Rúmlega 100 manns með COVID-19 með meðalslæm eða versnandi einkenni í dag Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. mars 2020 19:00 Skimun fyrir kórónaveirunni hjá Heilsugæslunni Höfða Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Rúmlega 100 manns með COVID19 sjúkdóminn voru með meðalslæm eða versnandi einkenni í dag. Yfir 600 manns voru einkennalitlir. Sex eru á gjörgæslu og í öndunarvél og eru fjölskyldutengsl á meðal sumra. Staðfest smit vegna veirunnar eru nú orðin 890 hér á landi. Smitum hefur fjölgað um 88 frá því í gær. 97 er batnað. Meira en tíu þúsund manns eru nú í sóttkví eða þrjú prósent þjóðarinnar. Átján liggja inni á Landspítalanum og sex eru á gjörgæslu, fólk á sjötugs- og áttræðisaldri. Öll í öndunarvél. Einn þeirra er eiginmaður konunnar sem lést fyrr í vikunni úr sjúkdómnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast tveir aðrir af þeim sem eru á gjörgæslu fjölskylduböndum. Yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalnum getur ekki tjáð sig um tengsl sjúklinga. Hann segir hinsvegar að reynsla Kínverja sýni að um þrír fjórðu allra sýktra þar hafi smitast af einhverjum nákomnum. Umhverfisþættir á borð við nánd fólks, hreinlæti á heimilum og lífsvenjur hafi áhrif. Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.Vísir/Vilhelm „Til dæmis ef fólk reykir eru auknar líkur á að einhver annar reyki í fjölskyldunni og það gæti þýtt það að öll sú fjölskylda sé næmari því við vitum að reykingafólk glímir verr við öndunarfærasýkingar almennt séð,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum. Þá geti verið að sjúkdómar á borð við áunna sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma og háþrýsing hafi áhrif. „Þessir sjúkdómar hnippast oft saman í fjölskyldum þannig það getur verið ein skýringin af hverju þessi veirusýking virðist leggjast verr á sumar fjölskyldur umfram aðrar. Og síðan er það líka þessi möguleiki að veirurnar geta verið mis skæðar, sumar eru af skæðari stofnum en aðrar,“ segir Már. Landspítali hefur sett á laggirnar göngudeild til að sinnir öllum Covid sjúklingum, bæði símleiðis og á staðnum. „Um sjötíu og sjö prósent eða rúmlega sex hundruð manns leið nokkuð vel í dag. En hins vegar er sívaxandi hópur fólks sem við höfum áhyggjur af sem eru alvarlega veikur, þeir eru tvö prósent í dag og þá höfum við kallað inn og við ætlum að sjá hvort við getum ekki bætt líðan þeirra á einhvern háttׅ,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir á Covid göngudeild. Um 16 manns tilheyra hópnum og voru sumir fluttir með sérútbúnum slökkviliðs og sjúkrabílum á deildina í dag. Þá eru 97 manns skilgreindir með meðalslæm einkenni. „Þeim líður illa en ekki neitt hræðilega, en þar er ákveðinn hópur sem við viljum sérstaklega fylgjast með. Það eru þessir sem eru eldri og þessir sem tilheyra þessum áhættuflokkum: með hjarta og lungnasjúkdóm, háþrýsing og reykingamenn og við köllum alltaf einhverja þeirra inn á hverjum degi,“ segir Ragnar Freyr. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Rúmlega 100 manns með COVID19 sjúkdóminn voru með meðalslæm eða versnandi einkenni í dag. Yfir 600 manns voru einkennalitlir. Sex eru á gjörgæslu og í öndunarvél og eru fjölskyldutengsl á meðal sumra. Staðfest smit vegna veirunnar eru nú orðin 890 hér á landi. Smitum hefur fjölgað um 88 frá því í gær. 97 er batnað. Meira en tíu þúsund manns eru nú í sóttkví eða þrjú prósent þjóðarinnar. Átján liggja inni á Landspítalanum og sex eru á gjörgæslu, fólk á sjötugs- og áttræðisaldri. Öll í öndunarvél. Einn þeirra er eiginmaður konunnar sem lést fyrr í vikunni úr sjúkdómnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast tveir aðrir af þeim sem eru á gjörgæslu fjölskylduböndum. Yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalnum getur ekki tjáð sig um tengsl sjúklinga. Hann segir hinsvegar að reynsla Kínverja sýni að um þrír fjórðu allra sýktra þar hafi smitast af einhverjum nákomnum. Umhverfisþættir á borð við nánd fólks, hreinlæti á heimilum og lífsvenjur hafi áhrif. Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.Vísir/Vilhelm „Til dæmis ef fólk reykir eru auknar líkur á að einhver annar reyki í fjölskyldunni og það gæti þýtt það að öll sú fjölskylda sé næmari því við vitum að reykingafólk glímir verr við öndunarfærasýkingar almennt séð,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum. Þá geti verið að sjúkdómar á borð við áunna sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma og háþrýsing hafi áhrif. „Þessir sjúkdómar hnippast oft saman í fjölskyldum þannig það getur verið ein skýringin af hverju þessi veirusýking virðist leggjast verr á sumar fjölskyldur umfram aðrar. Og síðan er það líka þessi möguleiki að veirurnar geta verið mis skæðar, sumar eru af skæðari stofnum en aðrar,“ segir Már. Landspítali hefur sett á laggirnar göngudeild til að sinnir öllum Covid sjúklingum, bæði símleiðis og á staðnum. „Um sjötíu og sjö prósent eða rúmlega sex hundruð manns leið nokkuð vel í dag. En hins vegar er sívaxandi hópur fólks sem við höfum áhyggjur af sem eru alvarlega veikur, þeir eru tvö prósent í dag og þá höfum við kallað inn og við ætlum að sjá hvort við getum ekki bætt líðan þeirra á einhvern háttׅ,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir á Covid göngudeild. Um 16 manns tilheyra hópnum og voru sumir fluttir með sérútbúnum slökkviliðs og sjúkrabílum á deildina í dag. Þá eru 97 manns skilgreindir með meðalslæm einkenni. „Þeim líður illa en ekki neitt hræðilega, en þar er ákveðinn hópur sem við viljum sérstaklega fylgjast með. Það eru þessir sem eru eldri og þessir sem tilheyra þessum áhættuflokkum: með hjarta og lungnasjúkdóm, háþrýsing og reykingamenn og við köllum alltaf einhverja þeirra inn á hverjum degi,“ segir Ragnar Freyr.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent