Hertar aðgerðir vegna veirunnar kynntar í kvöld eða á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2020 14:44 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, Alma Möller landlæknir og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Hertar aðgerðir almannavarna vegna faraldurs kórónuveiru verða kynntar nú um helgina, í dag eða á morgun. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi vegna veirunnar í dag. Þá má gera ráð fyrir að þær taki gildi strax í vikunni sem framundan er. Á meðal aðgerða sem nú er skoðað að beita er að minnka heildarfjölda þeirra sem koma mega saman. Núverandi samkomubann felur í sér að ekki mega fleiri en hundrað koma saman á hverjum tíma. Víðir sagði að þetta myndi koma til með að hafa mikil áhrif á til dæmis verslanir. Þá er einnig verið að kanna hvort fyrirskipa eigi lokanir hjá fyrirtækjum sem halda úti starfsemi þar sem nánd er mikil. Þetta er starfsemi á borð við rakarastofur, nuddstofur og snyrtistofur, þar sem nánd er meiri en þeir tveir metrar sem miðað er við að fólk hafi á milli sín samkvæmt núverandi tilmælum sóttvarnalæknis. Þá kemur einnig til greina að herða reglur um skólahald. Víðir tók þó sérstaklega fram að börn hafa ekki verið að smitast jafnmikið og fullorðnir, líkt og sjá megi af útbreiðslu veirunnar í Vestmannaeyjum. Þar séu fullt af börnum í sóttkví og jafnvel með einkenni en almennt ekki með veiruna. Í því samhengi vilja almannavarnir tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái forgang í skólana fyrir börn sín. Alltof oft hafi það komið fyrir að heilbrigðisstarfsfólk komist ekki í vinnuna vegna barna sinna sem ekki hafa komist í skólann. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin boðar aðgerðir upp á 230 milljarða Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðapakka til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf. 21. mars 2020 14:15 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 21. mars 2020 13:45 64 staðfest smit til viðbótar Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru orðin 473. 21. mars 2020 11:14 Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu hafnað yfir grunuðum barnaníðingi Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
Hertar aðgerðir almannavarna vegna faraldurs kórónuveiru verða kynntar nú um helgina, í dag eða á morgun. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi vegna veirunnar í dag. Þá má gera ráð fyrir að þær taki gildi strax í vikunni sem framundan er. Á meðal aðgerða sem nú er skoðað að beita er að minnka heildarfjölda þeirra sem koma mega saman. Núverandi samkomubann felur í sér að ekki mega fleiri en hundrað koma saman á hverjum tíma. Víðir sagði að þetta myndi koma til með að hafa mikil áhrif á til dæmis verslanir. Þá er einnig verið að kanna hvort fyrirskipa eigi lokanir hjá fyrirtækjum sem halda úti starfsemi þar sem nánd er mikil. Þetta er starfsemi á borð við rakarastofur, nuddstofur og snyrtistofur, þar sem nánd er meiri en þeir tveir metrar sem miðað er við að fólk hafi á milli sín samkvæmt núverandi tilmælum sóttvarnalæknis. Þá kemur einnig til greina að herða reglur um skólahald. Víðir tók þó sérstaklega fram að börn hafa ekki verið að smitast jafnmikið og fullorðnir, líkt og sjá megi af útbreiðslu veirunnar í Vestmannaeyjum. Þar séu fullt af börnum í sóttkví og jafnvel með einkenni en almennt ekki með veiruna. Í því samhengi vilja almannavarnir tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái forgang í skólana fyrir börn sín. Alltof oft hafi það komið fyrir að heilbrigðisstarfsfólk komist ekki í vinnuna vegna barna sinna sem ekki hafa komist í skólann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin boðar aðgerðir upp á 230 milljarða Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðapakka til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf. 21. mars 2020 14:15 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 21. mars 2020 13:45 64 staðfest smit til viðbótar Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru orðin 473. 21. mars 2020 11:14 Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu hafnað yfir grunuðum barnaníðingi Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
Ríkisstjórnin boðar aðgerðir upp á 230 milljarða Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðapakka til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf. 21. mars 2020 14:15
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 21. mars 2020 13:45
64 staðfest smit til viðbótar Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru orðin 473. 21. mars 2020 11:14