda æfingar í litlum hópum, þrátt fyrir samkomubannið. Fella á niður allt íþróttastarf barna og fullorðinna á meðan bannið er í gildi.

„Ég hreinlega undrast að fólk haldi að bannið eigi við um aðra en ekki það sjálft. Við leggjum áherslu við stjórnendur í íþróttahreyfingunni að allt íþróttastarfi eigi að fella niður, bæði barna og fullorðinna, boltaíþróttir, hestaíþróttir, dans og aðrar greinar,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, í fréttatilkynningu.

Hún segir ljóst að sumir telji sig undanþegna banninu.

Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.UMFÍ

„Bæði hefur fólk hringt í okkur í þjónustumiðstöð UMFÍ og sent okkur myndir af æfingahópum. Það er miður enda mikilvægt að við snúum öll bökum saman í baráttunni til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Við verðum að gera þetta saman,“ segir hún.

Í tilkynningunni segir einnig að Íþróttasamband Íslands og Ungmennafélag Íslands hafi sent út sameiginlega tilkynningu fyrir viku síðan til sambandsaðila og íþróttafélaga um að gera eigi hlé á íþrótta- og æskulýðsstarfi vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar.

„Jafnt skuli ganga yfir börn og fullorðna, samkvæmt leiðbeinandi viðmiðum sem heilbrigðisráðuneytið, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneyti, sendu frá sér vegna samkomubanns sem sett var á vegna farsóttar,“ segir í fréttatilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×