Ekkert sagt benda til að íbúprófen sé hættulegt fyrir kórónuveirusýkta Eiður Þór Árnason skrifar 19. mars 2020 16:02 Íbúprófen er í mikilli notkun hér á landi. Getty/picture alliance Nokkuð hefur verið staðhæfingar þess efnis síðustu daga að bólgueyðandi lyf á borð við íbúprófen geti valdið því að COVID-19 sjúkdómurinn ágerist. Samkvæmt Lyfjastofnun eru engar handbærar upplýsingar sem styðja það að tengsl séu á milli notkunar lyfsins og versnandi ástands sjúklinga með COVID-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Þar er vísað til upplýsinga frá Lyfjastofnun Evrópu sem er sögð fylgjast með grannt með málum og fara vel yfir allar nýjar upplýsingar á þessu sviði. Fram kemur í frétt á vef Lyfjastofnunar að „ekkert bendir til að svo komnu máli, að ástæða sé til að hætta notkun íbúprófens. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir sjúklinga sem taka íbúprófen eða önnur NSAID-lyf að staðaldri við langvinnum sjúkdómum, svo sem liðagigt og öðrum gigtarsjúkdómum.“ Q: Could #ibuprofen worsen disease for people with #COVID19?A: Based on currently available information, WHO does not recommend against the use of of ibuprofen. pic.twitter.com/n39DFt2amF— World Health Organization (WHO) (@WHO) March 18, 2020 Þá er sérfræðinefnd Lyfjastofnunar Evrópu um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja sögð vinna að endurmati á lyfjunum íbúprófen og ketóprófen. Það endurmat hófst í kjölfar vísbendinga um að sýkingar af völdum hlaupabóluveirunnar og sumra baktería, ágerðust við notkun slíkra bólgueyðandi lyfja. Lyfjastofnun segir nú þegar vera tekið fram í upplýsingum margra bólgueyðandi lyfja sem eru ekki sterar, á borð við íbúprófen, að „bólgueyðandi áhrif þeirra kunni að dylja einkenni versnandi sýkingar.“ Nú skoðar umrædd sérfræðinefnd öll tiltæk gögn til að meta hvort nýrra leiðbeininga sé þörf. Á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í gær var Alma Möller landlæknir spurð út í þessar staðhæfingar um lyf á orð við íbúprófen. Þar sagði hún að embættið væri að fylgjast með þessari umræðu og væri með það til skoðunar. Upplýst yrði betur um málið þegar hún væri komin með frekari upplýsingar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Nokkuð hefur verið staðhæfingar þess efnis síðustu daga að bólgueyðandi lyf á borð við íbúprófen geti valdið því að COVID-19 sjúkdómurinn ágerist. Samkvæmt Lyfjastofnun eru engar handbærar upplýsingar sem styðja það að tengsl séu á milli notkunar lyfsins og versnandi ástands sjúklinga með COVID-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Þar er vísað til upplýsinga frá Lyfjastofnun Evrópu sem er sögð fylgjast með grannt með málum og fara vel yfir allar nýjar upplýsingar á þessu sviði. Fram kemur í frétt á vef Lyfjastofnunar að „ekkert bendir til að svo komnu máli, að ástæða sé til að hætta notkun íbúprófens. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir sjúklinga sem taka íbúprófen eða önnur NSAID-lyf að staðaldri við langvinnum sjúkdómum, svo sem liðagigt og öðrum gigtarsjúkdómum.“ Q: Could #ibuprofen worsen disease for people with #COVID19?A: Based on currently available information, WHO does not recommend against the use of of ibuprofen. pic.twitter.com/n39DFt2amF— World Health Organization (WHO) (@WHO) March 18, 2020 Þá er sérfræðinefnd Lyfjastofnunar Evrópu um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja sögð vinna að endurmati á lyfjunum íbúprófen og ketóprófen. Það endurmat hófst í kjölfar vísbendinga um að sýkingar af völdum hlaupabóluveirunnar og sumra baktería, ágerðust við notkun slíkra bólgueyðandi lyfja. Lyfjastofnun segir nú þegar vera tekið fram í upplýsingum margra bólgueyðandi lyfja sem eru ekki sterar, á borð við íbúprófen, að „bólgueyðandi áhrif þeirra kunni að dylja einkenni versnandi sýkingar.“ Nú skoðar umrædd sérfræðinefnd öll tiltæk gögn til að meta hvort nýrra leiðbeininga sé þörf. Á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í gær var Alma Möller landlæknir spurð út í þessar staðhæfingar um lyf á orð við íbúprófen. Þar sagði hún að embættið væri að fylgjast með þessari umræðu og væri með það til skoðunar. Upplýst yrði betur um málið þegar hún væri komin með frekari upplýsingar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira