Innlent

Miklar líkur á að ferðamaðurinn hafi látist af völdum COVID-19

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundinum í dag.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundinum í dag. Vísir/Vilhelm

Miklar líkur eru taldar á því að ástralski ferðamaðurinn sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík á mánudag hafi látist af völdum sjúkdómsins COVID-19. Þetta sagði Alma D. Möller, landlæknir, á upplýsingafundi nú rétt í þessu.

Alma sagði að krufning hefði farið fram í gærkvöldi. Endanleg skýrsla liggi ekki fyrir þar sem það tekur lengri tíma að staðfesta dánarorsök en henni væri þó heimilt, í samráði við aðstandendur mannsins og þá sem framkvæmdu krufninguna, að segja frá því að í ljós hafi komið lungnabólga.

„Þannig að það eru miklar líkur á því að maðurinn hafi látist úr COVID-19,“ sagði Alma en bætti við að hann hefði ekki verið með dæmigerð einkenni sjúkdómsins.

Maðurinn, sem var um fertugt og frá Ástralíu, var á ferðalagi hér á landi ásamt eiginkonu sinni. Hann kom á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík á mánudag og var þá alvarlega veikur. Hann lést skömmu eftir komuna á sjúkrahús.

Maðurinn reyndist smitaður af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum en var, eins og áður segir, ekki með dæmigerð einkenni sjúkdómsins. Ekki hefur komið fram hvaða einkenni maðurinn var með.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.