Skýlaus réttur til endurgreiðslu má ekki fara forgörðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. apríl 2020 12:14 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Formaður Neytendasamtakanna hvetur bæði fyrirtæki og neytendur til að sýna skilning á tímum heimsfaraldurs. Skýlaus réttur neytenda til endurgreiðslu megi þó ekki fara forgörðum og vonar hann að í næsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar verði úrræði fyrir ferðaþjónustuna og neytendur. Faraldur Kórónuveirunnar hefur haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna, en greinin er nánast tekjulaus. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að flestar ferðaskrifstofur fari í þrot verði lögum um endurgreiðslu ekki breytt. Evrópulöggjöf um að ferðaskrifstofur endurgreiði viðskiptavinum bókaðar ferðir sé afar íþyngjandi á þessum tímum. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir ótækt að rýra rétt neytenda. „Það eru einhverjir sem vilja víkja frá þessum lögum og það tel ég ekki góða hugmynd, það er ekki hægt að rýra rétt neytenda og sérstaklega ekki eftir á,“ sagði Breki Karlsson. Breki bendir á að aðgerða sé þörf til að bjarga ferðaskrifstofum. Neytendasamtökin vilja að stjórnvöld fari sömu leið og Danir. „Það sem Danir gerðu var að sprauta 1,5 milljarði danskra króna inn í sjóð og úr þeim sjóði geta fyrirtæki sótt lán til að endurgreiða neytendum og þeir hafa svo 10 ár til að borga það til baka,“ sagði Breki. Breki segir þessa innspýtingu hafa verið hluti af aðgerðarpakka dönsku ríkisstjórnarinnar. Vonast hann til að íslenska ríkisstjórnin geri slíkt hið sama. „Það væri alveg lag að ríkisstjórnin horfði nú til þessarar dönsku leiðar sem virðist vera að þjóna bæði neytendum og fyrirtækjum,“ sagði Breki. Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær greindum við einnig frá því að engar fleiri sýningar verði sýndar hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu það sem eftir lifir þessa leikárs. Þeir sem eiga miða á sýningu sem fellur niður vegna ástandsins fá nýja miða í haust. Samkvæmt markaðsdeildum leikhúsanna verða miðar ekki endurgreiddir nema við afar sérstakar aðstæður en leikhúsin munu bjóða upp á þann valmöguleika að fá inneign í stað nýs miða. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að bæði neytendur og fyrirtæki sýni skilning á ástandinu. „Það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að leikhúsin bjóði nýjar dagsetningar fyrir leikhússesti sína og flott ef gestir geti nýtt þessar nýju dagsetningar, en ef þeir geta ekki gert það þá eiga þeir skýlausan rétt til endurgreiðslu,“ sagði Breki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Leikhús Tengdar fréttir Engar fleiri sýningar verða sýndar hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu það sem eftir lifir þessa leikárs Engar fleiri sýningar verða sýndar það sem eftir lifir þessa leikárs hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu vegna samkomubanns. 18. apríl 2020 20:30 „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fullir í flugi Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Formaður Neytendasamtakanna hvetur bæði fyrirtæki og neytendur til að sýna skilning á tímum heimsfaraldurs. Skýlaus réttur neytenda til endurgreiðslu megi þó ekki fara forgörðum og vonar hann að í næsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar verði úrræði fyrir ferðaþjónustuna og neytendur. Faraldur Kórónuveirunnar hefur haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna, en greinin er nánast tekjulaus. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að flestar ferðaskrifstofur fari í þrot verði lögum um endurgreiðslu ekki breytt. Evrópulöggjöf um að ferðaskrifstofur endurgreiði viðskiptavinum bókaðar ferðir sé afar íþyngjandi á þessum tímum. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir ótækt að rýra rétt neytenda. „Það eru einhverjir sem vilja víkja frá þessum lögum og það tel ég ekki góða hugmynd, það er ekki hægt að rýra rétt neytenda og sérstaklega ekki eftir á,“ sagði Breki Karlsson. Breki bendir á að aðgerða sé þörf til að bjarga ferðaskrifstofum. Neytendasamtökin vilja að stjórnvöld fari sömu leið og Danir. „Það sem Danir gerðu var að sprauta 1,5 milljarði danskra króna inn í sjóð og úr þeim sjóði geta fyrirtæki sótt lán til að endurgreiða neytendum og þeir hafa svo 10 ár til að borga það til baka,“ sagði Breki. Breki segir þessa innspýtingu hafa verið hluti af aðgerðarpakka dönsku ríkisstjórnarinnar. Vonast hann til að íslenska ríkisstjórnin geri slíkt hið sama. „Það væri alveg lag að ríkisstjórnin horfði nú til þessarar dönsku leiðar sem virðist vera að þjóna bæði neytendum og fyrirtækjum,“ sagði Breki. Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær greindum við einnig frá því að engar fleiri sýningar verði sýndar hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu það sem eftir lifir þessa leikárs. Þeir sem eiga miða á sýningu sem fellur niður vegna ástandsins fá nýja miða í haust. Samkvæmt markaðsdeildum leikhúsanna verða miðar ekki endurgreiddir nema við afar sérstakar aðstæður en leikhúsin munu bjóða upp á þann valmöguleika að fá inneign í stað nýs miða. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að bæði neytendur og fyrirtæki sýni skilning á ástandinu. „Það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að leikhúsin bjóði nýjar dagsetningar fyrir leikhússesti sína og flott ef gestir geti nýtt þessar nýju dagsetningar, en ef þeir geta ekki gert það þá eiga þeir skýlausan rétt til endurgreiðslu,“ sagði Breki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Leikhús Tengdar fréttir Engar fleiri sýningar verða sýndar hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu það sem eftir lifir þessa leikárs Engar fleiri sýningar verða sýndar það sem eftir lifir þessa leikárs hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu vegna samkomubanns. 18. apríl 2020 20:30 „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fullir í flugi Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Engar fleiri sýningar verða sýndar hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu það sem eftir lifir þessa leikárs Engar fleiri sýningar verða sýndar það sem eftir lifir þessa leikárs hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu vegna samkomubanns. 18. apríl 2020 20:30
„Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36