Innlent

Engar séríslenskar stökkbreytingar á kórónuveirunni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm

Búið er að raðgreina erfðaefnið úr kórónuveirunni úr um hundrað sýnum sem tekin voru úr smituðum einstaklingum hér á landi. Ekki hafa fundist neinar séríslenskar stökkbreytingar í sýnunum. Þetta sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Önnur hundrað sýni eru nú í raðgreiningu og má búast við niðurstöðu á föstudaginn. Kári segir að Ísland sé líklegast eina landið þar sem búið sé að raðgreina sýni úr öllum sem hafa sýkst af kórónuveirunni.

Þá segir hann hlutfall þeirra sem búið sé að raðgreina hjá Íslenskri erfðagreiningu nú síðustu dag og eru smitaðir af veirunni sé um eitt prósent. „Þetta heldur áfram að vera í kring um 1% þeirra sem við skimum sem að bera veiruna og það hefur verið að hoppa aðeins upp fyrir 1% og niður fyrir það þannig að ég held að þetta hljóti að koma út mjög nálægt einu prósenti.“

Þá segir hann að rekja megi flest smitin til einstaklinga sem hafi verið í skíðafríum í Ölpunum og þá mest á Ítalíu. Tveir einstaklingar hafi greinst þar sem rekja megi smitin út fyrir Evrópu, annað til Bandaríkjanna og hitt til Íran.


Tengdar fréttir

Á annan tug gæti þurft á gjörgæslu

Jafnvel þó að hlutfall smitaðra sé tífalt lægra en fyrstu niðurstöður skimunar Íslenskrar erfðagreiningar benda til gæti á annan tug einstaklinga þurft á gjörgæslu að halda vegna kórónuveirunnar, að mati yfirlæknis á Landspítalanum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.