Innlent

Spá­líkön og erfið staða ferða­þjónustunnar í Víg­línunni

Sylvía Hall skrifar

Nú er farið að hægjast nokkuð á útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hér á landi en undanfarna daga hafa verið að greinast í kringum tíu ný smit á dag og þeim fjölgar sem hafa náð sér af Covid-19. Í liðinni viku var tilkynnt um fyrstu skrefin í átt að afléttingu samkomubanns sem hefur verið í gildi undanfarnar vikur. 

Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, verður gestur Víglínunnar á Stöð 2 í dag en hann fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 hér á Íslandi.

Þá kom út á föstudaginn svört skýrsla um stöðu ferðaþjónustunnar en þar er gert ráð fyrir að djúp og langvarandi lægð blasi við greininni sem geti varað í allt að tvö ár. 

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, verður jafnframt gestur Víglínunnar í dag og ræðir þá erfiðu stöðu sem blasir við ferðaþjónustunni en greinin hefur kallað eftir því að ráðist verði í sértækar aðgerðir í þágu ferðaþjónustunnar.

Víglínan hefst klukkan 17:40 og er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×