Innlent

Mynduðu hjarta fyrir ofan borgina

Andri Eysteinsson skrifar
Hjartað yfir borginni
Hjartað yfir borginni FlightTracker

Flugmenn Boeing 767 vélar Icelandair sem komu til landsins í dag með átján tonn af lækningavörum frá Kína lögðu lykkju á leið sína til Keflavíkur og flugu yfir höfuðborgarsvæðið á sérstakan hátt.

Myndaði ferill vélarinnar þá hjarta yfir borginni og er gjörningurinn ætlaður til stuðnings heilbrigðisstarfsfólki landsins en fyrir miðju hjartanu er að finna Landspítalana við Hringbraut og í Fossvogi.

Eins og áður segir er um að ræða flug frá Kína en er þetta síðasta sendingin af þremur frá Kína. Í ferðunum hafa samtals um fimmtíu tonn af ýmsum búnaði, til dæmis andlitsgrímum og hlífðargöllum, verið flutt til landsins.

Vélin lagði af stað frá Keflavík í gær og var flogið beint til Sjanghæ þar sem hún stoppaði í nokkrar klukkustundir á meðan hún var hlaðin. Tvær ellefu og tólf manna áhafnir tóku sitt hvora leiðina. Vörurnar eru framleiddar í Kína en flutningsmiðlarinn DB Schenker sá um kaupin fyrir íslensk stjórnvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×