Innlent

Barði á hurðir ná­granna með egg­vopn í hendi í Vestur­bæ Reykja­víkur

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn er grunaður um brot á vopnalögum og ofbeldi gegn opinberum starfsmanni.
Maðurinn er grunaður um brot á vopnalögum og ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. Vísir/vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi með eggvopn í hendi þar sem hann barði á hurðir nágranna og var með hótanir í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur í gær.

Í dagbók lögreglu segir að tilkynningin hafi komið um 20:30. 

Þá segir að maðurinn hafi verið handtekinn eftir langar viðræður og svo fluttur í fangageymslu.

Er maðurinn grunaður um brot á vopnalögum og ofbeldi gegn opinberum starfsmanni.

Mbl.is segir frá því að atvikið hafi átt sér stað við Rekagranda og að sérsveitin hafi verið kölluð út vegna málsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×