Við sameinuðumst um að láta Eyjafjallajökul ekki buga okkur Kristján Már Unnarsson skrifar 18. apríl 2020 06:10 Katrín Júlíusdóttir fór með ferðamálin í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þegar eldgosið braust út í Eyjafjallajökli. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þegar eldgosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls í apríl 2010 voru aðeins átján mánuðir liðnir frá bankahruninu og Íslendingar enn að kljást við Icesave. Vonir höfðu vaknað um að ferðaþjónustan gæti orðið ný stoð í endurreistu efnahagslífi þegar dimm öskuský Eyjafjallajökuls settu allt í uppnám. Flugvellir lokuðust og afbókanir helltust yfir. „Þetta er bara einn eftirminnilegsti tími í mínu lífi,“ segir Katrín Júlíusdóttir í þáttum Stöðvar 2 um Eyjafjallajökul en hún var ráðherra ferðamála í gosinu. „Vegna þess að það sem gerist þarna er að maður verður vitni að einhverju þar sem fólk er bara ekki til í þetta mótlæti. Það var einhvern veginn komið nóg og ákveðið bara í sameiningu að fara áfram. Það hvernig stjórnvöldum og ferðaþjónustunni tókst að koma saman og vinna sameiginlega að því að gera þetta. Af því að einn aðilinn hefði ekki getað þetta án hins,“ segir Katrín. Hér má sjá upphafskafla fyrri þáttar: Eldgosið lamaði flugsamgöngur um alla Evrópu og varð stærsta frétt heimsfjölmiðlanna. Fréttamyndir af gráu öskumistrinu undir Eyjafjöllum virtust ekki boða neitt gott fyrir ímynd landsins. „Það tókst að snúa umfjöllun um gosið upp í jákvæða umfjöllun um Ísland, mjög jákvæða,“ segir Friðrik Pálsson, eigandi Hótels Rangár og fyrsti formaður stjórnar Íslandsstofu. „Ég held stundum að við höfum vanmetið hvað þetta hafði gríðarleg áhrif,“ segir Friðrik. Hrafnhildur Björnsdóttir var vettvangsstjóri Rauða krossins.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Ég er svo stolt af fólkinu hérna, og undir Eyjafjöllum. Þetta er svo mikið æðruleysi, tekist á við lífið. Já, og mér þykir svo vænt um það. Það er það sem stendur upp úr,“ segir Hrafnhildur Björnsdóttir, sem var vettvangsstjóri Rauða krossins á svæðinu. Þættina má nálgast á Stöð 2 Maraþoni en sá seinni verður auk þess endursýndur á Stöð 2 í dag, laugardag, kl. 17.15. Hér má sjá lokakafla síðari þáttar: Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Rangárþing eystra Tengdar fréttir Lentu á þyrlu í gígnum tíu árum eftir eldgosið Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. 16. apríl 2020 08:30 Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10 Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Eldfjallafræðingurinn hafði aldrei séð svo stórkostlegan hraunfoss Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. 12. apríl 2020 06:36 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Þegar eldgosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls í apríl 2010 voru aðeins átján mánuðir liðnir frá bankahruninu og Íslendingar enn að kljást við Icesave. Vonir höfðu vaknað um að ferðaþjónustan gæti orðið ný stoð í endurreistu efnahagslífi þegar dimm öskuský Eyjafjallajökuls settu allt í uppnám. Flugvellir lokuðust og afbókanir helltust yfir. „Þetta er bara einn eftirminnilegsti tími í mínu lífi,“ segir Katrín Júlíusdóttir í þáttum Stöðvar 2 um Eyjafjallajökul en hún var ráðherra ferðamála í gosinu. „Vegna þess að það sem gerist þarna er að maður verður vitni að einhverju þar sem fólk er bara ekki til í þetta mótlæti. Það var einhvern veginn komið nóg og ákveðið bara í sameiningu að fara áfram. Það hvernig stjórnvöldum og ferðaþjónustunni tókst að koma saman og vinna sameiginlega að því að gera þetta. Af því að einn aðilinn hefði ekki getað þetta án hins,“ segir Katrín. Hér má sjá upphafskafla fyrri þáttar: Eldgosið lamaði flugsamgöngur um alla Evrópu og varð stærsta frétt heimsfjölmiðlanna. Fréttamyndir af gráu öskumistrinu undir Eyjafjöllum virtust ekki boða neitt gott fyrir ímynd landsins. „Það tókst að snúa umfjöllun um gosið upp í jákvæða umfjöllun um Ísland, mjög jákvæða,“ segir Friðrik Pálsson, eigandi Hótels Rangár og fyrsti formaður stjórnar Íslandsstofu. „Ég held stundum að við höfum vanmetið hvað þetta hafði gríðarleg áhrif,“ segir Friðrik. Hrafnhildur Björnsdóttir var vettvangsstjóri Rauða krossins.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Ég er svo stolt af fólkinu hérna, og undir Eyjafjöllum. Þetta er svo mikið æðruleysi, tekist á við lífið. Já, og mér þykir svo vænt um það. Það er það sem stendur upp úr,“ segir Hrafnhildur Björnsdóttir, sem var vettvangsstjóri Rauða krossins á svæðinu. Þættina má nálgast á Stöð 2 Maraþoni en sá seinni verður auk þess endursýndur á Stöð 2 í dag, laugardag, kl. 17.15. Hér má sjá lokakafla síðari þáttar:
Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Rangárþing eystra Tengdar fréttir Lentu á þyrlu í gígnum tíu árum eftir eldgosið Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. 16. apríl 2020 08:30 Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10 Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Eldfjallafræðingurinn hafði aldrei séð svo stórkostlegan hraunfoss Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. 12. apríl 2020 06:36 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Lentu á þyrlu í gígnum tíu árum eftir eldgosið Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. 16. apríl 2020 08:30
Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10
Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06
Eldfjallafræðingurinn hafði aldrei séð svo stórkostlegan hraunfoss Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. 12. apríl 2020 06:36