Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. apríl 2020 13:02 713 starfsmönnum félaga í ferðaþjónustu og félögum tengdri ferðaþjónustu var sagt upp í mars. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Samkvæmt nýrri skýrslu eru miklar líkur á að áhrif kórónuveirufaldursins vari í um eitt til tvö ár. Rekstur fjölmargra ferðaþjónustufyrirtækja er á leiðinni í gjörgæslu þar sem greinin er nánast tekjulaus. Ríflega 23 þúsund launþegar voru skráðir í greininni í janúar 2020. 713 starfsmönnum félaga í ferðaþjónustu og félögum tengdri ferðaþjónustu var sagt upp í mars. Þá hafa um 11 þúsund starfsmenn skráð sig í hlutastarf samkvæmt fyrstu tölum Vinnumálastofnunar. Þetta er meðal þess sem kemur fram skýrslunni Áhrif COVID-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja sem ráðgjafarsvið KPMG hefur unnið með Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála. Áætlað er að gjaldeyristekjur á þessu ári lækki um 275 til 330 milljarða króna en gert er ráð fyrir að rekstrarvanda í greininni næstu tólf til 24 mánuði. Þá kemur fram að skuldsetning ferðaþjónustunnar hafi aukist mikið þrátt fyrir lítinn tekjuvöxt á undanförnum árum. Flestar greinar ferðaþjónustunnar séu um eða yfir sínu skuldaþoli. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Fjölmörg fyrirtæki í þrot Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir skýrsluna lýsa ástandinu í greininni vel. „Það liggur alveg á borðinu að ef að þróuninn verður eins og hún hefur verið verður nánast ekkert starfsfólk í greininni á næstu mánuðum.“ Bjarnheiður segir að ef ekki komi til aðgerða fari fjölmörg fyrirtæki í þrot á næstu vikum og mánuðum. „Ég myndi segja að 80-90% fyrirtækja í greininni séu í raunverulegri hættu, að það þurfi einfaldlega að fara í sérstakar aðgerðir fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Þau eru mjög sérstakri stöðu. Ferðaþjónustan er eina atvinnugreinin sem er að glíma við svona mikið fall í tekjum, eins og við erum að horfa á núna. Og það yrði mjög alvarlegt mál þegar upp væri staðið ef það yrðu engin ferðaþjónustufyrirtæki eftir til að fara í viðspyrnuna.“ Hún segir að svo þetta gerist ekki þurfi að koma lífvænlegum fyrirtækjum í var. „Þau geti bara lokað og beðið þar til viðskipti fari í gang á nýjan leik,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Samkvæmt nýrri skýrslu eru miklar líkur á að áhrif kórónuveirufaldursins vari í um eitt til tvö ár. Rekstur fjölmargra ferðaþjónustufyrirtækja er á leiðinni í gjörgæslu þar sem greinin er nánast tekjulaus. Ríflega 23 þúsund launþegar voru skráðir í greininni í janúar 2020. 713 starfsmönnum félaga í ferðaþjónustu og félögum tengdri ferðaþjónustu var sagt upp í mars. Þá hafa um 11 þúsund starfsmenn skráð sig í hlutastarf samkvæmt fyrstu tölum Vinnumálastofnunar. Þetta er meðal þess sem kemur fram skýrslunni Áhrif COVID-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja sem ráðgjafarsvið KPMG hefur unnið með Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála. Áætlað er að gjaldeyristekjur á þessu ári lækki um 275 til 330 milljarða króna en gert er ráð fyrir að rekstrarvanda í greininni næstu tólf til 24 mánuði. Þá kemur fram að skuldsetning ferðaþjónustunnar hafi aukist mikið þrátt fyrir lítinn tekjuvöxt á undanförnum árum. Flestar greinar ferðaþjónustunnar séu um eða yfir sínu skuldaþoli. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Fjölmörg fyrirtæki í þrot Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir skýrsluna lýsa ástandinu í greininni vel. „Það liggur alveg á borðinu að ef að þróuninn verður eins og hún hefur verið verður nánast ekkert starfsfólk í greininni á næstu mánuðum.“ Bjarnheiður segir að ef ekki komi til aðgerða fari fjölmörg fyrirtæki í þrot á næstu vikum og mánuðum. „Ég myndi segja að 80-90% fyrirtækja í greininni séu í raunverulegri hættu, að það þurfi einfaldlega að fara í sérstakar aðgerðir fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Þau eru mjög sérstakri stöðu. Ferðaþjónustan er eina atvinnugreinin sem er að glíma við svona mikið fall í tekjum, eins og við erum að horfa á núna. Og það yrði mjög alvarlegt mál þegar upp væri staðið ef það yrðu engin ferðaþjónustufyrirtæki eftir til að fara í viðspyrnuna.“ Hún segir að svo þetta gerist ekki þurfi að koma lífvænlegum fyrirtækjum í var. „Þau geti bara lokað og beðið þar til viðskipti fari í gang á nýjan leik,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira