Allar bókanir hafa þurrkast út og sumarið lítur illa út Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. apríl 2020 18:34 Ívar Ingimarsson eigandi ferðaþjónustunnar Óseyri á Egilsstöðum segir mikilvægt að stjórnvöld, sveitarfélög og bankakerfið grípi til aðgerða til að styðja ferðaþjónustuna Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis á Egilsstöðum segir að allar bókanir hafi þurrkast út frá mars og út maí. Þá séu afbókanir fyrir sumarið að hrannast upp. Í slíku ástandi séu sjóðir fyrirtækja fljótir að tæmast og hætta á fjöldagjaldþrotum ef ekki komi til aðgerða frá ríki, sveitarfélögum sem og bankakerfinu. Ívar Ingimarsson eigandi ferðaþjónustunnar Óseyri á Egilsstöðum sem rekur meðal annars tvö gistiheimili segir að frá því samkomubann hófst hér á landi hafi ferðamenn horfið og það sjái ekki fyrir endann á því. „Við fórum frá því að vera með ljómandi góða bókunarstöðu miðað við okkar svæði en frá miðjum mars og út maí hafa allar bókanir að þurrkast út og afbókanir hrynja inn fyrir sumarið. Fyrirtækið sem slíkt situr uppi með sinn fasta kostnað og engar tekjur. Við höfum þó nýtt okkur hlutabótaleiðina,“ segir Ívar. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor lýsir svipaðir stöðu hjá sér. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic VisitorVísir/Egill „Þetta er gríðarlegt áfall. Það er ekki gaman fyrir mitt starfsfólk að sinna vonsviknum kúnnum sem komast ekki til landsins og nú er eina vinnan að afbóka ferðir,“ segir Ásberg. Ívar segir að staða síns fyrirtækis hafi verið góð en það geti verið fljótt að breytast. „Engu að síður eru sjóðirnir fljótir að tæmast og ef ekki kemur til einhverra opinberra aðgerða frá ríki, sveitarfélögum og bankakerfinu blasir við að þúsundir fyrirtækja í greininni fara á hausinn,“ segir Ívar. Lokað hjá Vök Baths Ívar er einnig meðal fjárfesta í Vök Baths sem eru heitar náttúrulaugar við Egilsstaði og voru opnaðar á síðasta ári. „Þetta er fjárfesting sem er vel yfir milljarð, það segir sig sjálft að þegar hún stendur tóm þá tekur það í. Það tekur í fyrir hluthafa, starfsmenn og það mun þurfa að grípa til aðgerða og hefur þegar verið gert til að fyrirtækið komist í gegnum þetta ,“ segir Ívar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshérað Tengdar fréttir „Fullkominn aflabrestur“ í ferðaþjónustunni Komið hefur í ljós að hlutabótaleiðin mun ekki duga fyrir ferðaþjónustufyrirtæki þar tekjulausa tímabilið verður að líkum of langt. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. 19. apríl 2020 16:08 „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36 Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis á Egilsstöðum segir að allar bókanir hafi þurrkast út frá mars og út maí. Þá séu afbókanir fyrir sumarið að hrannast upp. Í slíku ástandi séu sjóðir fyrirtækja fljótir að tæmast og hætta á fjöldagjaldþrotum ef ekki komi til aðgerða frá ríki, sveitarfélögum sem og bankakerfinu. Ívar Ingimarsson eigandi ferðaþjónustunnar Óseyri á Egilsstöðum sem rekur meðal annars tvö gistiheimili segir að frá því samkomubann hófst hér á landi hafi ferðamenn horfið og það sjái ekki fyrir endann á því. „Við fórum frá því að vera með ljómandi góða bókunarstöðu miðað við okkar svæði en frá miðjum mars og út maí hafa allar bókanir að þurrkast út og afbókanir hrynja inn fyrir sumarið. Fyrirtækið sem slíkt situr uppi með sinn fasta kostnað og engar tekjur. Við höfum þó nýtt okkur hlutabótaleiðina,“ segir Ívar. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor lýsir svipaðir stöðu hjá sér. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic VisitorVísir/Egill „Þetta er gríðarlegt áfall. Það er ekki gaman fyrir mitt starfsfólk að sinna vonsviknum kúnnum sem komast ekki til landsins og nú er eina vinnan að afbóka ferðir,“ segir Ásberg. Ívar segir að staða síns fyrirtækis hafi verið góð en það geti verið fljótt að breytast. „Engu að síður eru sjóðirnir fljótir að tæmast og ef ekki kemur til einhverra opinberra aðgerða frá ríki, sveitarfélögum og bankakerfinu blasir við að þúsundir fyrirtækja í greininni fara á hausinn,“ segir Ívar. Lokað hjá Vök Baths Ívar er einnig meðal fjárfesta í Vök Baths sem eru heitar náttúrulaugar við Egilsstaði og voru opnaðar á síðasta ári. „Þetta er fjárfesting sem er vel yfir milljarð, það segir sig sjálft að þegar hún stendur tóm þá tekur það í. Það tekur í fyrir hluthafa, starfsmenn og það mun þurfa að grípa til aðgerða og hefur þegar verið gert til að fyrirtækið komist í gegnum þetta ,“ segir Ívar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshérað Tengdar fréttir „Fullkominn aflabrestur“ í ferðaþjónustunni Komið hefur í ljós að hlutabótaleiðin mun ekki duga fyrir ferðaþjónustufyrirtæki þar tekjulausa tímabilið verður að líkum of langt. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. 19. apríl 2020 16:08 „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36 Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Fullkominn aflabrestur“ í ferðaþjónustunni Komið hefur í ljós að hlutabótaleiðin mun ekki duga fyrir ferðaþjónustufyrirtæki þar tekjulausa tímabilið verður að líkum of langt. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. 19. apríl 2020 16:08
„Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36
Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02