Segir að útgöngubann myndi valda gríðarlegum skaða Eiður Þór Árnason skrifar 19. mars 2020 12:23 Rætt var við Þórólf Guðnason sóttvarnarlækni í útvarpsþættinum Harmageddon. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur það ekki vænlegt til árangurs að leggja hér á algjört útgöngu- og samgöngubann til þess að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Nýleg rannsókn bendi til þess að Íslendingar séu að beita þeim aðferðum sem skili mestum árangri í þessum faraldri. Vilja ekki valda óþarfa efnahagslegum skaða Frosti Logason spurði Þórólf í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun hvort það væri ekki fljótlegra að stöðva útbreiðslu veirunnar hér á landi með algjöru útgöngu- og samkomubanni í um tvo mánuði. „Nei, það er mjög erfitt að gera það. Svo má maður ekki heldur skemma meira í samfélaginu heldur en árangurinn sem maður er að ná.“ Efnahagslega meinar þú? „Já efnahagslega og við erum að fara þessa leið núna, við erum að biðla til fólks að fara eftir þessu, það er mjög mörg starfsemi sem skerðist, það er lokað, það er verið að forðast að fólk safnist saman. Ef við myndum loka öllu algjörlega, ég er ekki viss um að við myndum ná miklu meiri, það myndi valda gríðarlegum skaða eða afleiðingum.“ „Það eru alls konar hliðarverkanir af því sem er mjög erfitt að mæta og getur valdið ofboðslega miklum áhrifum. Enda er enginn sem gerir það nema þegar þeir eru komnir í mjög slæma stöðu út af faraldrinum. Þess vegna höfum við farið svona aðeins mildari leið en harðari að sumu leyti. Þar vísar Þórólfur til þess að Íslendingar hafi verið miklu harðari í því að beita strax einangrun og sóttkví samanborið við nágrannaþjóðir. Segir nýja rannsókn renna stoðum undir aðferðafræðina Þá segir Þórólfur að ný skýrsla unnin af fræðimönnum við Imperial College háskólann í Lundúnum bendi til þess að við séum á réttri leið. „Nákvæmlega það sem við erum að gera eru þeir að mæla með að skili sem mestum árangri. Það er að segja að greina snemma, beita einangrun á þá sem eru sýktir, sóttkví á þá sem hugsanlega gætu verið smitaðir, beita þessum samfélagslegu atriðum, að minnka smithæfni og auka fjarlægð milli einstaklinga og draga úr ýmis konar hópasöfnun og því um líku.“ Þá segir hann að þar sé aldrei mælt með því að loka öllu til að hefta útbreiðsluna. Suður-Kórea og Kína á sömu leið Aðspurður sagði Þórólfur að ríki á borð við Suður-Kóreu og nú Kína sem hafi gengið betur en flestum öðrum þjóðum að hefta útbreiðsluna séu að nota svipaðar aðferðir og Íslendingar. „Þær eru bara að fara nákvæmlega sömu leiðir og við erum að gera.“ Þar gildi það sama, verið sé að reyna að greina eins snemma og hægt er ásamt því að beita sóttkví og einangrun til þess að loka þá af sem gætu smitað aðra. Einnig sé reynt að finna þá sem hugsanlega gætu hafa smitast út frá greindum einstaklingum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur það ekki vænlegt til árangurs að leggja hér á algjört útgöngu- og samgöngubann til þess að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Nýleg rannsókn bendi til þess að Íslendingar séu að beita þeim aðferðum sem skili mestum árangri í þessum faraldri. Vilja ekki valda óþarfa efnahagslegum skaða Frosti Logason spurði Þórólf í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun hvort það væri ekki fljótlegra að stöðva útbreiðslu veirunnar hér á landi með algjöru útgöngu- og samkomubanni í um tvo mánuði. „Nei, það er mjög erfitt að gera það. Svo má maður ekki heldur skemma meira í samfélaginu heldur en árangurinn sem maður er að ná.“ Efnahagslega meinar þú? „Já efnahagslega og við erum að fara þessa leið núna, við erum að biðla til fólks að fara eftir þessu, það er mjög mörg starfsemi sem skerðist, það er lokað, það er verið að forðast að fólk safnist saman. Ef við myndum loka öllu algjörlega, ég er ekki viss um að við myndum ná miklu meiri, það myndi valda gríðarlegum skaða eða afleiðingum.“ „Það eru alls konar hliðarverkanir af því sem er mjög erfitt að mæta og getur valdið ofboðslega miklum áhrifum. Enda er enginn sem gerir það nema þegar þeir eru komnir í mjög slæma stöðu út af faraldrinum. Þess vegna höfum við farið svona aðeins mildari leið en harðari að sumu leyti. Þar vísar Þórólfur til þess að Íslendingar hafi verið miklu harðari í því að beita strax einangrun og sóttkví samanborið við nágrannaþjóðir. Segir nýja rannsókn renna stoðum undir aðferðafræðina Þá segir Þórólfur að ný skýrsla unnin af fræðimönnum við Imperial College háskólann í Lundúnum bendi til þess að við séum á réttri leið. „Nákvæmlega það sem við erum að gera eru þeir að mæla með að skili sem mestum árangri. Það er að segja að greina snemma, beita einangrun á þá sem eru sýktir, sóttkví á þá sem hugsanlega gætu verið smitaðir, beita þessum samfélagslegu atriðum, að minnka smithæfni og auka fjarlægð milli einstaklinga og draga úr ýmis konar hópasöfnun og því um líku.“ Þá segir hann að þar sé aldrei mælt með því að loka öllu til að hefta útbreiðsluna. Suður-Kórea og Kína á sömu leið Aðspurður sagði Þórólfur að ríki á borð við Suður-Kóreu og nú Kína sem hafi gengið betur en flestum öðrum þjóðum að hefta útbreiðsluna séu að nota svipaðar aðferðir og Íslendingar. „Þær eru bara að fara nákvæmlega sömu leiðir og við erum að gera.“ Þar gildi það sama, verið sé að reyna að greina eins snemma og hægt er ásamt því að beita sóttkví og einangrun til þess að loka þá af sem gætu smitað aðra. Einnig sé reynt að finna þá sem hugsanlega gætu hafa smitast út frá greindum einstaklingum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira