Laus við kórónuveiruna en bragðskynið ekki enn komið til baka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2020 11:00 Anna Margrét Jónsdóttir, athafnakona, ræddi um kórónuveiruna í Bítinu í morgun en hún smitaðist af veirunni á skíðum á Ítalíu. Stöð 2 Anna Margrét Jónsdóttir, athafnakona, var ein af þeim fyrstu hér á landi sem greindust með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Henni er nú batnað en er þó enn ekki komin með bragðskyn og lyktarskyn aftur rúmum tveimur vikum eftir að hún missti það í veikindunum. Allt í allt voru þetta um þrjár vikur, frá því hún fær fyrstu einkenni veirunnar og þar til henni er batnað, og segir hún það hafa verið leiðinlegast, hversu langt tímabil þetta var. Anna Margrét kom í morgunsjónvarpið Bítið á Stöð 2 í morgun og ræddi um veiruna. Hún smitaðist á Ítalíu þar sem hún var á skíðum. Anna Margrét kom heim 1. mars og greindist með veiruna tveimur dögum seinna. Hún segir að afar vel hafi verið hugsað um sig, til að mynda hafi heilbrigðisstarfsmaður hringt í hana á hverjum degi til að athuga með líðan hennar. Þá hafi hún fengið að fara aftur í sýnatöku til að staðfesta að hún væri ekki lengur með veiruna. „En ég veit ekki hvort það er hægt fyrir alla þá sem hafa sýkst þannig að maður fái að vita að maður er ekki lengur með veiruna,“ segir Anna Margrét. Bein- og liðverkir, kvef og mikill höfuðverkur Hún kveðst eiginlega ekki hafa fengið neinn hita fyrr en á níunda degi. „Ég er ein af þessum sem bar veiruna heim frá Ítalíu, af skíðum, byrjaði að kvefast, var að hnerra og hósta eitthvað á leiðinni heim, því miður. Svo veikist ég en aldrei einhvern veginn almennilega, með svona bein- og liðverki, ekki hita, eitthvað kvef og mjög mikinn höfuðverk. Ég fékk eiginlega aldrei hita fyrr en á degi níu, níu, tíu og ellefu.“ Þá sýktist einnig maður Önnu Margrétar en hann fór til að mynda mjög létt í gegnum þetta að hennar sögn. Sonur þeirra sýktist svo af þeim foreldrunum. „Það erfiðasta sem okkur fannst við þetta er að hann getur ekki verið í einangrun frá okkur á heimilinu. Við erum með eitt eldhús en við erum sem betur með tvö baðherbergi og við höfum verið að reyna að nota sitthvort baðherbergið. En það er pínu óraunhæft og líka fyrir þá sem búa minna að geta einangrað sig frá þeim sem eru á heimilinu. Annars er þetta bara búið að vera ekkert skemmtilegt.“ Kláfurinn algjörar kjöraðstæður til að smitast Aðspurð segist hún ekki vita nákvæmlega hvar á Ítalíu hún sýktist en henni þykir líklegast að það hafi verið í kláf á skíðasvæðinu. Þá veit hún ekki nákvæmlega hvenær hún smitaðist en henni fór að gruna að hún gæti verið með veiruna um kvöldið sama dag oghún kom heim af skíðum. „Við fórum þarna í kláf sem örugglega 50 manns er troðið í. Hugsið ykkur, þú ert í kláf og einn vír sem hélt þessu, hrikalegt. Einhver er með þetta þar, hóstar og hnerrar, þetta eru alveg kjöraðstæður auðvitað. En þú getur ekki rakið þetta alla leið enda geturðu verið með þetta í hálfan mánuð án þess að sýna einhver einkenni,“ segir Anna Margrét. Hún er ekki lengur með veiruna en finnur þó enn pínu til í hálsinum. Frá því hún byrjaði að fá fyrstu einkennin og þar til hún fékk staðfest að henni væri batnað liðu nítján til tuttugu dagar. Nú sé henni sagt að hún sé búin að fá veiruna og eigi þá ekki að geta smitast aftur. Hún geti því farið að taka þátt í samfélaginu á ný og það auðvitað allt innan þeirra marka sem samkomubannið setur landsmönnum öllum. Var ekki áhyggjufull Anna Margrét segist ekki hafa verið áhyggjufull á meðan hún var veik. Hún hafi til dæmis ekki fengið mikil þyngsli fyrir brjóstið. Hún segir áhyggjurnar beinast meira að þeim sem séu einir og veikist. Hún hafi haft manninn sinn og son sinn heima. Varðandi skilaboð til þeirra sem smitast minnir hún á að einkennin geti verið mismunandi hjá fólki; hún hafi misst bragðskynið en ekki maðurinn hennar. Hún minnir einnig á að þetta líði hjá og á meðan sé gott að vera með góða hljóðbók í eyranu og horfa á sjónvarpsseríur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Heilbrigðismál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Sjá meira
Anna Margrét Jónsdóttir, athafnakona, var ein af þeim fyrstu hér á landi sem greindust með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Henni er nú batnað en er þó enn ekki komin með bragðskyn og lyktarskyn aftur rúmum tveimur vikum eftir að hún missti það í veikindunum. Allt í allt voru þetta um þrjár vikur, frá því hún fær fyrstu einkenni veirunnar og þar til henni er batnað, og segir hún það hafa verið leiðinlegast, hversu langt tímabil þetta var. Anna Margrét kom í morgunsjónvarpið Bítið á Stöð 2 í morgun og ræddi um veiruna. Hún smitaðist á Ítalíu þar sem hún var á skíðum. Anna Margrét kom heim 1. mars og greindist með veiruna tveimur dögum seinna. Hún segir að afar vel hafi verið hugsað um sig, til að mynda hafi heilbrigðisstarfsmaður hringt í hana á hverjum degi til að athuga með líðan hennar. Þá hafi hún fengið að fara aftur í sýnatöku til að staðfesta að hún væri ekki lengur með veiruna. „En ég veit ekki hvort það er hægt fyrir alla þá sem hafa sýkst þannig að maður fái að vita að maður er ekki lengur með veiruna,“ segir Anna Margrét. Bein- og liðverkir, kvef og mikill höfuðverkur Hún kveðst eiginlega ekki hafa fengið neinn hita fyrr en á níunda degi. „Ég er ein af þessum sem bar veiruna heim frá Ítalíu, af skíðum, byrjaði að kvefast, var að hnerra og hósta eitthvað á leiðinni heim, því miður. Svo veikist ég en aldrei einhvern veginn almennilega, með svona bein- og liðverki, ekki hita, eitthvað kvef og mjög mikinn höfuðverk. Ég fékk eiginlega aldrei hita fyrr en á degi níu, níu, tíu og ellefu.“ Þá sýktist einnig maður Önnu Margrétar en hann fór til að mynda mjög létt í gegnum þetta að hennar sögn. Sonur þeirra sýktist svo af þeim foreldrunum. „Það erfiðasta sem okkur fannst við þetta er að hann getur ekki verið í einangrun frá okkur á heimilinu. Við erum með eitt eldhús en við erum sem betur með tvö baðherbergi og við höfum verið að reyna að nota sitthvort baðherbergið. En það er pínu óraunhæft og líka fyrir þá sem búa minna að geta einangrað sig frá þeim sem eru á heimilinu. Annars er þetta bara búið að vera ekkert skemmtilegt.“ Kláfurinn algjörar kjöraðstæður til að smitast Aðspurð segist hún ekki vita nákvæmlega hvar á Ítalíu hún sýktist en henni þykir líklegast að það hafi verið í kláf á skíðasvæðinu. Þá veit hún ekki nákvæmlega hvenær hún smitaðist en henni fór að gruna að hún gæti verið með veiruna um kvöldið sama dag oghún kom heim af skíðum. „Við fórum þarna í kláf sem örugglega 50 manns er troðið í. Hugsið ykkur, þú ert í kláf og einn vír sem hélt þessu, hrikalegt. Einhver er með þetta þar, hóstar og hnerrar, þetta eru alveg kjöraðstæður auðvitað. En þú getur ekki rakið þetta alla leið enda geturðu verið með þetta í hálfan mánuð án þess að sýna einhver einkenni,“ segir Anna Margrét. Hún er ekki lengur með veiruna en finnur þó enn pínu til í hálsinum. Frá því hún byrjaði að fá fyrstu einkennin og þar til hún fékk staðfest að henni væri batnað liðu nítján til tuttugu dagar. Nú sé henni sagt að hún sé búin að fá veiruna og eigi þá ekki að geta smitast aftur. Hún geti því farið að taka þátt í samfélaginu á ný og það auðvitað allt innan þeirra marka sem samkomubannið setur landsmönnum öllum. Var ekki áhyggjufull Anna Margrét segist ekki hafa verið áhyggjufull á meðan hún var veik. Hún hafi til dæmis ekki fengið mikil þyngsli fyrir brjóstið. Hún segir áhyggjurnar beinast meira að þeim sem séu einir og veikist. Hún hafi haft manninn sinn og son sinn heima. Varðandi skilaboð til þeirra sem smitast minnir hún á að einkennin geti verið mismunandi hjá fólki; hún hafi misst bragðskynið en ekki maðurinn hennar. Hún minnir einnig á að þetta líði hjá og á meðan sé gott að vera með góða hljóðbók í eyranu og horfa á sjónvarpsseríur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Heilbrigðismál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Sjá meira