Við sameinuðumst um að láta Eyjafjallajökul ekki buga okkur Kristján Már Unnarsson skrifar 18. apríl 2020 06:10 Katrín Júlíusdóttir fór með ferðamálin í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þegar eldgosið braust út í Eyjafjallajökli. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þegar eldgosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls í apríl 2010 voru aðeins átján mánuðir liðnir frá bankahruninu og Íslendingar enn að kljást við Icesave. Vonir höfðu vaknað um að ferðaþjónustan gæti orðið ný stoð í endurreistu efnahagslífi þegar dimm öskuský Eyjafjallajökuls settu allt í uppnám. Flugvellir lokuðust og afbókanir helltust yfir. „Þetta er bara einn eftirminnilegsti tími í mínu lífi,“ segir Katrín Júlíusdóttir í þáttum Stöðvar 2 um Eyjafjallajökul en hún var ráðherra ferðamála í gosinu. „Vegna þess að það sem gerist þarna er að maður verður vitni að einhverju þar sem fólk er bara ekki til í þetta mótlæti. Það var einhvern veginn komið nóg og ákveðið bara í sameiningu að fara áfram. Það hvernig stjórnvöldum og ferðaþjónustunni tókst að koma saman og vinna sameiginlega að því að gera þetta. Af því að einn aðilinn hefði ekki getað þetta án hins,“ segir Katrín. Hér má sjá upphafskafla fyrri þáttar: Eldgosið lamaði flugsamgöngur um alla Evrópu og varð stærsta frétt heimsfjölmiðlanna. Fréttamyndir af gráu öskumistrinu undir Eyjafjöllum virtust ekki boða neitt gott fyrir ímynd landsins. „Það tókst að snúa umfjöllun um gosið upp í jákvæða umfjöllun um Ísland, mjög jákvæða,“ segir Friðrik Pálsson, eigandi Hótels Rangár og fyrsti formaður stjórnar Íslandsstofu. „Ég held stundum að við höfum vanmetið hvað þetta hafði gríðarleg áhrif,“ segir Friðrik. Hrafnhildur Björnsdóttir var vettvangsstjóri Rauða krossins.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Ég er svo stolt af fólkinu hérna, og undir Eyjafjöllum. Þetta er svo mikið æðruleysi, tekist á við lífið. Já, og mér þykir svo vænt um það. Það er það sem stendur upp úr,“ segir Hrafnhildur Björnsdóttir, sem var vettvangsstjóri Rauða krossins á svæðinu. Þættina má nálgast á Stöð 2 Maraþoni en sá seinni verður auk þess endursýndur á Stöð 2 í dag, laugardag, kl. 17.15. Hér má sjá lokakafla síðari þáttar: Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Rangárþing eystra Tengdar fréttir Lentu á þyrlu í gígnum tíu árum eftir eldgosið Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. 16. apríl 2020 08:30 Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10 Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Eldfjallafræðingurinn hafði aldrei séð svo stórkostlegan hraunfoss Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. 12. apríl 2020 06:36 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Þegar eldgosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls í apríl 2010 voru aðeins átján mánuðir liðnir frá bankahruninu og Íslendingar enn að kljást við Icesave. Vonir höfðu vaknað um að ferðaþjónustan gæti orðið ný stoð í endurreistu efnahagslífi þegar dimm öskuský Eyjafjallajökuls settu allt í uppnám. Flugvellir lokuðust og afbókanir helltust yfir. „Þetta er bara einn eftirminnilegsti tími í mínu lífi,“ segir Katrín Júlíusdóttir í þáttum Stöðvar 2 um Eyjafjallajökul en hún var ráðherra ferðamála í gosinu. „Vegna þess að það sem gerist þarna er að maður verður vitni að einhverju þar sem fólk er bara ekki til í þetta mótlæti. Það var einhvern veginn komið nóg og ákveðið bara í sameiningu að fara áfram. Það hvernig stjórnvöldum og ferðaþjónustunni tókst að koma saman og vinna sameiginlega að því að gera þetta. Af því að einn aðilinn hefði ekki getað þetta án hins,“ segir Katrín. Hér má sjá upphafskafla fyrri þáttar: Eldgosið lamaði flugsamgöngur um alla Evrópu og varð stærsta frétt heimsfjölmiðlanna. Fréttamyndir af gráu öskumistrinu undir Eyjafjöllum virtust ekki boða neitt gott fyrir ímynd landsins. „Það tókst að snúa umfjöllun um gosið upp í jákvæða umfjöllun um Ísland, mjög jákvæða,“ segir Friðrik Pálsson, eigandi Hótels Rangár og fyrsti formaður stjórnar Íslandsstofu. „Ég held stundum að við höfum vanmetið hvað þetta hafði gríðarleg áhrif,“ segir Friðrik. Hrafnhildur Björnsdóttir var vettvangsstjóri Rauða krossins.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Ég er svo stolt af fólkinu hérna, og undir Eyjafjöllum. Þetta er svo mikið æðruleysi, tekist á við lífið. Já, og mér þykir svo vænt um það. Það er það sem stendur upp úr,“ segir Hrafnhildur Björnsdóttir, sem var vettvangsstjóri Rauða krossins á svæðinu. Þættina má nálgast á Stöð 2 Maraþoni en sá seinni verður auk þess endursýndur á Stöð 2 í dag, laugardag, kl. 17.15. Hér má sjá lokakafla síðari þáttar:
Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Rangárþing eystra Tengdar fréttir Lentu á þyrlu í gígnum tíu árum eftir eldgosið Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. 16. apríl 2020 08:30 Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10 Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Eldfjallafræðingurinn hafði aldrei séð svo stórkostlegan hraunfoss Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. 12. apríl 2020 06:36 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Lentu á þyrlu í gígnum tíu árum eftir eldgosið Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. 16. apríl 2020 08:30
Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10
Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06
Eldfjallafræðingurinn hafði aldrei séð svo stórkostlegan hraunfoss Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. 12. apríl 2020 06:36