Laus við kórónuveiruna en bragðskynið ekki enn komið til baka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2020 11:00 Anna Margrét Jónsdóttir, athafnakona, ræddi um kórónuveiruna í Bítinu í morgun en hún smitaðist af veirunni á skíðum á Ítalíu. Stöð 2 Anna Margrét Jónsdóttir, athafnakona, var ein af þeim fyrstu hér á landi sem greindust með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Henni er nú batnað en er þó enn ekki komin með bragðskyn og lyktarskyn aftur rúmum tveimur vikum eftir að hún missti það í veikindunum. Allt í allt voru þetta um þrjár vikur, frá því hún fær fyrstu einkenni veirunnar og þar til henni er batnað, og segir hún það hafa verið leiðinlegast, hversu langt tímabil þetta var. Anna Margrét kom í morgunsjónvarpið Bítið á Stöð 2 í morgun og ræddi um veiruna. Hún smitaðist á Ítalíu þar sem hún var á skíðum. Anna Margrét kom heim 1. mars og greindist með veiruna tveimur dögum seinna. Hún segir að afar vel hafi verið hugsað um sig, til að mynda hafi heilbrigðisstarfsmaður hringt í hana á hverjum degi til að athuga með líðan hennar. Þá hafi hún fengið að fara aftur í sýnatöku til að staðfesta að hún væri ekki lengur með veiruna. „En ég veit ekki hvort það er hægt fyrir alla þá sem hafa sýkst þannig að maður fái að vita að maður er ekki lengur með veiruna,“ segir Anna Margrét. Bein- og liðverkir, kvef og mikill höfuðverkur Hún kveðst eiginlega ekki hafa fengið neinn hita fyrr en á níunda degi. „Ég er ein af þessum sem bar veiruna heim frá Ítalíu, af skíðum, byrjaði að kvefast, var að hnerra og hósta eitthvað á leiðinni heim, því miður. Svo veikist ég en aldrei einhvern veginn almennilega, með svona bein- og liðverki, ekki hita, eitthvað kvef og mjög mikinn höfuðverk. Ég fékk eiginlega aldrei hita fyrr en á degi níu, níu, tíu og ellefu.“ Þá sýktist einnig maður Önnu Margrétar en hann fór til að mynda mjög létt í gegnum þetta að hennar sögn. Sonur þeirra sýktist svo af þeim foreldrunum. „Það erfiðasta sem okkur fannst við þetta er að hann getur ekki verið í einangrun frá okkur á heimilinu. Við erum með eitt eldhús en við erum sem betur með tvö baðherbergi og við höfum verið að reyna að nota sitthvort baðherbergið. En það er pínu óraunhæft og líka fyrir þá sem búa minna að geta einangrað sig frá þeim sem eru á heimilinu. Annars er þetta bara búið að vera ekkert skemmtilegt.“ Kláfurinn algjörar kjöraðstæður til að smitast Aðspurð segist hún ekki vita nákvæmlega hvar á Ítalíu hún sýktist en henni þykir líklegast að það hafi verið í kláf á skíðasvæðinu. Þá veit hún ekki nákvæmlega hvenær hún smitaðist en henni fór að gruna að hún gæti verið með veiruna um kvöldið sama dag oghún kom heim af skíðum. „Við fórum þarna í kláf sem örugglega 50 manns er troðið í. Hugsið ykkur, þú ert í kláf og einn vír sem hélt þessu, hrikalegt. Einhver er með þetta þar, hóstar og hnerrar, þetta eru alveg kjöraðstæður auðvitað. En þú getur ekki rakið þetta alla leið enda geturðu verið með þetta í hálfan mánuð án þess að sýna einhver einkenni,“ segir Anna Margrét. Hún er ekki lengur með veiruna en finnur þó enn pínu til í hálsinum. Frá því hún byrjaði að fá fyrstu einkennin og þar til hún fékk staðfest að henni væri batnað liðu nítján til tuttugu dagar. Nú sé henni sagt að hún sé búin að fá veiruna og eigi þá ekki að geta smitast aftur. Hún geti því farið að taka þátt í samfélaginu á ný og það auðvitað allt innan þeirra marka sem samkomubannið setur landsmönnum öllum. Var ekki áhyggjufull Anna Margrét segist ekki hafa verið áhyggjufull á meðan hún var veik. Hún hafi til dæmis ekki fengið mikil þyngsli fyrir brjóstið. Hún segir áhyggjurnar beinast meira að þeim sem séu einir og veikist. Hún hafi haft manninn sinn og son sinn heima. Varðandi skilaboð til þeirra sem smitast minnir hún á að einkennin geti verið mismunandi hjá fólki; hún hafi misst bragðskynið en ekki maðurinn hennar. Hún minnir einnig á að þetta líði hjá og á meðan sé gott að vera með góða hljóðbók í eyranu og horfa á sjónvarpsseríur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Heilbrigðismál Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Anna Margrét Jónsdóttir, athafnakona, var ein af þeim fyrstu hér á landi sem greindust með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Henni er nú batnað en er þó enn ekki komin með bragðskyn og lyktarskyn aftur rúmum tveimur vikum eftir að hún missti það í veikindunum. Allt í allt voru þetta um þrjár vikur, frá því hún fær fyrstu einkenni veirunnar og þar til henni er batnað, og segir hún það hafa verið leiðinlegast, hversu langt tímabil þetta var. Anna Margrét kom í morgunsjónvarpið Bítið á Stöð 2 í morgun og ræddi um veiruna. Hún smitaðist á Ítalíu þar sem hún var á skíðum. Anna Margrét kom heim 1. mars og greindist með veiruna tveimur dögum seinna. Hún segir að afar vel hafi verið hugsað um sig, til að mynda hafi heilbrigðisstarfsmaður hringt í hana á hverjum degi til að athuga með líðan hennar. Þá hafi hún fengið að fara aftur í sýnatöku til að staðfesta að hún væri ekki lengur með veiruna. „En ég veit ekki hvort það er hægt fyrir alla þá sem hafa sýkst þannig að maður fái að vita að maður er ekki lengur með veiruna,“ segir Anna Margrét. Bein- og liðverkir, kvef og mikill höfuðverkur Hún kveðst eiginlega ekki hafa fengið neinn hita fyrr en á níunda degi. „Ég er ein af þessum sem bar veiruna heim frá Ítalíu, af skíðum, byrjaði að kvefast, var að hnerra og hósta eitthvað á leiðinni heim, því miður. Svo veikist ég en aldrei einhvern veginn almennilega, með svona bein- og liðverki, ekki hita, eitthvað kvef og mjög mikinn höfuðverk. Ég fékk eiginlega aldrei hita fyrr en á degi níu, níu, tíu og ellefu.“ Þá sýktist einnig maður Önnu Margrétar en hann fór til að mynda mjög létt í gegnum þetta að hennar sögn. Sonur þeirra sýktist svo af þeim foreldrunum. „Það erfiðasta sem okkur fannst við þetta er að hann getur ekki verið í einangrun frá okkur á heimilinu. Við erum með eitt eldhús en við erum sem betur með tvö baðherbergi og við höfum verið að reyna að nota sitthvort baðherbergið. En það er pínu óraunhæft og líka fyrir þá sem búa minna að geta einangrað sig frá þeim sem eru á heimilinu. Annars er þetta bara búið að vera ekkert skemmtilegt.“ Kláfurinn algjörar kjöraðstæður til að smitast Aðspurð segist hún ekki vita nákvæmlega hvar á Ítalíu hún sýktist en henni þykir líklegast að það hafi verið í kláf á skíðasvæðinu. Þá veit hún ekki nákvæmlega hvenær hún smitaðist en henni fór að gruna að hún gæti verið með veiruna um kvöldið sama dag oghún kom heim af skíðum. „Við fórum þarna í kláf sem örugglega 50 manns er troðið í. Hugsið ykkur, þú ert í kláf og einn vír sem hélt þessu, hrikalegt. Einhver er með þetta þar, hóstar og hnerrar, þetta eru alveg kjöraðstæður auðvitað. En þú getur ekki rakið þetta alla leið enda geturðu verið með þetta í hálfan mánuð án þess að sýna einhver einkenni,“ segir Anna Margrét. Hún er ekki lengur með veiruna en finnur þó enn pínu til í hálsinum. Frá því hún byrjaði að fá fyrstu einkennin og þar til hún fékk staðfest að henni væri batnað liðu nítján til tuttugu dagar. Nú sé henni sagt að hún sé búin að fá veiruna og eigi þá ekki að geta smitast aftur. Hún geti því farið að taka þátt í samfélaginu á ný og það auðvitað allt innan þeirra marka sem samkomubannið setur landsmönnum öllum. Var ekki áhyggjufull Anna Margrét segist ekki hafa verið áhyggjufull á meðan hún var veik. Hún hafi til dæmis ekki fengið mikil þyngsli fyrir brjóstið. Hún segir áhyggjurnar beinast meira að þeim sem séu einir og veikist. Hún hafi haft manninn sinn og son sinn heima. Varðandi skilaboð til þeirra sem smitast minnir hún á að einkennin geti verið mismunandi hjá fólki; hún hafi misst bragðskynið en ekki maðurinn hennar. Hún minnir einnig á að þetta líði hjá og á meðan sé gott að vera með góða hljóðbók í eyranu og horfa á sjónvarpsseríur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Heilbrigðismál Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“