Smituðum fjölgar um tuttugu á milli daga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2020 13:00 Skimun fyrir kórónuveirunni fer meðal annars fram hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum Kópavogi. Vísir/Vilhelm Fjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi er nú 588. Er þetta fjölgun um 20 smit frá því í gær þegar fjöldi smita var 568. Er fjölgunin mun minni á milli sólarhringa nú heldur en var þegar nýjar tölur bárust í gærmorgun. Þá hafði smitum fjölgað um 95 frá því á laugardag. Að því er fram kemur á upplýsingasíðunni covid.is voru 183 sýni greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær og reyndist 21 sýni jákvætt fyrir veirunni. Hlutfall smitaðra undanfarinn sólarhring miðað við fjölda sýna á veirudeildinni er um 11 prósent. Til samanburðar var hlutfallið 28 prósent í gær þegar 90 af 320 sýnum voru jákvæð. Alls hafa verið tekin um 10.300 sýni og um 6.800 manns er nú í sóttkví. 14 manns eru á sjúkrahúsi og 36 hafa náð sér eftir að hafa greinst með veiruna. Þá hafa tæplega 1.200 manns lokið sóttkví. Samkvæmt spálíkani Háskóla Íslands er nú búist er við því að fyrir lok apríl 2020 hafi líklega um 2.500 manns á Íslandi verið greindir með veiruna en talan gæti náð tæplega 6.000 manns samkvæmt svartsýnustu spá. Líkanið byggir á gögnum til og með 22. mars, það er gærdeginum og eru því nýjar tölur dagsins í dag ekki inni í líkaninu. „Búist er við að fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm nái hámarki á fyrstu vikum apríl, og verði sennilega nær 2000 manns, en gæti náð tæplega 4500 manns skv. svartsýnustu spá. Búist er við að á meðan að faraldurinn gengur yfir muni um 170 manns þarfnast aðhlynningar í innlögn á sjúkrahúsi, en gæti náð um 400 manns skv. svartsýnustu spá. Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna sjúkrahúsinnlagna verður um miðjan apríl en þá er gert ráð fyrir að um 90 einstaklingar geti verið inniliggjandi, en svartsýnasta spá er 200 einstaklingar. Búist er við því að um 20 einstaklingar veikist alvarlega, þ.e. þarfnist gjörgæslu, á tímabilinu en svartsýnasta spá er á bilinu 45-50 einstaklingar. Mesta álag á gjörgæsludeildir gæti verið í annarri viku apríl, en þá er búist við því að 7 manns liggi þar inni á sama tíma, en samkvæmt svartsýnustu spá gætu það verið 18 manns,“ segir á vefsíðu HÍ þar sem sérstaklega er fjallað um spálíkanið og gerð grein fyrir niðurstöðum þess. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Fjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi er nú 588. Er þetta fjölgun um 20 smit frá því í gær þegar fjöldi smita var 568. Er fjölgunin mun minni á milli sólarhringa nú heldur en var þegar nýjar tölur bárust í gærmorgun. Þá hafði smitum fjölgað um 95 frá því á laugardag. Að því er fram kemur á upplýsingasíðunni covid.is voru 183 sýni greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær og reyndist 21 sýni jákvætt fyrir veirunni. Hlutfall smitaðra undanfarinn sólarhring miðað við fjölda sýna á veirudeildinni er um 11 prósent. Til samanburðar var hlutfallið 28 prósent í gær þegar 90 af 320 sýnum voru jákvæð. Alls hafa verið tekin um 10.300 sýni og um 6.800 manns er nú í sóttkví. 14 manns eru á sjúkrahúsi og 36 hafa náð sér eftir að hafa greinst með veiruna. Þá hafa tæplega 1.200 manns lokið sóttkví. Samkvæmt spálíkani Háskóla Íslands er nú búist er við því að fyrir lok apríl 2020 hafi líklega um 2.500 manns á Íslandi verið greindir með veiruna en talan gæti náð tæplega 6.000 manns samkvæmt svartsýnustu spá. Líkanið byggir á gögnum til og með 22. mars, það er gærdeginum og eru því nýjar tölur dagsins í dag ekki inni í líkaninu. „Búist er við að fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm nái hámarki á fyrstu vikum apríl, og verði sennilega nær 2000 manns, en gæti náð tæplega 4500 manns skv. svartsýnustu spá. Búist er við að á meðan að faraldurinn gengur yfir muni um 170 manns þarfnast aðhlynningar í innlögn á sjúkrahúsi, en gæti náð um 400 manns skv. svartsýnustu spá. Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna sjúkrahúsinnlagna verður um miðjan apríl en þá er gert ráð fyrir að um 90 einstaklingar geti verið inniliggjandi, en svartsýnasta spá er 200 einstaklingar. Búist er við því að um 20 einstaklingar veikist alvarlega, þ.e. þarfnist gjörgæslu, á tímabilinu en svartsýnasta spá er á bilinu 45-50 einstaklingar. Mesta álag á gjörgæsludeildir gæti verið í annarri viku apríl, en þá er búist við því að 7 manns liggi þar inni á sama tíma, en samkvæmt svartsýnustu spá gætu það verið 18 manns,“ segir á vefsíðu HÍ þar sem sérstaklega er fjallað um spálíkanið og gerð grein fyrir niðurstöðum þess. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira