Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar

Tveir eru á gjörgæslu og þar af einn í öndunarvél vegna kórónuveirunnar. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna, þar sem foreldrar voru hvattir til að senda börn sín áfram í leik- og grunnskóla. Fjallað verður nánar um stöðuna í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö og meðal annars sagðar nýjustu fréttir af fjölda sýnatökupinna fyrir kórónuveiruna hér á landi.

Í fréttatímanum fjöllum við líka um fyrirhugað smitrakningaapp sem Íslendingar verða fljótlega beðnir að sækja í síma sína og um áskoranir sem aðstandendur standa frammi fyrir þegar skipuleggja þarf útfarir í samkomubanni.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30, í opinni dagskrá eins og alltaf.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.