568 staðfest smit: Aldrei verið eins mikil aukning á einum sólarhring Eiður Þór Árnason skrifar 22. mars 2020 11:00 Mikið álag hefur verið á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans síðustu vikur. Vísir/vilhelm Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru nú orðin 568, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Staðfest smit voru í gær 473 talsins og hefur þeim því fjölgað um 95 frá því í gær. Aldrei hefur verið eins mikil aukning í greindum smitum á einum sólarhring. 6.340 einstaklingar eru nú í sóttkví hér á landi samkvæmt upplýsingum á síðunni og eru tólf nú á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Þá er 22 batnað og hafa 1.066 lokið sóttkví. Alls hafa 10.118 sýni nú verið tekin. Einungis 350 sýni voru greind í gær og hafa ekki færri sýni verið rannsökuð eftir að Íslensk erfðagreining hóf skimun sína fyrir veirunni. Þar af voru einungis þrjátíu sýni greind hjá fyrirtækinu í gær. Tekin var ákvörðun um að hægja á skimuninni tímabundið vegna skorts á veirupinnum sem nauðsynlegir eru til að taka sýnin. Mjög hátt hlutfall þeirra sýna sem voru í gær rannsökuð á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans reyndust jákvæð eða hátt í þrjátíu prósent. Hefðbundinn upplýsingafundur almannavarna hefst klukkan 14 í Skógarhlíð og verður fundinum streymt hér á Vísi. Fram kom í gær að hertar aðgerðir almannavarna vegna faraldursins verði kynntar nú um helgina. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi í gær. Þá má gera ráð fyrir að þær taki gildi strax í vikunni sem framundan er. Ríkisstjórnin fundar um þær aðgerðir nú síðdegis. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ríkisstjórnin fundar um hertar veiruaðgerðir síðdegis Hertar aðgerðir stjórnvalda til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar verða væntanlega kynntar í dag og taka gildi á miðnætti á morgun. 22. mars 2020 11:05 Tryggja að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir vilja vekja athygli á því og undirstrika að tryggt verður að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni. 22. mars 2020 08:19 Hertar aðgerðir vegna veirunnar kynntar í kvöld eða á morgun Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi vegna veirunnar í dag. 21. mars 2020 14:44 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru nú orðin 568, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Staðfest smit voru í gær 473 talsins og hefur þeim því fjölgað um 95 frá því í gær. Aldrei hefur verið eins mikil aukning í greindum smitum á einum sólarhring. 6.340 einstaklingar eru nú í sóttkví hér á landi samkvæmt upplýsingum á síðunni og eru tólf nú á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Þá er 22 batnað og hafa 1.066 lokið sóttkví. Alls hafa 10.118 sýni nú verið tekin. Einungis 350 sýni voru greind í gær og hafa ekki færri sýni verið rannsökuð eftir að Íslensk erfðagreining hóf skimun sína fyrir veirunni. Þar af voru einungis þrjátíu sýni greind hjá fyrirtækinu í gær. Tekin var ákvörðun um að hægja á skimuninni tímabundið vegna skorts á veirupinnum sem nauðsynlegir eru til að taka sýnin. Mjög hátt hlutfall þeirra sýna sem voru í gær rannsökuð á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans reyndust jákvæð eða hátt í þrjátíu prósent. Hefðbundinn upplýsingafundur almannavarna hefst klukkan 14 í Skógarhlíð og verður fundinum streymt hér á Vísi. Fram kom í gær að hertar aðgerðir almannavarna vegna faraldursins verði kynntar nú um helgina. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi í gær. Þá má gera ráð fyrir að þær taki gildi strax í vikunni sem framundan er. Ríkisstjórnin fundar um þær aðgerðir nú síðdegis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ríkisstjórnin fundar um hertar veiruaðgerðir síðdegis Hertar aðgerðir stjórnvalda til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar verða væntanlega kynntar í dag og taka gildi á miðnætti á morgun. 22. mars 2020 11:05 Tryggja að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir vilja vekja athygli á því og undirstrika að tryggt verður að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni. 22. mars 2020 08:19 Hertar aðgerðir vegna veirunnar kynntar í kvöld eða á morgun Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi vegna veirunnar í dag. 21. mars 2020 14:44 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Ríkisstjórnin fundar um hertar veiruaðgerðir síðdegis Hertar aðgerðir stjórnvalda til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar verða væntanlega kynntar í dag og taka gildi á miðnætti á morgun. 22. mars 2020 11:05
Tryggja að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir vilja vekja athygli á því og undirstrika að tryggt verður að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni. 22. mars 2020 08:19
Hertar aðgerðir vegna veirunnar kynntar í kvöld eða á morgun Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi vegna veirunnar í dag. 21. mars 2020 14:44