Við sameinuðumst um að láta Eyjafjallajökul ekki buga okkur Kristján Már Unnarsson skrifar 18. apríl 2020 06:10 Katrín Júlíusdóttir fór með ferðamálin í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þegar eldgosið braust út í Eyjafjallajökli. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þegar eldgosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls í apríl 2010 voru aðeins átján mánuðir liðnir frá bankahruninu og Íslendingar enn að kljást við Icesave. Vonir höfðu vaknað um að ferðaþjónustan gæti orðið ný stoð í endurreistu efnahagslífi þegar dimm öskuský Eyjafjallajökuls settu allt í uppnám. Flugvellir lokuðust og afbókanir helltust yfir. „Þetta er bara einn eftirminnilegsti tími í mínu lífi,“ segir Katrín Júlíusdóttir í þáttum Stöðvar 2 um Eyjafjallajökul en hún var ráðherra ferðamála í gosinu. „Vegna þess að það sem gerist þarna er að maður verður vitni að einhverju þar sem fólk er bara ekki til í þetta mótlæti. Það var einhvern veginn komið nóg og ákveðið bara í sameiningu að fara áfram. Það hvernig stjórnvöldum og ferðaþjónustunni tókst að koma saman og vinna sameiginlega að því að gera þetta. Af því að einn aðilinn hefði ekki getað þetta án hins,“ segir Katrín. Hér má sjá upphafskafla fyrri þáttar: Eldgosið lamaði flugsamgöngur um alla Evrópu og varð stærsta frétt heimsfjölmiðlanna. Fréttamyndir af gráu öskumistrinu undir Eyjafjöllum virtust ekki boða neitt gott fyrir ímynd landsins. „Það tókst að snúa umfjöllun um gosið upp í jákvæða umfjöllun um Ísland, mjög jákvæða,“ segir Friðrik Pálsson, eigandi Hótels Rangár og fyrsti formaður stjórnar Íslandsstofu. „Ég held stundum að við höfum vanmetið hvað þetta hafði gríðarleg áhrif,“ segir Friðrik. Hrafnhildur Björnsdóttir var vettvangsstjóri Rauða krossins.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Ég er svo stolt af fólkinu hérna, og undir Eyjafjöllum. Þetta er svo mikið æðruleysi, tekist á við lífið. Já, og mér þykir svo vænt um það. Það er það sem stendur upp úr,“ segir Hrafnhildur Björnsdóttir, sem var vettvangsstjóri Rauða krossins á svæðinu. Þættina má nálgast á Stöð 2 Maraþoni en sá seinni verður auk þess endursýndur á Stöð 2 í dag, laugardag, kl. 17.15. Hér má sjá lokakafla síðari þáttar: Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Rangárþing eystra Tengdar fréttir Lentu á þyrlu í gígnum tíu árum eftir eldgosið Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. 16. apríl 2020 08:30 Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10 Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Eldfjallafræðingurinn hafði aldrei séð svo stórkostlegan hraunfoss Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. 12. apríl 2020 06:36 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Þegar eldgosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls í apríl 2010 voru aðeins átján mánuðir liðnir frá bankahruninu og Íslendingar enn að kljást við Icesave. Vonir höfðu vaknað um að ferðaþjónustan gæti orðið ný stoð í endurreistu efnahagslífi þegar dimm öskuský Eyjafjallajökuls settu allt í uppnám. Flugvellir lokuðust og afbókanir helltust yfir. „Þetta er bara einn eftirminnilegsti tími í mínu lífi,“ segir Katrín Júlíusdóttir í þáttum Stöðvar 2 um Eyjafjallajökul en hún var ráðherra ferðamála í gosinu. „Vegna þess að það sem gerist þarna er að maður verður vitni að einhverju þar sem fólk er bara ekki til í þetta mótlæti. Það var einhvern veginn komið nóg og ákveðið bara í sameiningu að fara áfram. Það hvernig stjórnvöldum og ferðaþjónustunni tókst að koma saman og vinna sameiginlega að því að gera þetta. Af því að einn aðilinn hefði ekki getað þetta án hins,“ segir Katrín. Hér má sjá upphafskafla fyrri þáttar: Eldgosið lamaði flugsamgöngur um alla Evrópu og varð stærsta frétt heimsfjölmiðlanna. Fréttamyndir af gráu öskumistrinu undir Eyjafjöllum virtust ekki boða neitt gott fyrir ímynd landsins. „Það tókst að snúa umfjöllun um gosið upp í jákvæða umfjöllun um Ísland, mjög jákvæða,“ segir Friðrik Pálsson, eigandi Hótels Rangár og fyrsti formaður stjórnar Íslandsstofu. „Ég held stundum að við höfum vanmetið hvað þetta hafði gríðarleg áhrif,“ segir Friðrik. Hrafnhildur Björnsdóttir var vettvangsstjóri Rauða krossins.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Ég er svo stolt af fólkinu hérna, og undir Eyjafjöllum. Þetta er svo mikið æðruleysi, tekist á við lífið. Já, og mér þykir svo vænt um það. Það er það sem stendur upp úr,“ segir Hrafnhildur Björnsdóttir, sem var vettvangsstjóri Rauða krossins á svæðinu. Þættina má nálgast á Stöð 2 Maraþoni en sá seinni verður auk þess endursýndur á Stöð 2 í dag, laugardag, kl. 17.15. Hér má sjá lokakafla síðari þáttar:
Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Rangárþing eystra Tengdar fréttir Lentu á þyrlu í gígnum tíu árum eftir eldgosið Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. 16. apríl 2020 08:30 Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10 Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Eldfjallafræðingurinn hafði aldrei séð svo stórkostlegan hraunfoss Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. 12. apríl 2020 06:36 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Lentu á þyrlu í gígnum tíu árum eftir eldgosið Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. 16. apríl 2020 08:30
Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10
Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06
Eldfjallafræðingurinn hafði aldrei séð svo stórkostlegan hraunfoss Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. 12. apríl 2020 06:36