Lægstu laun ekkert skert við skert starfshlutfall Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2020 18:32 Ríkisstjórnin hefur breytt upprunalegum hugmyndum sínum um greiðslu atvinnuleysisbóta til fólks sem fer úr fullu starfi í lægra starfshlutfall vegna ástandsins á vinnumarkaði til þannig að þeir lægst launuðu verði ekkert skertir. Allir þeir sem nú eru með fjögurhundruð þúsund eða minna í laun á mánuði munu fá jafnmikið samanlagt í launum og bótum samkvæmt aðgerðum stjórnvalda, en samanlagt geta greiðslurnar aldrei verið hærri en 700 þúsund. Færa má starfshlutfallið allt niður í 25 prósnet af fullu starfi. Sá sem nú er með 600 þúsund kónur á mánuði fengi 82 prósent samanlagt í bætur og laun og maður með milljón á mánuði fengi 59% af launum sínum samanlagt í launum og bótum. „Við boðuðum það þegar mælt var fyrir málinu að hlutirnir væru að breytast hratt og við þyrftum að stíga inn af meiri krafti heldur en þar var boðað, sem þó var myndarlegt. Þessi aðgerð að meðal annars fara upp í sjötíu og fimm prósent hlutabætur og tryggja sérstaklega tekjulægsta hópinn,“ sagði Ásmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við teljum að þetta geri úrræðið miklu víðtækara, miklu víðfeðmara en vissulega fer þar af leiðandi það fjármagn sem fer í þetta mjög mikið upp og má gera ráð fyrir því að það verði á bilinu tólf til tuttugu milljarðar, eftir því hversu margir nýta sér úrræðið,“ segir Ásmundur og bætir við að heildarupphæðin sé meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Upphaflega hafi verið áætlað um að einn og hálfur milljarður færi í aðgerðirnar. „Ég held það sé orðið mjög aðkallandi að við klárum þetta. Við höfum unnið þetta í góðu samstarfi við nefndina og mikilvægt að klára þetta á morgun. Ég veit að nefndin er núna að vinna í nefndaráliti og öðru. Þetta stóra verkefni getur komist af stað strax á morgun.“ Breytingarnar gilda út maímánuð og segir Ásmundur mikilvægt að skoða hvað muni svo taka við. „Það er það sem við þurfum að ræða í framhaldinu. Hlutirnir eru að breytast mjög hratt í okkar samfélagi og við vitum það að það mun þurfa að taka eitthvað við. Það er það sem á að forma á þessum tíma. Þetta skref er orðið gríðarlega myndarlegt og verður líklega eitt af stærstu útspilum stjórnvalda núna í þessum pakka“ segir Ásmundur sem vonar að samstaða náist um málið. Vísir Vísir Vísir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Alþingi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur breytt upprunalegum hugmyndum sínum um greiðslu atvinnuleysisbóta til fólks sem fer úr fullu starfi í lægra starfshlutfall vegna ástandsins á vinnumarkaði til þannig að þeir lægst launuðu verði ekkert skertir. Allir þeir sem nú eru með fjögurhundruð þúsund eða minna í laun á mánuði munu fá jafnmikið samanlagt í launum og bótum samkvæmt aðgerðum stjórnvalda, en samanlagt geta greiðslurnar aldrei verið hærri en 700 þúsund. Færa má starfshlutfallið allt niður í 25 prósnet af fullu starfi. Sá sem nú er með 600 þúsund kónur á mánuði fengi 82 prósent samanlagt í bætur og laun og maður með milljón á mánuði fengi 59% af launum sínum samanlagt í launum og bótum. „Við boðuðum það þegar mælt var fyrir málinu að hlutirnir væru að breytast hratt og við þyrftum að stíga inn af meiri krafti heldur en þar var boðað, sem þó var myndarlegt. Þessi aðgerð að meðal annars fara upp í sjötíu og fimm prósent hlutabætur og tryggja sérstaklega tekjulægsta hópinn,“ sagði Ásmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við teljum að þetta geri úrræðið miklu víðtækara, miklu víðfeðmara en vissulega fer þar af leiðandi það fjármagn sem fer í þetta mjög mikið upp og má gera ráð fyrir því að það verði á bilinu tólf til tuttugu milljarðar, eftir því hversu margir nýta sér úrræðið,“ segir Ásmundur og bætir við að heildarupphæðin sé meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Upphaflega hafi verið áætlað um að einn og hálfur milljarður færi í aðgerðirnar. „Ég held það sé orðið mjög aðkallandi að við klárum þetta. Við höfum unnið þetta í góðu samstarfi við nefndina og mikilvægt að klára þetta á morgun. Ég veit að nefndin er núna að vinna í nefndaráliti og öðru. Þetta stóra verkefni getur komist af stað strax á morgun.“ Breytingarnar gilda út maímánuð og segir Ásmundur mikilvægt að skoða hvað muni svo taka við. „Það er það sem við þurfum að ræða í framhaldinu. Hlutirnir eru að breytast mjög hratt í okkar samfélagi og við vitum það að það mun þurfa að taka eitthvað við. Það er það sem á að forma á þessum tíma. Þetta skref er orðið gríðarlega myndarlegt og verður líklega eitt af stærstu útspilum stjórnvalda núna í þessum pakka“ segir Ásmundur sem vonar að samstaða náist um málið. Vísir Vísir Vísir
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Alþingi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels