Allar bókanir hafa þurrkast út og sumarið lítur illa út Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. apríl 2020 18:34 Ívar Ingimarsson eigandi ferðaþjónustunnar Óseyri á Egilsstöðum segir mikilvægt að stjórnvöld, sveitarfélög og bankakerfið grípi til aðgerða til að styðja ferðaþjónustuna Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis á Egilsstöðum segir að allar bókanir hafi þurrkast út frá mars og út maí. Þá séu afbókanir fyrir sumarið að hrannast upp. Í slíku ástandi séu sjóðir fyrirtækja fljótir að tæmast og hætta á fjöldagjaldþrotum ef ekki komi til aðgerða frá ríki, sveitarfélögum sem og bankakerfinu. Ívar Ingimarsson eigandi ferðaþjónustunnar Óseyri á Egilsstöðum sem rekur meðal annars tvö gistiheimili segir að frá því samkomubann hófst hér á landi hafi ferðamenn horfið og það sjái ekki fyrir endann á því. „Við fórum frá því að vera með ljómandi góða bókunarstöðu miðað við okkar svæði en frá miðjum mars og út maí hafa allar bókanir að þurrkast út og afbókanir hrynja inn fyrir sumarið. Fyrirtækið sem slíkt situr uppi með sinn fasta kostnað og engar tekjur. Við höfum þó nýtt okkur hlutabótaleiðina,“ segir Ívar. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor lýsir svipaðir stöðu hjá sér. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic VisitorVísir/Egill „Þetta er gríðarlegt áfall. Það er ekki gaman fyrir mitt starfsfólk að sinna vonsviknum kúnnum sem komast ekki til landsins og nú er eina vinnan að afbóka ferðir,“ segir Ásberg. Ívar segir að staða síns fyrirtækis hafi verið góð en það geti verið fljótt að breytast. „Engu að síður eru sjóðirnir fljótir að tæmast og ef ekki kemur til einhverra opinberra aðgerða frá ríki, sveitarfélögum og bankakerfinu blasir við að þúsundir fyrirtækja í greininni fara á hausinn,“ segir Ívar. Lokað hjá Vök Baths Ívar er einnig meðal fjárfesta í Vök Baths sem eru heitar náttúrulaugar við Egilsstaði og voru opnaðar á síðasta ári. „Þetta er fjárfesting sem er vel yfir milljarð, það segir sig sjálft að þegar hún stendur tóm þá tekur það í. Það tekur í fyrir hluthafa, starfsmenn og það mun þurfa að grípa til aðgerða og hefur þegar verið gert til að fyrirtækið komist í gegnum þetta ,“ segir Ívar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshérað Tengdar fréttir „Fullkominn aflabrestur“ í ferðaþjónustunni Komið hefur í ljós að hlutabótaleiðin mun ekki duga fyrir ferðaþjónustufyrirtæki þar tekjulausa tímabilið verður að líkum of langt. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. 19. apríl 2020 16:08 „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36 Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis á Egilsstöðum segir að allar bókanir hafi þurrkast út frá mars og út maí. Þá séu afbókanir fyrir sumarið að hrannast upp. Í slíku ástandi séu sjóðir fyrirtækja fljótir að tæmast og hætta á fjöldagjaldþrotum ef ekki komi til aðgerða frá ríki, sveitarfélögum sem og bankakerfinu. Ívar Ingimarsson eigandi ferðaþjónustunnar Óseyri á Egilsstöðum sem rekur meðal annars tvö gistiheimili segir að frá því samkomubann hófst hér á landi hafi ferðamenn horfið og það sjái ekki fyrir endann á því. „Við fórum frá því að vera með ljómandi góða bókunarstöðu miðað við okkar svæði en frá miðjum mars og út maí hafa allar bókanir að þurrkast út og afbókanir hrynja inn fyrir sumarið. Fyrirtækið sem slíkt situr uppi með sinn fasta kostnað og engar tekjur. Við höfum þó nýtt okkur hlutabótaleiðina,“ segir Ívar. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor lýsir svipaðir stöðu hjá sér. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic VisitorVísir/Egill „Þetta er gríðarlegt áfall. Það er ekki gaman fyrir mitt starfsfólk að sinna vonsviknum kúnnum sem komast ekki til landsins og nú er eina vinnan að afbóka ferðir,“ segir Ásberg. Ívar segir að staða síns fyrirtækis hafi verið góð en það geti verið fljótt að breytast. „Engu að síður eru sjóðirnir fljótir að tæmast og ef ekki kemur til einhverra opinberra aðgerða frá ríki, sveitarfélögum og bankakerfinu blasir við að þúsundir fyrirtækja í greininni fara á hausinn,“ segir Ívar. Lokað hjá Vök Baths Ívar er einnig meðal fjárfesta í Vök Baths sem eru heitar náttúrulaugar við Egilsstaði og voru opnaðar á síðasta ári. „Þetta er fjárfesting sem er vel yfir milljarð, það segir sig sjálft að þegar hún stendur tóm þá tekur það í. Það tekur í fyrir hluthafa, starfsmenn og það mun þurfa að grípa til aðgerða og hefur þegar verið gert til að fyrirtækið komist í gegnum þetta ,“ segir Ívar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshérað Tengdar fréttir „Fullkominn aflabrestur“ í ferðaþjónustunni Komið hefur í ljós að hlutabótaleiðin mun ekki duga fyrir ferðaþjónustufyrirtæki þar tekjulausa tímabilið verður að líkum of langt. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. 19. apríl 2020 16:08 „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36 Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
„Fullkominn aflabrestur“ í ferðaþjónustunni Komið hefur í ljós að hlutabótaleiðin mun ekki duga fyrir ferðaþjónustufyrirtæki þar tekjulausa tímabilið verður að líkum of langt. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. 19. apríl 2020 16:08
„Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36
Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02