Jarðfræðingur útskýrir hvað býr að baki leirskriðunum í Ask Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 31. desember 2020 12:21 Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Jarðvísindastofnun. Skjáskot/Stöð 2 Jarðfræðingur segir jarðveginn á skriðusvæðinu í norska bænum Ask, þar sem gríðarmiklar leirskriður féllu í fyrrinótt, mjög „óstabílann“, einkum eftir rigningar undanfarna daga. Líta þurfi allt að tólf þúsund ár aftur í tímann til að skilja hvað býr að baki. Tíu er enn saknað í norska bænum Ask, þar sem gríðarlegar leirskriður féllu í fyrrinótt. Leitarhundur ásamt þjálfara, voru látnir síga niður úr þyrlu á hamfarasvæðinu í nótt til að meta aðstæður og leita að fólki. Enginn fannst í aðgerðinni. Lögregla hefur enn ekki komist inn á skriðusvæðið og fer leit því fram með þyrlum, drónum og hitamyndavélum. Leit stóð yfir í alla nótt án árangurs, að því er fram kemur í norskum fjölmiðlum í morgun. Áfram verður leitað í dag. Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur hjá jarðvísindastofnun segir í samtali við fréttastofu að til að skilja skriðuföllin þurfi að fara um tíu til tólf þúsund ár aftur í tímann. Í lok síðasta kuldaskeiðs hafi jökull á svæðinu hörfað en bælt landið niður áður. „Þannig að þegar ísinn bráðnaði hækkaði í heimshöfunum, sjór fylgdi í kjölfar hörfandi jökla og leysingavatnið eða jökulárnar fluttu út til hafs mikið af efni, meðal annars þennan leir, jökulleir sem settist til á hafsbotni og þessi kvikleir er í raun og veru leir sem sest til í sjávarumhverfi. Saltið í sjónum er lykillinn að því að efnið er að skríða á þann hátt sem það er að gera.“ Erfitt að spá fyrir um skriðurnar Hann segir að það ætti í raun ekki að koma á óvart að skriða hafi fallið á svæðinu. „Nei, samkvæmt kortlagningu NVE var þetta svæði kortlagt sem leirskriðu-svæði og hefði í raun ekki átt að koma þannig lagað á óvart. En það er mjög erfitt að segja til um hvenær og hvort þessar skriður falla eða ekki. Þetta er svolítið öðruvísi en önnur ofanflóðavá sem er vöktuð,“ segir Þorsteinn. „Þetta er sambland af þáttum sem ná yfir mjög langan tíma.“ Noregur er talinn framarlega í ofanflóðavörnum. Inntur eftir því hvort það hafi verið undarlegt að svona hamfarir hafi getað orðið segir Þorsteinn að þetta sé ekki einsdæmi. „Þetta eru stór svæði, ekki bara í noregi heldur í Skandinavíu, bretlandseyjum og norðurhluta Bandaríkjunum sem eru með þessi setlög. Þetta er ekkert einsdæmi. En þetta er mjög slæmt því þetta er nánast inni í miðju íbúðahverfi.“ Skriðan étur sig áfram inn í landið Þá bendir hann á að mjög stórar leirskriður hafi orðið í Noregi í gegnum tíðina. Skriðurnar séu mismunandi að stærð. Skriðan sem féll í Ask var mjög stór og féll beint á byggð, sem gerir hana einmitt svo slæma. „Það sem maður sér af myndum eru þessir atburðir þannig að þú byrjar á einhverjum einum stað og svo étur skriðan sig áfram inn í landið, eða frá upptakapunktinum. Eins og þeir lýsa þessu er þetta mjög óstabílt, þetta eru snarbrattir veggir, og þess vegna rýma þeir svona stórt svæði í kringum þetta því þeir vita ekki hvernig þetta mun haga sér eða ná langt.“ Þá bendir Þorsteinn á að gríðarleg úrkoma hafi verið undanfarið á svæðinu, sem bæti ekki ástandið. „Þess vegna fara þeir mjög varlega og það er ómögulegt í rauninni að segja hvernig þetta heldur áfram. Og ástandið mjög slæmt. Og samkvæmt nýjustu fréttum tíu enn saknað, og það er náttúrulega það sem er alvarlegast við þetta.