Innlent

Þrjú í öndunarvél vegna veirunnar

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Alls eru fimmtán sjúklingar á Landspítalanum þessa stundina vegna kórónuveirunnar.
Alls eru fimmtán sjúklingar á Landspítalanum þessa stundina vegna kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm

Þrír eru nú í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítals vegna vegna Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. 

Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum. Fimmtán eru á sjúkrahúsi.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða tvo karlmenn og eina konu. Öll á sjötugsaldri.

Á upplýsingafundi almannavarna í gær kom fram að tveir væru á gjörgæslu vegna sjúkdómsins og einn í öndunarvél.

737 hér á landi voru smitaðir af kórónuveirunni samkvæmt tölulegum upplýsingum á Covid.is í gær. Von er á uppfærðum tölum um eitt leytið í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.