Lífið

Íslenski draumurinn: Nökkvi Fjalar sér ekki eftir neinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nökkvi Fjalar segir í þættinum frá þeim verkefnum sem hann hefur tekið þátt í og lærdómnum sem hann hefur dregið af þeim.
Nökkvi Fjalar segir í þættinum frá þeim verkefnum sem hann hefur tekið þátt í og lærdómnum sem hann hefur dregið af þeim.

Sigurður Sindri Magnússon stendur á bak við þættina Íslenski draumurinn ásamt Eyþóri Jónssyni. 

Í þáttunum er lagt er upp með að gefa innsýn inn í heim þeirra sem hafa stofnað og rekið sín eigin fyrirtæki á Íslandi og jafnvel veita öðrum innblástur. Í nýjasta þættinum er rætt við Nökkva Fjalar Orrason sem er stofnandi og eigandi Áttunnar og Swipe.

Áttan sem varð til í mennta­skóla árið 2014 ein­beit­ir sér að því að koma ungu fólki á fram­færi og meðal annars gefið út vinsæl lög eins og NEINEI.

Árið 2019 færði Nökkvi sig úr daglegum rekstri Áttunnar til þess að einbeita sér að stofnun Swipe.

Hann hafði unnið að uppbyggingu Áttunnar frá fyrsta degi og unnið að efnissköpuninni öll fimm árin. Fyrstu tvö árin fóru í að byggja upp merkið fyrir framan myndavélina og svo árin eftir það fyrir aftan hana. Í þættinum kemur fram að Nökkvi og félagar hans í Áttunni hafi unnið marga mánuði launalaust til að koma sér á framfæri og farið í gegnum margt og mikið. Hann segist ekki sjá eftir neinu á ferðalagi sínu að þeim stað sem hann er í dag. 

Hér er hægt er að kynna sér þættina nánar og hér að neðan má sjá þáttinn um Nökkva.

Klippa: Íslenski draumurinn - Nökkvi Fjalar Orrason





Fleiri fréttir

Sjá meira


×