“ Noregur Náttúruhamfarir Leirskriður í Ask Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Tíu er enn saknað í norska bænum Ask, þar sem gríðarlegar leirskriður féllu í fyrrinótt. Leitarhundur ásamt þjálfara, voru látnir síga niður úr þyrlu á hamfarasvæðinu í nótt til að meta aðstæður og leita að fólki. Enginn fannst í aðgerðinni. Lögregla hefur enn ekki komist inn á skriðusvæðið og fer leit því fram með þyrlum, drónum og hitamyndavélum. Leit stóð yfir í alla nótt án árangurs, að því er fram kemur í norskum fjölmiðlum í morgun. Áfram verður leitað í dag. Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur hjá jarðvísindastofnun segir í samtali við fréttastofu að til að skilja skriðuföllin þurfi að fara um tíu til tólf þúsund ár aftur í tímann. Í lok síðasta kuldaskeiðs hafi jökull á svæðinu hörfað en bælt landið niður áður. „Þannig að þegar ísinn bráðnaði hækkaði í heimshöfunum, sjór fylgdi í kjölfar hörfandi jökla og leysingavatnið eða jökulárnar fluttu út til hafs mikið af efni, meðal annars þennan leir, jökulleir sem settist til á hafsbotni og þessi kvikleir er í raun og veru leir sem sest til í sjávarumhverfi. Saltið í sjónum er lykillinn að því að efnið er að skríða á þann hátt sem það er að gera.“ Erfitt að spá fyrir um skriðurnar Hann segir að það ætti í raun ekki að koma á óvart að skriða hafi fallið á svæðinu. „Nei, samkvæmt kortlagningu NVE var þetta svæði kortlagt sem leirskriðu-svæði og hefði í raun ekki átt að koma þannig lagað á óvart. En það er mjög erfitt að segja til um hvenær og hvort þessar skriður falla eða ekki. Þetta er svolítið öðruvísi en önnur ofanflóðavá sem er vöktuð,“ segir Þorsteinn. „Þetta er sambland af þáttum sem ná yfir mjög langan tíma.“ Noregur er talinn framarlega í ofanflóðavörnum. Inntur eftir því hvort það hafi verið undarlegt að svona hamfarir hafi getað orðið segir Þorsteinn að þetta sé ekki einsdæmi. „Þetta eru stór svæði, ekki bara í noregi heldur í Skandinavíu, bretlandseyjum og norðurhluta Bandaríkjunum sem eru með þessi setlög. Þetta er ekkert einsdæmi. En þetta er mjög slæmt því þetta er nánast inni í miðju íbúðahverfi.“ Skriðan étur sig áfram inn í landið Þá bendir hann á að mjög stórar leirskriður hafi orðið í Noregi í gegnum tíðina. Skriðurnar séu mismunandi að stærð. Skriðan sem féll í Ask var mjög stór og féll beint á byggð, sem gerir hana einmitt svo slæma. „Það sem maður sér af myndum eru þessir atburðir þannig að þú byrjar á einhverjum einum stað og svo étur skriðan sig áfram inn í landið, eða frá upptakapunktinum. Eins og þeir lýsa þessu er þetta mjög óstabílt, þetta eru snarbrattir veggir, og þess vegna rýma þeir svona stórt svæði í kringum þetta því þeir vita ekki hvernig þetta mun haga sér eða ná langt.“ Þá bendir Þorsteinn á að gríðarleg úrkoma hafi verið undanfarið á svæðinu, sem bæti ekki ástandið. „Þess vegna fara þeir mjög varlega og það er ómögulegt í rauninni að segja hvernig þetta heldur áfram. Og ástandið mjög slæmt. Og samkvæmt nýjustu fréttum tíu enn saknað, og það er náttúrulega það sem er alvarlegast við þetta.“
Noregur Náttúruhamfarir Leirskriður í Ask Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira