Þakklát fyrir að börnin voru ekki í bílnum þegar eldurinn kviknaði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. mars 2020 13:00 Matarbloggarinn og bókahöfundurinn Berglind Guðmundsdóttir segist hafa brotnað niður í samtali sínu við slökkvilið á vettvangi í gær. Mynd úr einkasafni Berglind Guðmundsdóttir var að keyra heim til sín í gær þegar hún varð vör við reyk í mælaborði bílsins. Hún stöðvaði bifreiðina og kallaði eftir aðstoð en þegar slökkvilið kom á staðinn var bifreiðin alelda. Berglind komst sjálf út og þakkar fyrir að hafa verið ein í bílnum, en hún er fjögurra barna móðir. Eldsupptök liggja ekki fyrir að svo stöddu. „Ég vinn núna sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum og hjá Læknavaktinni við ráðgjöf vegna Covid-19 svo eðlilega er mikið að þessa dagana. Ég hafði verið á næturvakt og ákvað að nýta daginn í stúss og gera hluti sem hafa setið á hakanum. Þegar ég svo nálgast heimilið mitt þá kemur allt í einu mikill reykur úr mælaborðinu. Ég stoppa bílinn strax og hringi í 112 þar sem ég fæ góða aðstoð,“ segir Berglind í samtali við fréttastofu. „Stuttu síðar kemur lögreglan og slökkviliði en bíllinn er alelda á aðeins þremur til fimm mínútum. Ég var með gaskút í bílnum sem ég var nýbúin að kaupa sem ég þakka fyrir að hafa náð að taka úr bílnum áður en eldurinn kom upp. Allt annað sem var í bílnum brann.“ Berglind hafði keypt gaskút þar sem hún ætlaði að grilla fyrir fjölskylduna þetta kvöld. Frá vettvangi í gær.Aðsend mynd Eins og í bíómynd Næsta skref hjá Berglindi er að sækja um ný persónuskilríki, þar sem hennar voru í bifreiðinni þegar hún brann. Hún gerir ráð fyrir að fara mikið fótgangandi næstu daga. „Svona sér maður oftast bara í bíómyndum og í þeim tilfellum er sá sem keyrir bílnum oftast vatnsgreiddur foli sem starfar sem njósnari hjá ríkinu og á nokkrar byssur, en ekki miðaldra, fjögurra barna móðir úr Goðheimunum.“ Berglind þakkar fyrir að hafa ekki verið með börnin sín með sér í bílnum. „Ég var í svo miklu sjokki að ég náði ekki alveg að átta mig á þessu. Það var ekki fyrr en starfsmaður frá slökkviliðinu kom og talaði við mig að ég brotnaði niður. Satt best að segja er ég búin að vera frekar aum eftir þetta og líður ekki alveg nægilega vel. Ætli það sé ekki eðlilegt þar sem þetta er ekki eitthvað sem maður er að lenda í á hverjum degi. En ég fer vel með mig og mun jafna mig. Öllu skiptir er að enginn slasaðist og ég þakka fyrir það.“ Bíllinn var ekki kaskótryggður svo Berglind situr uppi með tjónið. Henni þykir kómískt að bifreiðatryggingarnar falli ekki niður fyrr en að hún skilar inn bílnúmerunum til tryggingafélagsins, þrátt fyrir að hún hafi látið vita að bíllinn hefði brunnið. „En þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta alls ekki það sem skiptir öllu máli. Ég slapp ómeidd og það fór ekkert í brunanum sem ekki verður bætt og það kemur nýr bíll á eftir þessum.“ Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í bíl við bensínstöð í Álfheimum 25. mars 2020 18:36 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira
Berglind Guðmundsdóttir var að keyra heim til sín í gær þegar hún varð vör við reyk í mælaborði bílsins. Hún stöðvaði bifreiðina og kallaði eftir aðstoð en þegar slökkvilið kom á staðinn var bifreiðin alelda. Berglind komst sjálf út og þakkar fyrir að hafa verið ein í bílnum, en hún er fjögurra barna móðir. Eldsupptök liggja ekki fyrir að svo stöddu. „Ég vinn núna sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum og hjá Læknavaktinni við ráðgjöf vegna Covid-19 svo eðlilega er mikið að þessa dagana. Ég hafði verið á næturvakt og ákvað að nýta daginn í stúss og gera hluti sem hafa setið á hakanum. Þegar ég svo nálgast heimilið mitt þá kemur allt í einu mikill reykur úr mælaborðinu. Ég stoppa bílinn strax og hringi í 112 þar sem ég fæ góða aðstoð,“ segir Berglind í samtali við fréttastofu. „Stuttu síðar kemur lögreglan og slökkviliði en bíllinn er alelda á aðeins þremur til fimm mínútum. Ég var með gaskút í bílnum sem ég var nýbúin að kaupa sem ég þakka fyrir að hafa náð að taka úr bílnum áður en eldurinn kom upp. Allt annað sem var í bílnum brann.“ Berglind hafði keypt gaskút þar sem hún ætlaði að grilla fyrir fjölskylduna þetta kvöld. Frá vettvangi í gær.Aðsend mynd Eins og í bíómynd Næsta skref hjá Berglindi er að sækja um ný persónuskilríki, þar sem hennar voru í bifreiðinni þegar hún brann. Hún gerir ráð fyrir að fara mikið fótgangandi næstu daga. „Svona sér maður oftast bara í bíómyndum og í þeim tilfellum er sá sem keyrir bílnum oftast vatnsgreiddur foli sem starfar sem njósnari hjá ríkinu og á nokkrar byssur, en ekki miðaldra, fjögurra barna móðir úr Goðheimunum.“ Berglind þakkar fyrir að hafa ekki verið með börnin sín með sér í bílnum. „Ég var í svo miklu sjokki að ég náði ekki alveg að átta mig á þessu. Það var ekki fyrr en starfsmaður frá slökkviliðinu kom og talaði við mig að ég brotnaði niður. Satt best að segja er ég búin að vera frekar aum eftir þetta og líður ekki alveg nægilega vel. Ætli það sé ekki eðlilegt þar sem þetta er ekki eitthvað sem maður er að lenda í á hverjum degi. En ég fer vel með mig og mun jafna mig. Öllu skiptir er að enginn slasaðist og ég þakka fyrir það.“ Bíllinn var ekki kaskótryggður svo Berglind situr uppi með tjónið. Henni þykir kómískt að bifreiðatryggingarnar falli ekki niður fyrr en að hún skilar inn bílnúmerunum til tryggingafélagsins, þrátt fyrir að hún hafi látið vita að bíllinn hefði brunnið. „En þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta alls ekki það sem skiptir öllu máli. Ég slapp ómeidd og það fór ekkert í brunanum sem ekki verður bætt og það kemur nýr bíll á eftir þessum.“
Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í bíl við bensínstöð í Álfheimum 25. mars 2020 18:36 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira