Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Eiður Þór Árnason skrifar 19. mars 2020 15:39 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræðir við fulltrúa almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og landlæknis sem staðið hafa í ströngu að undanförnu. Vísir/Vilhelm Á þriðjudag tóku gildi nýjar regur þar sem kveðið er á um borgaralega skyldu alls fólks á aldrinum 18 til 65 ára til að starfa í hjálparliði almannavarna sé þess óskað. Ekki er um að ræða nýtilkomna skyldu en gripið var til þess ráðs að uppfæra umræddar reglur í ljósi ástandsins sem nú ríkir í samfélaginu. Ákvæðið um borgaralega skyldu virkjast nú einungis þegar neyðarstig almannavarna er í gildi en það var virkjað þann 6. mars síðastliðinn þegar þáverandi ríkislögreglustjóri lýsti yfir neyðarstigi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglurnar þann 17. mars síðastliðinn og tóku þær þegar gildi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, nýskipaður ríkislögreglustjóri og yfirmaður almannavarna, segir að breytingarnar hafi verið lagðar til í vikunni og gengið mjög hratt í gegn. Vilja hafa úrræðið til staðar ef til þarf „Við vildum bara hafa þessar reglur í lagi en ekki einhverjar úreltar gamlar reglur, þannig að það var verið að reyna að uppfæra þetta svo við myndum hafa öll tæki og tól til staðar ef þess þyrfti. Þetta er bara hugsað sem varúðarráðstöfun.“ Í sjöunda kafla núgildandi laga um um almannavarnir er kveðið á um þessa starfsskyldu: „Það er borgaraleg skylda þeirra sem eru á aldrinum 18–65 ára að gegna á hættustundu, án endurgjalds, starfi í þágu almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra.“ Þá kemur bæði fram í lögunum og nýju reglunum að „Enginn [megi] á neinn hátt tálma því að maður gegni starfi sem hann hefur verið kvaddur til í þágu almannavarna.“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók við embætti ríkislögreglustjóra þann 16. mars síðastliðinn.Vísir/vilhelm Gildir nú einungis þegar neyðarstigi hefur verið lýst yfir Í nýju reglugerðinni hefur þetta ákvæði nú verið orðað svo skyldan sé einungis við lýði þegar neyðarstig almannavarna er í gildi líkt og nú. Sigríður segir að hugtakið hættustund sem var áður notast við hafi verið ójóst og illskilgreinanlegt. Með nýju reglunum væri verið að nútímavæða ákvæðin og færa til samræmis við almannavarnarlögin „svo það sé ekki hægt að virkja þetta með neinum hætti nema á neyðarstigi.“ Aðallega sé um útfærsluatriði að ræða. „Vonandi þarf ekkert að nota þetta en þetta er þá til.“ Óheimilt að hverfa úr starfi Í reglugerðinni er kveðið á um að hver sá sem hafi verið kvaddur til starfa í hjálparlið almannavarna sé óheimilt að hverfa úr starfi án leyfis og þeir sem hafi verið kvaddir til tafarlausrar aðstoðar við störf í þágu almannavarna megi ekki fara úr lögsagnarumdæmi án samþykkis lögreglustjóra. Þar kemur jafnframt fram að hjálparlið almannavarna skuli „meðal annars aðstoða við eldvarnir, björgun og sjúkraflutninga, ruðningsstarf, hjálparstarf vegna tjóns af völdum geislavirkni, sýkla eða eiturefna, löggæslu, fjarskiptaþjónustu og félagslegt hjálparstarf.“ Skoðar varúðarráðstafanir ef lögreglumenn veikjast Sigríður segir að einnig sé til skoðunar hvort að lögreglunni verði heimilt að ráða svonefnda héraðslögreglumenn til starfa. Þar á Sigríður við einstaklinga sem eru ekki lögreglumenntaðir en geta sinnt lögreglustörfum vegna fjölbreyttra aðstæðna. Dæmi eru um að héraðslögreglumenn séu til staðar í litlum byggðarkjörnum þar sem enginn lögreglumaður er búsettur. Þar geti stundum skipt máli að hafa fólk á lista sem geti brugðist fljótt við ef á þarf að halda. „Það er náttúrulega bara verið að horfa á það ef að stór hluti lögregluliðsins veikist eða þeir fara í sóttkví. Við erum ekki búin að ná hámarki vírusfaraldursins enn þá. Það er í rauninni bara verið að hafa varúðarráðstafanir í lagi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Lögreglan Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira
Á þriðjudag tóku gildi nýjar regur þar sem kveðið er á um borgaralega skyldu alls fólks á aldrinum 18 til 65 ára til að starfa í hjálparliði almannavarna sé þess óskað. Ekki er um að ræða nýtilkomna skyldu en gripið var til þess ráðs að uppfæra umræddar reglur í ljósi ástandsins sem nú ríkir í samfélaginu. Ákvæðið um borgaralega skyldu virkjast nú einungis þegar neyðarstig almannavarna er í gildi en það var virkjað þann 6. mars síðastliðinn þegar þáverandi ríkislögreglustjóri lýsti yfir neyðarstigi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglurnar þann 17. mars síðastliðinn og tóku þær þegar gildi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, nýskipaður ríkislögreglustjóri og yfirmaður almannavarna, segir að breytingarnar hafi verið lagðar til í vikunni og gengið mjög hratt í gegn. Vilja hafa úrræðið til staðar ef til þarf „Við vildum bara hafa þessar reglur í lagi en ekki einhverjar úreltar gamlar reglur, þannig að það var verið að reyna að uppfæra þetta svo við myndum hafa öll tæki og tól til staðar ef þess þyrfti. Þetta er bara hugsað sem varúðarráðstöfun.“ Í sjöunda kafla núgildandi laga um um almannavarnir er kveðið á um þessa starfsskyldu: „Það er borgaraleg skylda þeirra sem eru á aldrinum 18–65 ára að gegna á hættustundu, án endurgjalds, starfi í þágu almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra.“ Þá kemur bæði fram í lögunum og nýju reglunum að „Enginn [megi] á neinn hátt tálma því að maður gegni starfi sem hann hefur verið kvaddur til í þágu almannavarna.“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók við embætti ríkislögreglustjóra þann 16. mars síðastliðinn.Vísir/vilhelm Gildir nú einungis þegar neyðarstigi hefur verið lýst yfir Í nýju reglugerðinni hefur þetta ákvæði nú verið orðað svo skyldan sé einungis við lýði þegar neyðarstig almannavarna er í gildi líkt og nú. Sigríður segir að hugtakið hættustund sem var áður notast við hafi verið ójóst og illskilgreinanlegt. Með nýju reglunum væri verið að nútímavæða ákvæðin og færa til samræmis við almannavarnarlögin „svo það sé ekki hægt að virkja þetta með neinum hætti nema á neyðarstigi.“ Aðallega sé um útfærsluatriði að ræða. „Vonandi þarf ekkert að nota þetta en þetta er þá til.“ Óheimilt að hverfa úr starfi Í reglugerðinni er kveðið á um að hver sá sem hafi verið kvaddur til starfa í hjálparlið almannavarna sé óheimilt að hverfa úr starfi án leyfis og þeir sem hafi verið kvaddir til tafarlausrar aðstoðar við störf í þágu almannavarna megi ekki fara úr lögsagnarumdæmi án samþykkis lögreglustjóra. Þar kemur jafnframt fram að hjálparlið almannavarna skuli „meðal annars aðstoða við eldvarnir, björgun og sjúkraflutninga, ruðningsstarf, hjálparstarf vegna tjóns af völdum geislavirkni, sýkla eða eiturefna, löggæslu, fjarskiptaþjónustu og félagslegt hjálparstarf.“ Skoðar varúðarráðstafanir ef lögreglumenn veikjast Sigríður segir að einnig sé til skoðunar hvort að lögreglunni verði heimilt að ráða svonefnda héraðslögreglumenn til starfa. Þar á Sigríður við einstaklinga sem eru ekki lögreglumenntaðir en geta sinnt lögreglustörfum vegna fjölbreyttra aðstæðna. Dæmi eru um að héraðslögreglumenn séu til staðar í litlum byggðarkjörnum þar sem enginn lögreglumaður er búsettur. Þar geti stundum skipt máli að hafa fólk á lista sem geti brugðist fljótt við ef á þarf að halda. „Það er náttúrulega bara verið að horfa á það ef að stór hluti lögregluliðsins veikist eða þeir fara í sóttkví. Við erum ekki búin að ná hámarki vírusfaraldursins enn þá. Það er í rauninni bara verið að hafa varúðarráðstafanir í lagi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Lögreglan Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira