Innlent

Við sameinuðumst um að láta Eyjafjallajökul ekki buga okkur

Kristján Már Unnarsson skrifar
Katrín Júlíusdóttir fór með ferðamálin í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þegar eldgosið braust út í Eyjafjallajökli.
Katrín Júlíusdóttir fór með ferðamálin í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þegar eldgosið braust út í Eyjafjallajökli. Stöð 2/Arnar Halldórsson.

Þegar eldgosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls í apríl 2010 voru aðeins átján mánuðir liðnir frá bankahruninu og Íslendingar enn að kljást við Icesave. Vonir höfðu vaknað um að ferðaþjónustan gæti orðið ný stoð í endurreistu efnahagslífi þegar dimm öskuský Eyjafjallajökuls settu allt í uppnám. Flugvellir lokuðust og afbókanir helltust yfir.

„Þetta er bara einn eftirminnilegsti tími í mínu lífi,“ segir Katrín Júlíusdóttir í þáttum Stöðvar 2 um Eyjafjallajökul en hún var ráðherra ferðamála í gosinu.

„Vegna þess að það sem gerist þarna er að maður verður vitni að einhverju þar sem fólk er bara ekki til í þetta mótlæti. Það var einhvern veginn komið nóg og ákveðið bara í sameiningu að fara áfram. Það hvernig stjórnvöldum og ferðaþjónustunni tókst að koma saman og vinna sameiginlega að því að gera þetta. Af því að einn aðilinn hefði ekki getað þetta án hins,“ segir Katrín.

Hér má sjá upphafskafla fyrri þáttar:

Eldgosið lamaði flugsamgöngur um alla Evrópu og varð stærsta frétt heimsfjölmiðlanna. Fréttamyndir af gráu öskumistrinu undir Eyjafjöllum virtust ekki boða neitt gott fyrir ímynd landsins.

„Það tókst að snúa umfjöllun um gosið upp í jákvæða umfjöllun um Ísland, mjög jákvæða,“ segir Friðrik Pálsson, eigandi Hótels Rangár og fyrsti formaður stjórnar Íslandsstofu.

„Ég held stundum að við höfum vanmetið hvað þetta hafði gríðarleg áhrif,“ segir Friðrik.

Hrafnhildur Björnsdóttir var vettvangsstjóri Rauða krossins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.

„Ég er svo stolt af fólkinu hérna, og undir Eyjafjöllum. Þetta er svo mikið æðruleysi, tekist á við lífið. Já, og mér þykir svo vænt um það. Það er það sem stendur upp úr,“ segir Hrafnhildur Björnsdóttir, sem var vettvangsstjóri Rauða krossins á svæðinu.

Þættina má nálgast á Stöð 2 Maraþoni en sá seinni verður auk þess endursýndur á Stöð 2 í dag, laugardag, kl. 17.15.

Hér má sjá lokakafla síðari þáttar:


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.