Lífið

Einn þekktasti plötusnúður landsins slær í gegn í sóttkvínni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daníel Ólafsson hefur verið einn vinsælasti plötusnúður landsins í áraraðir.
Daníel Ólafsson hefur verið einn vinsælasti plötusnúður landsins í áraraðir.

„Heyrðu þetta byrjaði á því að ég var með græjurnar uppi heima og langaði að setja saman tvö lög sem pössuðu algjörlega ekkert saman,“ segir plötusnúðurinn og viðskiptafræðingurinn Daníel Ólafsson sem oftast er þekktur sem Danni Deluxe. Hann hefur verið síðustu daga í sóttkví og slegið rækilega í gegn á samfélagsmiðlum með myndböndum þar sem hann blandar saman þekktum lögum og úr verður algjört meistaraverk.

„Fyrsta tilraunin var Hvar er draumurinn með Sálinni og I dont like með Chief Keef. Það kom eiginlega fáránlega vel út og fólk var að taka vel í þetta á Instagram. Þannig að ég hélt áfram og setti inn Grafík (Helgi Björns) og Lil Wayne. Fólk var virkilega að peppa þetta og síðan skall á covid19 ástandið þannig að fólk þyrsti í meira efni og ég ákvað gera þetta að daglegu droppi á meðan ég er í sóttkví og hef húmor fyrir þessu.“

Hér að neðan má sjá fjölmörg dæmi um lög Danna Deluxe en hans uppáhalds lag í dag er þegar hann blandaði saman lag með XXX Rottweiler hundum og Páli Óskari.

       Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.