Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar

Flestir af þeim sautján sem liggja inni á Landspítalanum vegna Covid 19 eru með undirliggjandi sjúkdóm, offitu eða er reykingafólk. Þrír eru á gjörgæslu í öndunarvél og segir yfirlæknir meðferðina ganga betur en við var búist. Gríðarlega erfitt sé fyrir ættingja að mega ekki heimsækja fólkið sitt. Rætt verður við Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdóma á Landspítala, í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.

Í fréttatímanum verður einnig farið yfir aðgerðir í þrettán liðum sem borgarráð kynnti á blaðamannafundi í ráðhúsinu í dag. Með aðgerðunum er lögð áhersla á afkomu og velferð borgarbúa sem þurfa að standa af sér afleiðingar faraldursins. Meðal aðgerða er að fella niður eða lækka dagvistunar- og frístundagjöld barna og veita fyrirtækjum frest á greiðslu fasteignagjalda. Aðgerðir voru einnig ræddar á Alþingi í dag og lagði fjármálaráðherra fram þingsályktun um að setja níutíu milljarða í framkvæmdir á árinu.

Farið verður yfir þetta allt og fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.