Lífið

Bein útsending: Strengjakvartettinn Siggi frumflytur fjögur ný verk

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Von er á klassískri tónlistarveislu klukkan 20.
Von er á klassískri tónlistarveislu klukkan 20. Mengi

Strengjakvartettinn Siggi frumflytur fjögur ný tónverk í Mengi í kvöld sem samin eru af þremur hljóðfæraleikurum og tónskáldi. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og er þeim streymt hér á Vísi.

Í kvartettnum stíga fram þrír af fremstu hljóðfæraleikurum Íslands og semja tónlist fyrir strengjakvartett eftir sínu höfði en það eru þau Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari, Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari og Pétur Jónasson gítarleikari.

Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa flutt og frumflutt ógrynni nýrra tónverka í gegnum tíðina. Þau nota öll tónsmíðaforritið CalmusComposer við sköpun verkanna en forritið byggir m.a. á gervigreind sem opnar möguleika á nýrri nálgun við sköpun tónlistar.

Auk hljóðfæraleikaranna tekur kvikmyndatónskáldið Hilmar Örn Hilmarsson þátt í tónleikunum en hann beytir hliðstæðri tækni við samningu síns verk.

Hljómleikarnir hefjast kl. 20:00 og standa í um 30 mínútur. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×