Innlent

Ölvuð kona hand­tekin við hótel í Hafnar­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Við Hafnarfjarðarhöfn.
Við Hafnarfjarðarhöfn. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók ölvaða konu við hótel í Hafnarfirði skömmu fyrir miðnætti.

Í dagbók lögreglu segir að konan hafi ekki viljað fara að fyrirmælum lögreglu og verið með hótanir. Var hún sökum ástands vistuð í fangageymslu lögreglu.

Einnig segir frá því að um 17:30 hafi verið tilkynnt um eld í áhaldageymslu við Ásvelli í Hafnarfirði. Reyndist eldurinn vera í loftpressu og var starfsmaður búinn að slökkva með handslökkvitæki þegar lögregla mætti á vettvang.

Þá segir frá því að um kvöldmatarleytið í gær hafi verið tilkynnt um umferðaróhapp við Ártúnshöfða þar sem ökumaður hafi svo stungið af. Var ekið á bíl og þegar tjónþoli hafi ætlað að ræða við þann sem var í órétti ók hann í burtu. „Vitni var að atvikinu og einnig náðist skráningarnúmer af bifreiðinni sem ekið var á brott. Málið í rannsókn, segir í dagbók lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×