Innlent

Ríkisstjórnin fær Marshall-aðstoð

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar til næstu þriggja mánaða.
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar til næstu þriggja mánaða. stjórnarráðið

Róbert Marshall hefur verið ráðinn til þriggja mánaða í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Róbert verður með aðsetur í forsætisráðuneytinu og hefur störf 1. apríl næstkomandi. 

Frá þessu greinir ríkisstjórnin sjálf, án þess þó að tiltaka hvers vegna talið var nauðsynlegt að fá Róbert til verksins í svo skamman tíma. Í tilkynningu Stjórnarráðsins er stiklað á stóru í ferli Róberts; þar sem meðal annars er komið við í Alþingishúsinu, netagerð í Vestmannaeyjum og á fjöllum.

Róbert er fyrrverandi alþingismaður en hefur starfað við fjallaleiðsögn, þjálfun og útivist undanfarin ár. Hann starfaði við fjölmiðla um árabil og var aðstoðarmaður samgönguráðherra áður en hann settist á þing árið 2009. Róbert er fyrrverandi formaður Blaðamannafélags Íslands og var um tíma forstöðumaður fréttasviðs 365. Hann stundaði fiskvinnslu, netagerð og sjómennsku í Vestmannaeyjum og er stúdent frá framhaldsskólanum þar. Á þingi gegndi hann m.a. þingflokksformennsku, formennsku í allsherjarnefnd, formennsku í Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og sat í umhverfis- og samgöngunefnd, Þingvallanefnd og Norðurlandaráði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.