Lífið

Telur að ferða­manna­bransinn á Tene fari ekki á flug fyrr en í haust

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svali býr ásamt fjölskyldu sinni á Tenerife á Spáni.
Svali býr ásamt fjölskyldu sinni á Tenerife á Spáni.

„Hér er bara enginn á ferð, bara núll, og allir heima,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, fararstjóri á Tenerife, sem er oftast þekktari sem einfaldlega Svali en hann var í viðtali í Brennslunni á Fm957 í gær. 

Svali er búsettur á Tenerife en á Spáni er útgöngubann um þessar mundir vegna kórónufaraldsins sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.

„Þetta er bara óþægilegt að mega ekkert fara út og sérstakalega var það þannig fyrstu dagana sem voru í raun súrealískir. Núna megum við ekki fara út með ruslið nema vera með grímur og hanska. Þetta minnir mann alltaf bara á Palla einan í heiminum, það er enginn á ferðinni, enginn.“

Hann segir að fréttir hafi borist frá spænskum stjórnvöldum í byrjun vikunnar að útgöngubannið yrði framlengt til 12. apríl.

„Svo það eru alveg þrjár vikur í viðbót, takk fyrir. Ég held hreinlega að hér eigi voðalega lítið eftir að gerast í ferðamannaiðnaðnum fyrr en næsta haust. Það eru einhverjir að koma í sumar sem eiga pantað en maður þorir voðalega lítið að segja. Það versta við þetta allt saman er að þetta verður bara að koma í ljós.“

Svali segir að fjölskyldan reyni að halda rútínu með fjölskyldu sinni meðan þetta standi yfir.

„Maður er sannarlega ekki í neinu átaki þessa dagana og maður er bara síétandi og ég ætla bara að leyfa mér það meðan þetta stendur yfir.“

Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.